08.01.2014 Views

Eyvindur 2013

XXII. árgangur – desember 2013

XXII. árgangur – desember 2013

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

44 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

Út og ofan frá bænum heitir Sigtúnamóar allstór fláki, sem<br />

nú er ræktað land. Svarðargrafir eru beint vestur frá bænum alllangt<br />

niður frá, skammt frá merkjunum. Þar er Svarðarholt.<br />

Sunnan túns er Suðurengi að Borgarhólsmerkjum. Gerði heitir<br />

sunnan við Sigtúnalækinn. Hesthúsvöllur er utan við bæinn.<br />

Ofan við hann var ákaflega krappur grasmór, sem hét Kvíamór,<br />

nú tún.<br />

Ofan við tún heitir allstórt svæði Sigtúnamýrar. Nær það upp<br />

undir Skriður neðan fjallsins. Grundir nokkrar á norðurmerkjunum<br />

efra heita Hvítubalar. Þar er og Torfholt.<br />

Engjateigur einn heitir Soffíupartur. Hann er neðst í Suðurengi,<br />

kenndur við gamla konu, sem heyjaði þar, ein síns liðs.<br />

Þá er komið að fjallinu, sem oft er nefnt Sigtúnafjall innan<br />

landamerkja þessarar jarðar. Heitir þar syðst Syðri-Stekkjartunga<br />

frá Smáragili að Bæjarlækjargili og upp að klettum fjallsins.<br />

Grasfláki uppi í henni ofarlega og sunnarlega heitir Torfa.<br />

Saurbæjarhreppur<br />

Jórunnarstaðir<br />

Merkin milli Jórunnarstaða og Leynings eru í Ytra-Básgili niður<br />

við Eyjafjarðará. Út frá Básgilinu er Suðurengið. Básarnir eru<br />

upp undan Básgilinu, og liggja merkin um Mið-Básinn. Mið-Báshóllinn<br />

er norðan við Mið-Bás. Þá kemur Yzti-Bás og Yzti-Báshóll.<br />

Selgilið er norðan undir Yzta-Báshólnum. Utan við Selgilið<br />

eru tóftarbrot, sennilega seltóftir. Kinnungurinn er neðan við<br />

Ysta-Bás. Út og fram af Selgilinu er Himneskibollinn og Himneskabollahóll<br />

norðan hans.<br />

Ártún<br />

Næst ánni: Undirmór, Hvammar, Bakki, Eyrar, Sandur, sem hét<br />

áður Sauðhúsmór, þá er Krappimór og yzt Stóruskriðufótur.<br />

Ofar eru þessi örnefni, talin frá suðri til norðurs: Mór, Fit, Kot,<br />

Hæð, Stekkjarskriða, og ofan Hvamma er Hvammabrekka,<br />

Túnið (hið gamla tún á Skáldstöðum), Bæjarskriða, Grundir,<br />

Stóruskriðulaut og Stóraskriða.<br />

Skáldstaðir<br />

Um nafnið Kot skal það tekið fram, að þar er sagt að hafi verið<br />

býli, og sást þar glögglega fyrir garði, sem umlukti um þrjár dagsláttur<br />

lands, einnig nokkrar húsatóftir, áður en landið var brotið.<br />

Mun þetta kot hafa verið fyrir sunnan eða sunnan og neðan við<br />

Skáldstaði.<br />

Ofan við þá staði er áður voru nefndir, skal enn talið, sunnan<br />

frá: Enni, Efri- og Neðri- Háaskriða á merkjunum, Kinnungur,<br />

Kinnungalækur, Stekkur, Stekkjarlág, Stekkjargil og<br />

Stekkjarrimi, sem er sunnan við Stekkjargilið en norðan við er<br />

Arnþórulágarrimi.<br />

Út og fram af Ártúni er vað á ánni, sem Gantrésvað er kallað<br />

og Skáldstaðavað af Skáldstaðabakka.<br />

Kolgrímastaðir<br />

Upp undan bænum er Bæjarhóllinn og Ytra-Bæjargil norðan<br />

hans. Fjárhúsin stóðu þá utan við Bæjarlækinn, norðan bæjarins.<br />

Um páskana, þ.e. annan páskadag 1919, féll snjóflóð á fjárhúsin,<br />

sem tók sig upp í Bæjarlæksgilinu. Tók það fjárhúsin og<br />

drap um 40 ær, en fáar sluppu lifandi. Voru húsin ekki byggð þar<br />

aftur.<br />

Utan og ofan við túnið, utan Stóragils, er Bláaskriðan. Þjóðvegurinn<br />

liggur gegnum túnið og norður Höllin.<br />

Séð yfir á austurbakkann og inn í Þverárdal.<br />

Gullbrekka<br />

Í jarðabók Árna og Páls segir, að hreppurinn hafi kallast Gullbrekkuhreppur<br />

eða Gullhreppur fyrr á tímum. Má vera, að það<br />

hafi verið fremri hlutinn af Saurbæjarhreppi.<br />

Á bænum var bænahús eða hálfkirkja og stóð hún fram á 18.<br />

öld, eða til bólunnar. Yzt á bæjarhlaðinu eða út og fram af því var<br />

hóll, sem Kirkjuhóll hét. Hefur kirkjan sennilega staðið þar.<br />

Skammt norðan við bæinn fellur Gilsáin í samnefndu gili. Stutt<br />

fyrir sunnan gilið og utan og ofan við bæinn er hóll, sem Helguhóll<br />

heitir. Þar er sagt, að kona, er Helga hét, hafi verið grafin, og<br />

dregur hóllinn nafn af því. Skammt sunnan við hólinn eru steinar<br />

miklir, sem Klappir kallast. Fyrir ofan þær er Olnboginn. Hann<br />

dregur nafn af því, að þar breytir Gilsáin um stefnu, þar sem hún<br />

kemur sunnan dalinn og beygir til austurs um Olnbogann. Fyrir<br />

sunnan Klappirnar er flötur, er Hjalli heitir, en Mýrarhjallinn<br />

er neðan við. Þar fyrir sunnan og neðan er Háaleiti. Í kringum<br />

Háaleiti eru Háaleitismóar. Utan og neðan við er Fjárréttin,<br />

sem einnig var Stekkurinn og þar niður undan eru Grænutóftir.<br />

Þar er talið að hafi verið bær til forna og sjást þar enn tóftarbrot.<br />

Munnmæli herma að býli þetta hafi heitið Gulltunga. Eitt sinn<br />

féll skriða á bæinn. Fórst þar bóndinn og fannst hendin af honum<br />

síðar. Sagt er, að bærinn hafi þá verið byggður aftur.<br />

Utan og neðan við túnið er steinn, er Prófastur heitir, en<br />

nokkru utar er Vatnsstokkur. Hann hefur verið hlaðinn upp til<br />

að veita vatni úr Gilsánni.<br />

Gilsá<br />

Fyrir ofan alla bæi frá Gilsárgili og út og upp að Djúpadalsá virðist<br />

hafa verið garður til forna, sennilega vörzlugarður. Sjást þess<br />

enn merki á stöku stað, nema þar sem skriður hafa fallið og þar<br />

sem jarðvegur er linur og deiglendur, þar er hann siginn í jörð eða<br />

horfinn með öllu.<br />

Tvö eyðibýli eru í landi Gilsár. Annað var Litla-Gilsá. Hefur<br />

það annaðhvort verið þar sem Gerðið er nú, sem hefur verið fjárhús<br />

um langan aldur, eða sunnan og neðan við Gerðið, skammt<br />

frá gilinu, en þar hafa til skamms tíma verið tóftarbrot nokkur.<br />

Hallazt fleiri að því, að bærinn hafi verið þar. Býli þetta fór í eyði<br />

1632.<br />

Steinagerðishæð er utan og ofan við túnið. Sunnan til á hæðinni<br />

var býlið Steinagerði, er lagðist í eyði um 1707 eða 1708, að<br />

líkindum vegna skriðufalla úr fjallinu.<br />

Fyrir utan og framan Steinagerðishæð er djúp laut upp og ofan,<br />

er nefnizt Djúpalaut. Í henni er Dýið, uppsprettulind, er aldrei<br />

þornar.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!