08.01.2014 Views

Eyvindur 2013

XXII. árgangur – desember 2013

XXII. árgangur – desember 2013

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 49<br />

Fjölskyldan í Freyvangi 1961 við skírn Gunnhildar. Frá vinstri: Helga, Ólafur, Kristján, Finngogi, Fanney, Theodór yngri, Guðmunda sem heldur á<br />

Gunnhildi, Theodór sem heldur á Svövu, Auður, Díana, séra Benjamín og Jónína kona hans.<br />

lést 10 dögum fyrir fæðingu hennar. Hún var næst yngst í röð<br />

átta alsystkina, auk þess sem hún átti tvö hálfsystkini, samfeðra.<br />

Voru það fjórar stúlkur og sex drengir. Ólst hún upp í Krossadal<br />

fyrstu fimm ár ævinnar, eða þar til faðir hennar dó árið 1923.<br />

Var heimilið þá leyst upp og fór hún í vist með móður sinni og<br />

yngsta bróður, Hermanni Bjarna, á ýmsa bæi við Tálknafjörð,<br />

m.a. á Sellátra, í Höfðadal, og líklega víðar. Móðir hennar giftist<br />

aftur, Ólafi Kristni Ólafssyni og fluttu þau síðar til Patreksfjarðar<br />

þar sem þau bjuggu æ síðan. Guðmunda fór að heiman veturinn<br />

1938-39 til náms í Húsmæðraskólanum Ósk á Ísafirði sem<br />

reyndist henni gott veganesti í hennar lífsstarfi.<br />

Og hún gerði eitt og annað líka<br />

Eftir það var hún hjá móður sinni og stjúpa á Patreksfirði og vann<br />

við saumaskap o.fl. næstu árin. Þann 3. ágúst 1941 eignaðist hún<br />

dótturina Díönu Sjöfn Helgadóttur. Um tíma voru þær mæðgur<br />

í vist hjá Hermanni Bjarna, yngsta bróður hennar, sem var bóndi<br />

þá á Öskubrekku við Arnarfjörð.<br />

Haustið 1945 lögðu þær land undir fót þar sem Guðmunda<br />

hafði ráðið sig í vist á Akureyri þá um veturinn. Sumarið 1946<br />

réðist hún síðan til starfa sem vinnukona á Borgarhóli í Öngulsstaðahreppi<br />

hjá hjónunum Jóni Sigurðssyni og Sigríði Stefánsdóttur.<br />

Tildragelsi<br />

Á meðan á Borgarhólsdvölinni stóð var Jón, af einskærri hjálpsemi<br />

auðvitað, alltaf annað slagið að benda Guðmundu á hina og<br />

þessa piparsveina hreppsins, s.s. Valdimar Bjarnason sem bjó á<br />

Björk og einhverja fleiri. En allt kom fyrir ekki, hún sá engan sem<br />

henni leist vel á. Svo kom að því tveim vikum áður en þær mæðgur<br />

skyldu halda heim að Jón bauð Theodóri vini sínum á Ytri-<br />

Tjörnum í heimsókn. Þá kviknaði eitthvað ljós hjá Guðmundu og<br />

þegar Theodór var farinn spurði hún Jón afhverju hann hefði ekki<br />

verið búinn að sýna henni þennan fyrr.<br />

Ekki þýddi að drolla neitt þar sem tíminn var naumur, hann var<br />

að fara í viku fjallaferð með einhvern karlahóp og hún var á leiðinni<br />

heim eins og áður sagði. Theodór dreif í að bjóða öllu Borgarhólsfólki<br />

í bíltúr, þar með talið kaupakonunni og dóttur hennar.<br />

Þegar heim kom um kvöldið drógu Jón og Sigga sig fljótlega í hlé<br />

og leyfðu turtildúfunum að kynnast betur og spjölluðu þau fram<br />

eftir nóttu. Eitthvað var Theodór óframfærinn sem varð næstum<br />

til þess að hann missti af þessu góða konuefni. Guðmunda<br />

var farin til Akureyrar og beið brottfarar en þá greip Jón bóndi í<br />

taumana og tók vin sinn með sér til Akureyrar kvöldið áður en<br />

Guðmunda lagði í haf með Esjunni vestur og Theodór bauð henni<br />

út. Þar með var teningnum kastað. Þau náðu samkomulagi um að<br />

þær mæðgur kæmu aftur norður seinna um haustið og komu þær<br />

síðan alkomnar til Eyjafjarðar um 20. nóvember 1946.<br />

Seinna kom á daginn að Theodór hafði nú svosem verið búinn<br />

að sjá þessa föngulegu stúlku einhverntíman á skemmtun í þinghúsinu<br />

á Þverá. Hann sat upp í brekkunni, sennilega með Jóni<br />

vini sínum sem trúlega hefur bent honum á hana þar sem hún var<br />

á gangi fyrir neðan brekkuna.<br />

Þann 24. nóvember var trúlofun þeirra hjónaleysanna síðan<br />

opinberuð og tæpum mánuði seinna, þann 21. desember var<br />

brúðkaup þeirra haldið á prestssetrinu að Syðra-Laugalandi. Séra<br />

Benjamín Kristjánsson, bróðir Theodórs, gaf þau saman í hjónaband<br />

og svaramenn voru þeir Baldur Kristjánsson sem einnig<br />

var bróðir brúðgumans og Finnur Jóhannesson á Ytra-Laugalandi<br />

sem var mikill vinur hans. Ættingjar brúðarinnar áttu um<br />

langan veg að fara og því fátt um þá við brúðkaupið. Ekki er vitað<br />

til að haldin hafi verið nein stór veisla af þessu tilefni en einhver<br />

dagamunur var gerður með kaffidrykkju þar á staðnum hjá séra<br />

Benjamín og Jónínu konu hans og glösum lyft í tilefni dagsins.<br />

Og brauðstritið hófst<br />

Hófst nú brauðstrit nýgiftu hjónanna heima á Ytri-Tjörnum þar<br />

sem þau settust að til að byrja með. Þar var nokkuð þröngt á þingi<br />

fyrir og ekki mikil salarkynni aflögu fyrir hina nýju fjölskyldu svo<br />

að fljótlega innréttuðu þau sér litla íbúðarkytru í kjallaranum sem<br />

samanstóð af svefnherbergi, eldhúsi með örlitlum gangi framan<br />

við og aðgang höfðu þau að sameiginlegu búri. Seinna fengu

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!