08.01.2014 Views

Eyvindur 2013

XXII. árgangur – desember 2013

XXII. árgangur – desember 2013

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

46 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

Suður við lækinn, norðan við Brunnhól, var Brunnurinn. Þar<br />

var allt bæjarvatn halað upp. Brunnflöt er norðan við Brunninn.<br />

Vörðuhúshóll heitir melhóll nokkuð fyrir ofan túnið og ber<br />

nær í beina línu að Hálsi. Sunnar og ofar eru tóftarbrot. Hétu þau<br />

Vörðuhús, og öll þessi hæð er kölluð Vörðuhús. Sundið neðan<br />

við Vörðuhús heitir Prestshússund og hallið Prestshúshall.<br />

Árbakkinn norðan við Lækjargil heitir Svartibakki. Yst á honum<br />

er hrúga stórra steina, er kallast Stórusteinar. Hylur í ánni þar<br />

norðan við kallast Hundapollur. Steinn mikill, er stendur upp úr<br />

ánni norðan við Hundapoll, heitir Stóristeinn.<br />

Sauðhús er norður af Melgerðisslætti, um 70 föðmum norðan<br />

við túnið, og er sennilegt, að býlið Keppsteigur hafi verið þar, en<br />

það fór í eyði um 1660.<br />

Viðauki:<br />

Klaustur var í Saurbæ í katólskum sið. Ekki vita menn hvar það<br />

hefur staðið, en giskað er á, að klausturhúsin hafi staðið beint<br />

suður af kirkju.<br />

Klaustur þetta stóð ekki lengi, líklega ekki lengur en um 30 ár.<br />

Stofnaði það Brandur biskup Sæmundarson (á Hólum). Talið er<br />

að 3 ábótar hafi verið þar.<br />

Hrafnagilshreppur<br />

Grísará<br />

Grísará er lítil jörð og hefur um skeið verið í eyði en nýtt af búendum<br />

á Kroppi. Árið 1712 er þessi jörð sjálfstætt býli og talin<br />

tuttugu hundraða jörð. E. t. v. verður hún innan tíðar aftur<br />

sjálfstætt ábýli, því að nú er hún orðin eign ylræktarbóndans á<br />

Laugarbrekku (hjá Reykhúsum), og byrjað er á að byggja upp á<br />

jörðinni. Tengist hún því Kristnesstorfunni, en tilheyrði áður<br />

Hrafnagilsjörðum, en svo nefndust einu nafni Hrafnagil, Hranastaðir,<br />

Botn og Grísará. Eru til þinglýst sameiginleg landamerki<br />

fyrir þessar fjórar jarðir. (Þingl. árið 1889).<br />

Norðurmerki Grísarár-landareignar eru um Byrgisholt,<br />

Byrgisholtsklöpp, Nýlenduklöpp, Syðri-Gildrur, Piltsholt,<br />

Grísárdalshóla og upp á fjall utan við Ytri-Tvílæk. Suðurmerkin<br />

eru sunnan við Stóralæk, sem fellur í Reyká, og í Bungum efst<br />

áfj a l l i n u .<br />

Ofan við bæjarstæðið er há brekka, sem heitir Grísarárbrún.<br />

Sunnan við túnið heitir Grísarárgerði. Milli þess og túnsins eru:<br />

Yztalaut, Miðlaut og Gerðislaut, Neðar er Grísarármýri. Þar<br />

standa nýju byggingarnar.<br />

Gildrurnar eru brekkur, sem ná yfir norðurmerkin. Sunnan við<br />

þær er Grísarárselbrekka og ofan hennar Efri-Selbrekka.Upp<br />

með norðurmerkjunum, vestan Selmýrar, eru svonefndir Hryggir.<br />

Niður með þeim að sunnan falla Tvílækir og Stórilækur og<br />

sameinast Reyká. Sunnan við Hryggi eru nafnlaus tóftabrot, e. t.<br />

v. fornt heystæði.<br />

Gott ásauðarland var talið ofan við Hryggi, enda eru þar tvínefnin<br />

Efri-Smjörbrekkur og Neðri-Smjörbrekkur. Þar sem<br />

efri brekkurnar ná lengst til suðurs er Dýjareitshóll, sem er<br />

framhald Bungna í Kroppslandi. Hóllinn er rétt við merkin.<br />

Uppi á brún háfjallsins gnæfir tindurinn Stóri-Krummi.<br />

Kroppur<br />

Kroppslækur (bæjarlækurinn) kemur rakleitt ofan undan Súlnatindum.<br />

Stefnir hann lengst af norðan við bæinn, en beygir þó<br />

að lokum suður fyrir hann og fellur þannig gegnum túnið í Eyjafjarðará.<br />

Suður og upp frá bænum, en sunnan lækjarins, heitir<br />

Tunga. Nú er öll sú spilda og túnið suður að Grísarármerkjum<br />

nefnt Nýræktin. Þar syðra var áður hjáleigan Litli-Kroppur, er<br />

hét öðru nafni Kroppshús, sem Á. M. telur að farið hafi í eyði<br />

árið 1670, eða því sem næst.<br />

Norðurmerkin eru við Öldulæk, sem rennur sunnan við Kristnessöldu.<br />

Rétt sunnan við merkin á bakka Eyjafjarðarár er dálítil<br />

bakkatota, sem heitir Byttunes. Þar var löngum hafður prammi,<br />

til að fara á yfir ána til heyskapar því að mest allt KroppsengI<br />

var austan ár. Þar er Kárapollur, sem um getur í Reykdælasögu.<br />

Alllangt uppi í brekkunum norðan bæjarlækjar er gömul seltóft,<br />

er heitir Kroppssel og norður frá því er Kroppsselsbrekka,<br />

oftast nefnd Selbrekka.Upp af Selbrekku eru Selmýrar og Selenni<br />

þar ofan við. Þar eru þrjár lágar, Yzta,- Mið - og Syðstalág,<br />

allar vel grösugar. Utan við lækinn, ofan Enna eru Selhólar.<br />

Einn þeirra heitir sérstaklega Neðstiselhóll. Sunnan við Selhóla<br />

eru Mýrarnar og syðst á þeim Piltsholtið. Grísarárdalshólar<br />

eru ofan við Mýrarnar, og neðstur af þeim er Tvísteinshóll, er<br />

heitir svo eftir tveim stórum móbergssteinum, sem standa uppi á<br />

honum. Grísarárdalur, sem raunar er aðeins drag, liggur í sveig<br />

norðvestur yfir Byrgishólinn. Yzt í Grísarárdal er Dældarsteinn,<br />

en vestan dalsins Mórauðahæð. Suður frá henni er melhóll, vaxinn<br />

grasi neðan til. Þetta er Smalinn. Er mjög viðsýnt af honum.<br />

Áður var getið um Kroppsengi, sem er austan ár. Það heitir<br />

líklega upphaflega Kroppsnes. Þar er Syðrikíll syðst og Ytrikíll<br />

yzt. Milli þeirra er Efranes, en Alda vestur þaðan að ánni. Aldan<br />

er þurr og sléttur teigur. Þar norðan við er Kríutjörn nærri<br />

árbakkanum. Hún hefur þornað mjög upp á síðari ánum, en<br />

fyrrum var hún vaxin miklu fergini. Umhverfis tjörnina er<br />

Kríutjarnarmór Hann var áður fyrr mjög þýfður, en hefur sléttast<br />

mikið af framburði árinnar.<br />

Austurmörk þessa Kroppsengis heitir Langiskurður. Hann<br />

var gerður um 1860, þegar Staðarbyggðamýrar voru ræstar fram.<br />

Kristnes og Reykhús, Hjálmsstaðir og Klúkur<br />

Hið forna Kristnes hefur verið stór jörð, náð að Stóra-Eyrarlandi<br />

til norðurs, enda koma enn í dag saman lönd þessara jarða ofan<br />

við allar hinar, sem eru á milli þeirra. Suðurmerki Kristness eru<br />

við Öldulæk, eins langt og hann nær til fjalls, eða upp undir Tvísteinshól.<br />

Þaðan ræður bein lína til fjallsbrúnar.<br />

Norðan Hjálmsstaða, sem nú hafa að fullu verið lagðir til<br />

Reykhúsa, eru tvær klappir á merkjunum, Álfkonuklöpp neðar<br />

og Bogaklöpp ofar. Sú fyrrnefnda er oftast nefnd Konuklöpp.<br />

Þar átti að hafa sézt álfkona. Á litlum mel sunnan og neðan við<br />

Klúku var merkjavarða, en þaðan liggur línan beint til fjalls um<br />

Selvörðu, sem er rétt norðan við Hjálmsstaðasel að Garði, en<br />

það er hjalli, sem Kristnessmerkin fylgja út og upp fjallið ofan<br />

við bæinn Teig. Þau merki halda áfram um Dauðavörðu, sem er<br />

upp frá Teigi, Gudduhól í Gilsárbotnum og stefna loks á Steinmenn<br />

á Steinamannabrún, eða aðeins sunnan við þá. Norðurmerkin<br />

þaðan liggja um Stakaklett og Ytri-Súlu í egg fjallsins.<br />

Gudduhólsmýri er við samnefndan hól.<br />

Syðst og neðst í Kristnesslandi við Eyjafjarðará er Aldan.<br />

Meðan ferðast var á hestum þótti hún sjálfsagður áningarstaður,<br />

og þar var aldrei borinn ljár í jörð, því að hestar ferðamanna sáu<br />

jafnharðan fyrir því, sem þar óx úr jörðu. Út með ánni þaðan<br />

mun vera hið eiginlega Kristnes, nú nefnt Kristnessengi. Ytri<br />

hluti túnsins og spilda alllangt upp eftir er nú afgirt svæði heilsuhælisins,<br />

Kristnesshælis, sem byggt var 1924. Þar sem golfvöllur<br />

Hælisins er var Imbugerði og Imbugerðishús (fj á r h ú s).Hornhús<br />

voru þar, sem aðalhælisbyggingin er. Rétt neðan við starfsmannahúsið,<br />

þar sem nú er geymsluskáli, voru Götuhús (einnig<br />

fj á r h ú s).

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!