08.01.2014 Views

Eyvindur 2013

XXII. árgangur – desember 2013

XXII. árgangur – desember 2013

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

56 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

setja persónuleg gögn á safn en við því er hægt að bregðast með<br />

því að hafa þau lokuð um einhvern ákveðinn tíma. Skjölin eru<br />

öruggust á safni hvort sem um trúnaðarmál er að ræða eða ekki.<br />

Gögn sveitarfélaga og stofnana þeirra sem bundin eru trúnaði<br />

verða það áfram og ekki síður þó þau flytjist á héraðsskjalasafn.<br />

Aðgangstakmarkanir fara eftir lögum um Þjóðskjalasafn, upplýsingalögum,<br />

persónuverndarlögum og stjórnsýslulögum.<br />

Komum skjölum á safn og heiðrum þar<br />

með minningu fólksins<br />

Með því að koma skjölum forfeðra eða formæðra, nú eða einhvers<br />

félags, fyrirtækis eða hrepps á safn er verið að tryggja<br />

örugga varðveislu þeirra og bjarga sögulegum verðmætum sem<br />

annars yrðu engum að gagni. Einnig og ekki síður er verið að<br />

heiðra minningu fólksins, sýna verkum þeirra sóma og bæta við<br />

í heildarmynd af sögu héraðsins og þjóðfélagsins. Þið sem hafið<br />

undir höndum eitthvert gamalt dót, bréf, fundargerðir, handskrifaðar<br />

bækur eða eitthvað slíkt sem þið vitið ekki hvað er, eða<br />

vitið ekki hvað á að gera við, hafið endilega samband við safnið<br />

og fáið ráðgjöf eða heimsókn á staðinn. Frumskjalið er best varðveitt<br />

á safninu og hægt er að fá afrit af því á ýmsu formi.<br />

Héraðsskjalasafnið er til húsa í Brekkugötu 17 á Akureyri.<br />

Lestrarsalur er þar opinn fimm daga vikunnar, þar er hægt að fá<br />

skjölin lánuð til notkunar en ekki til útláns. Á lestrarsalnum er<br />

einnig gott safn handbóka í ættfræði og þar má finna manntöl og<br />

kirkjubækur af öllu landinu.<br />

Á vefsíðunni http://www.herak.is/ má finna allar frekari upplýsingar<br />

um safnið og þar á meðal skrár yfir safnefnið.<br />

Aðalbjörg Sigmarsdóttir<br />

Allt er fallegt í Eyjafjarðarsveit.<br />

Mynd: Freydís Heiðarsdóttir.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!