08.01.2014 Views

Eyvindur 2013

XXII. árgangur – desember 2013

XXII. árgangur – desember 2013

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

50 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

Fjölskyldan á Tjarnalandi um jólin 1970. Aftari röð: Díana, Ólafur,<br />

Finnbogi, Kristján, Theodór, Fanney, Auður og Helga. Fyrir framan eru<br />

Gunnhildur, Theodór, Guðmunda og Svava.<br />

þau afnot af forstofuherbergi á fyrstu hæðinni sem þau notuðu<br />

sem stofu fjölskyldunnar og enn síðar bættist, s.k. norðurstofa<br />

við sem svefnherbergi þar sem í kjallaranum var oft raki vegna<br />

slakrar upphitunar og lélegrar einangrunar.<br />

Theodór reisti sér smá verkstæðishús norðan við lækinn á<br />

Ytri-Tjörnum. Var það gamall herbraggi sem hann hafði keypt<br />

til flutnings og steypti undirstöður undir. Í honum var um tíma<br />

rekin þó nokkur starfsemi, því auk viðhalds eigin bíla og skurðgröfunnar,<br />

þá tók hann að sér að gera við bíla og dráttarvélar<br />

sveitunganna. Var oft gestkvæmt á heimilinu í tengslum við<br />

þessa starfsemi því eigendurnir voru oft að aðstoða og flýta fyrir<br />

verkum, t.d. með því að slípa ventla í vélunum, þrífa og ýmislegt<br />

fleira, og voru þá oft í fæði dag og dag, stundum jafnvel vikum<br />

saman. Vildi það brenna við að það gleymdist að láta Guðmundu<br />

vita af þessum matargestum fyrirfram.<br />

Þetta voru tímar fátæktar og skorts á öllum sviðum. Það var<br />

skömmtun á ýmsum nauðsynjavörum og ekki allt hægt að kaupa<br />

jafnvel þótt peningar hefðu verið til. Allt þurfti að sauma og<br />

prjóna heima. Allan mat að laga og stundum var sem maturinn<br />

yrði til úr engu, svo sem súpa úr lituðu vatni og ediki ásamt örfáum<br />

grjónum. Þá voru ber og rabarbari mikil búbót. Eldavélin<br />

var kynt með kolum því ekkert var rafmagnið, þangað til ljósavélin<br />

kom og hún dugði aðeins til lýsingar. Þvottur var þveginn<br />

með frumstæðum aðferðum þar til rafveita var lögð um sveitina<br />

á árunum 1955-57, þá kom fljótlega rafmagnsþvottavél með<br />

handknúinni vindu á Ytri-Tjarnarheimilið. Sú vél var þó engan<br />

veginn í líkingu við sjálfvirkar þvottavélar nútímans.<br />

Alls eignuðust Guðmunda og Theodór 10 börn. Þau eru: Díana<br />

Sjöfn, fædd 1941, Ólafur Helgi fæddur 1947, Fanney fædd 1948,<br />

Kristján Helgi fæddur 1949, Vigdís Helga fædd 1952, Finnbogi<br />

Helgi fæddur 1955, Auður fædd 1956, Theodór fæddur 1958,<br />

Svava fædd 1960 og Gunnhildur Freyja sem fædd er 1961. Ólafur,<br />

Fanney, Kristján og Helga fæddust heima á Ytri-Tjörnum. Finnbogi<br />

var fysta barnið hennar Guðmundu sem hún fæddi á fæðingardeild<br />

Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri sem hafði verið<br />

opnuð síðla árs 1953 en þar fæddust einnig systkinin fjögur sem<br />

á eftir komu.<br />

Kristján og Fanney, foreldrar Theodórs voru á þessum tíma<br />

orðin nokkuð öldruð og þjónuðu Guðmunda og Þuríður svilkona<br />

hennar, sem gift var Baldri bróður Theodórs og sem einnig bjó á<br />

Theodór og Guðmunda. Myndin er tekin vorið 1972 á Tjarnalandi.<br />

Ytri-Tjörnum tengdaforeldrum sínum, þrifu hjá þeim og þvoðu<br />

af þeim meðan þau lifðu. Fanney dó 1955 og Kristján í ársbyrjun<br />

1956 en Baldur og Þuríður tóku þá við búinu.<br />

Þau fluttu í Freyvang<br />

Vorið 1957 hófst nýr kafli í lífi fjölskyldunnar þar sem nýbyggt<br />

félagsheimili hreppsins, Freyvangur, var þá tekið í notkun og<br />

réðust hjónin sem húsverðir þangað. Þar uppi á lofti er lítil íbúð<br />

ætluð húsverði, rétt rúmir 50 fermetrar að flatarmáli. Þrjú herbergi<br />

og eldhús, auk kvikmyndasýningarherbergis sem var íbúðinni<br />

oftast til afnota í raun. Allar eru þessar vistaverur fremur<br />

smáar miðað við nútímakröfur. Í þessa íbúð fluttu þau um vorið<br />

með sjö börn og þrjú bættust síðan við á næstu fjórum árum.<br />

Díana var að vísu að mestu farin að heiman til náms og vinnu útí<br />

frá er hér var komið sögu. Á móti smæðinni vann að íbúðin var<br />

ný og með nýtísku baðherbergi og þægindum sem þau höfðu ekki<br />

átt að venjast áður.<br />

Í Freyvangi voru þau líka meira útaf fyrir sig, þó þau væru auðvitað<br />

í þjónustu sveitunganna og mikil umferð fólks væri oftast<br />

um húsið.<br />

Þau sáu um undirbúning fyrir samkomuhald, sem gat oft orðið<br />

býsna umfangsmikið á þessum fyrstu árum félagsheimilisins,<br />

þegar á stundum voru dansleikir um hverja helgi yfir sumartímann<br />

og stundum bæði föstudags- og laugardagskvöld. Það þurfti<br />

að kaupa inn sælgæti og gosdrykki, það var verkefni Theodórs.<br />

Gosdrykkirnir voru geymdir í skansinum undir tröppunum á<br />

sunnanverðu húsinu en sælgætið var geymt í litlu herbergi nyrst<br />

í húsinu. Guðmunda sá um að þrífa eftir dansleikina og var það<br />

ærin vinna en Theodór gekk frá glerjum og tíndi upp rusl í kringum<br />

húsið, með hjálp barnanna ef svo bar undir.<br />

Og svo var það Tjarnaland<br />

1965 urðu enn kaflaskipti, er þau réðust í að kaupa smábýlið<br />

Tjarnaland af Hrund og Einari, systur og mági Theodórs, en það<br />

var byggt úr landi Ytri-Tjarna. Theodór átti fyrir álíka spildu<br />

samliggjandi sem hann fékk í sinn arfshlut og hafði ætlað sér að<br />

byggja sér býli á, en ekki orðið af. Sú spilda var kölluð Tjarnagerði,<br />

og var hún nú lögð við Tjarnaland og hafinn búskapur með u.þ.b.<br />

13 kýr og 20 ær.<br />

Búið var ekki sérstaklega vel vélvætt, vélakosturinn saman-

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!