08.01.2014 Views

Eyvindur 2013

XXII. árgangur – desember 2013

XXII. árgangur – desember 2013

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 21<br />

Björkin.<br />

Furan.<br />

byrjaði strax í september á því að börnin fóru í vettvangsferð í<br />

námunda við Hrafnagilsbýlið og sáu þar kú eina og yfirgefna út<br />

á túni. Í framhaldi af þessum fundi vöknuðu ótal spurningar sem<br />

börnin vildu fá svör við. Hvað var kýrin að gera þarna alein í kuldanum?<br />

Var hún týnd? Hver átti hana? Var einhver að leita hennar?<br />

Rætt var um hvort börnin þekktu einhver ævintýri um kýr og<br />

barst þá talið fljótt að sögunni um Búkollu. Þetta var sem sagt<br />

kveikjan að verkefninu sem átti sannarlega eftir að vinda upp á sig.<br />

Börnin vildu fara á bókasafnið og fá lánaðar bækur með sögum af<br />

kúm. Ýmsar útgáfur af Búkollusögu voru fengnar að láni og lesnar.<br />

Margvíslegar umræður og vangaveltur áttu sér stað. Sem dæmi<br />

má nefna spurningar eins og hvers vegna var kýrin svo mikilvæg<br />

í sögunni um Búkollu? Hvaða afurðir koma frá kúnum? Hvernig<br />

eru þær framleiddar? Hvernig var lífið í „gamla daga“? Voru sömu<br />

hlutir mikilvægir þá og nú? Hvers vegna fékk sögupersónan nýja<br />

skó áður en hún lagði af stað að leita? Börnin fóru í heimsóknir í<br />

Hrafnagil og fylgdust með mjöltum og fengu gefins mjólk í brúsa.<br />

Þau fengu heimsókn frá Minjasafninu þar sem þau kynntust<br />

áhöldum og aðferðum sem notaðar voru til að vinna úr mjólkinni<br />

fyrir tíma mjólkursamlaganna. Í framhaldi af því bjuggu þau til sitt<br />

eigið smjör og ost úr Hrafnagilsmjólkinni og notuðu á brauðið sitt<br />

í nónhressingunni þann daginn. Mikil sköpun átti sér stað í verkefninu<br />

þar sem börnin unnu ýmiskonar myndverk, sömdu sína<br />

eigin útgáfu af sögunni og útbjuggu skuggaleikhús, máluðu með<br />

foreldrum sínum myndir úr ævintýrinu á foreldradegi, sömdu<br />

saman ljóð og leikþátt. Á uppskeruhátíðinni fluttu börnin ljóðin<br />

og leikþáttinn. Þar voru margar Búkollur, skessur og karlssynir<br />

og einfaldar og skemmtilegar tæknibrellur notaðar við að búa til<br />

vatnið sem og að láta það hverfa þegar nautið svolgraði það allt í<br />

sig. Eldurinn var líka áhrifamikill og mátti næstum heyra í honum<br />

snarkið þegar börnin hristu „logana“ sína. Að lokum fengu gestir<br />

að sjá skuggaleiksýninguna og hlýða á Búkollusögu barnanna<br />

ásamt því að sjá skyggnukynningu á verkefninu. Nemendur og<br />

starfsfólk fór stolt og ánægt heim eftir vel heppnaðan dag og þó<br />

að það sé ferlið sjálft sem skiptir mestu máli í námi barnanna þá<br />

er líka gaman og gagnlegt að fá til sín góða gesti, sýna starfið og<br />

uppskera.<br />

Úr Krummakoti sendum við öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar<br />

góðar óskir um indæla aðventu og gleðileg jól. Fyrir hönd starfsfólks,<br />

Hugrún Sigmundsdóttir, leikskólastjórnandi.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!