08.01.2014 Views

Eyvindur 2013

XXII. árgangur – desember 2013

XXII. árgangur – desember 2013

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 3<br />

Leiðari<br />

Ágætu sveitungar og samferðamenn<br />

Enn kveður <strong>Eyvindur</strong> sér hljóðs og er að venju fleytifullur af athygliverðu efni um menn og málefni.<br />

Við í ritstjórn viljum þakka öllum þeim sem hafa sent okkur greinar stef og stökur bæði<br />

fyrr og síðar og sömuleiðis alla velvild aðra. Svo vil ég þakka öðrum ritnefndarmömmum fyrir<br />

þeirra fórnvúsu vinnu.<br />

<strong>Eyvindur</strong> hefur alla tíð reynt að standa sig sem héraðsfréttablað í Vaðlaþingum hinum fornu<br />

og freistað þess að fylgjast vel með og reifa það sem er efst á baugi hjá hinum ýmsu félögum,<br />

samtökum og einstaklingum hverju sinni. Þá hefur <strong>Eyvindur</strong> alla jafna í lengstu lög forðast að<br />

vera pólitískur þó að sumir ritstjórnarmenn og leiðarahöfundar hafi stundum átt erfitt með að<br />

sitja á strák sínum og þá sérdeilis undirritaður.<br />

Það hefur nefnilega ýmislegt gengið á í þjóðlífinu sem og annars staðar í heimi hér. Nú bíða<br />

menn og vona að ráðamenn sem aðrir hafi lært af reynslunni og treysta því að þjóðlíf þroskist<br />

til betri vega..<br />

Það er nefnilega margt svo ótrúlega gott og vænt við það að vera Íslendingur. Við virðumst<br />

til dæmis búa við mikla náð í veðurfari, oftast nær, ef við horfum til heimsbyggðarinnar og við<br />

meiri nægtir en margar aðrar þjóðir.<br />

Undirritaður er um margt nokkuð lítilsigldur maður en reisir stundum til útlanda. Og hann<br />

hlakkar til hverju sinni að koma heim aftur og snæða skyr saltket, smér og aðrar íslenskar afurðir<br />

slíkar sem bera af öðrum í flestum greinum og hana nú!<br />

Því er það von okkar að atvinnulíf megi blómstra um byggðir landsins og að landbúnaður<br />

verði áfram ein af kjölfestum samfélagsins.<br />

Því telur <strong>Eyvindur</strong> að hlúa megi betur að því unga fólki sem víða er að taka við búsforráðum<br />

í þeim geira.<br />

Ein af þeim greinum sem nú birtist í Evindi heitir „Ávarp til Eyfirðinga“ og er skrifuð af ungum<br />

bónda frá Ytri-Tjörnum sem hyggst bjóða sig fram til þingfarar. Þetta er afar athygliverður<br />

pistill sem lýsir ástandinu í byggðum landsins og þó sérdeilis hér í Eyjafirði árið 1916.<br />

Við grípum aðeins niður í pistilinn:<br />

„Ég skal þá strax taka það fram, að ég er ekki járnbrautarmaður eins og stendur. Það er ekki<br />

rétt að eyða fleiri milljónum í 2-3 sýslur á meðan allar aðrar sýslur landsins eru meira og minna<br />

ógreiðfærar og varla reiðfærar fyrir vegleysum, hvað þá að komist verði með kerrur og vagna<br />

nema með mestu örðugleikum og sliti á vögnum og hestum, nema aðeins á nokkrum stöðum<br />

lítilsháttar upp frá verslunarstöðunum. Alstaðar þarf að lengja akbrautirnar....“<br />

Síðan skrifar hann:<br />

„Þannig er það hringinn í kring í sýslunni, vegirnir of víða vegleysur, nema þá yfir hásumarið<br />

þegar líka alstaðar er fært að fara. Góðir vegir eru sem allir vita lífæðar héraðanna.“ Og enn: „Ég<br />

þarf naumast að tala um árnar óbrúuðu...“<br />

Svo mörg voru þau orð.<br />

Ó þjóð mín mín þjóð. Ertu nokkuð svo illa stödd? Undirritaður fer stundum um hina góðu<br />

vegi landsins með erlenda túrhesta oftast nær þýska.<br />

Einu sinni var farinn hringur í Eyjafirði og var keyrt fram á býli, kirkjur og aðskiljanlegan<br />

búfénað, oft stansað og myndir teknar. Á einum stað voru kýr álengdar á beit og enn var því<br />

stöðvað. Fólk þusti út og mundaði vélarnar. Eins og allir vita eru kýr forvitnar og þessar komu<br />

því nær og flestar með júgurhöld. Segir þá ein konan stundarhátt. „Nei sko hvað Íslendingar eru<br />

siðsamir. Meira að segja kýrnar ganga með brjóstahöld“.<br />

Svo vil ég þakka öðrum ritnefndarmönnum fyrir þeirra fórnfúsu vinnu.<br />

Bestu aðventu- og jólakveðjur,<br />

f.h. ritnefndar Hannes Blandon.<br />

Ritnefnd Eyvindar<br />

1. TÖLUBLAÐ • 21. ÁRGAGNUR<br />

Forsíðumynd:<br />

Ysti hluti Staðarbyggðar<br />

Ljósmynd:<br />

Benjamín Baldursson<br />

Útgáfa:<br />

Menningarmálanefnd<br />

Eyjafjarðarsveitar<br />

Prófarkarlestur:<br />

Bryndís Símonardóttir<br />

Umbrot og prentun:<br />

GuðjónÓ – vistvæn prentsmiðja<br />

Efnisyfirlit<br />

Illur lækur eða Heimasetan .. 4<br />

Búsetan hverrar krónu virði . 8<br />

Föndurfreyja ............................ 10<br />

Kristnesþorp ............................ 12<br />

Hvalbeinin á Hrafnagili ......... 13<br />

Mamma og Gunna ................. 14<br />

Ljóð – Kristín Sigfúsdóttir .... 14<br />

Ferðalag Karlakórsins ............ 16<br />

Strákarnir hans Hreiðars....... 18<br />

Dagur íslenskrar tungu.......... 20<br />

Kristín frá Skriðu .................... 22<br />

Ábæjarferðin ........................... 23<br />

Addi og Addi ........................... 24<br />

Tónlistaskólinn 25 ára ........... 28<br />

U.M.F. Samherjar .................... 30<br />

Ljósmyndir ............................... 32<br />

Kvenfélögin .............................. 34<br />

Kvenfélagið Iðunn .................. 35<br />

Sigríður Schiöth ...................... 37<br />

Örnefni ..................................... 41<br />

Theodóri og Guðmundu ....... 48<br />

Vísur Hallmundar .................. 52<br />

Héraðsskjalasafnið ................. 53<br />

Ávarp til Eyfirðinga ................ 57<br />

Páll Ingvarsson ........................ 59<br />

Rímur ........................................ 60<br />

Skírnir, fermingar, giftingar<br />

og andlát ................................... 61<br />

Prentgripur<br />

Benjamín Baldursson<br />

Ingibjörg Jónsdóttir<br />

Hannes Örn Blandon<br />

Margrét Aradóttir<br />

Páll Ingvarsson<br />

Helga Gunnlaugsdóttir

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!