08.01.2014 Views

Eyvindur 2013

XXII. árgangur – desember 2013

XXII. árgangur – desember 2013

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

28 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

Eiríkur G. Stephensen<br />

Tónlistarskóli Eyjafjarðar 25 ára<br />

Tónleikar í Hrafnagilsskóla.<br />

Mynd: Hrafnatilsskóli<br />

„Ágætu íbúar við Eyjafjörð. Stofnaður<br />

hefur verið Tónlistarskóli Eyjafjarðar. Er<br />

honum ætlað að bæta úr brýnni þörf á<br />

tónlistarkennslu í firðinum og bæta með<br />

því aðstöðu þeirra sem fara á mis við slíkt.“<br />

Svona hófst auglýsing sem birt var<br />

haustið 1988. Seinna í auglýsingunni segir:<br />

„Framboð á hljóðfæranámi er bundið<br />

hljóðfæraeign skólans og þeim kennurum<br />

sem hægt verður að ráða að skólanum. Í<br />

vetur hyggjumst við bjóða upp á eftirtalda<br />

valkosti: Píanó, orgel, gítar, bassa, þverflautu,<br />

klarínett, saxofón, trompet, cornett,<br />

horn, baritone, básúnu og trommur<br />

auk forskóla.“<br />

Veturinn á undan hafði undirbúningur<br />

að stofnun skólans farið fram og voru<br />

þátttakendur sveitarfélögin sem nú tilheyra<br />

Eyjafjarðarsveit, sveitarfélögin sem<br />

tilheyra Hörgársveit , Grýtubakkahreppur,<br />

Svalbarðsstrandarhreppur og Hrísey.<br />

Strax í byrjun varð til mikill áhugi og átti<br />

skólinn í erfiðleikum með að veita öllum<br />

skólavist og þurfti hluti nemenda að fara<br />

í hálft nám. Fyrsta skólanefndin var skipuð<br />

sr. Pétri Þórarinssyni Möðruvöllum,<br />

Björgu Sigurbjörnsdóttur Grenivík og<br />

Garðari Karlssyni Laugarlandskóla sem<br />

var kosinn formaður. Atli Guðlaugsson<br />

var ráðinn fyrsti skólastjóri skólans og 6<br />

kennarar sem voru þau Björg Sigurbjörnsdóttir,<br />

Gunnar Jónsson, Óskar Einarsson,<br />

Elisabeth Lillecrap, Þórdís Karlsdóttir og<br />

Birgir Karlsson.<br />

Áhugasamir nemendur í Laugarborg.<br />

Á fyrstu árum skólans fór nemandafjöldinn<br />

hátt í 200 nemendur enda var<br />

eftirspurnin gífurleg. Söngdeild var sett á<br />

laggirnar ári eftir stofnun skólans þegar<br />

Þuríður Baldursdóttir söngkennari kom<br />

til starfa. Lúðrasveit var stofnuð strax á<br />

fyrstu árum skólans og starfaði hún til<br />

ársins 1996.<br />

Það má segja að það hafi verið mikill<br />

uppgangur í tónlistarskólanum fyrstu<br />

árin og hann hafi farið vel af stað. Kennarahópurinn<br />

tók á sig breytingar og<br />

stækkaði. Má þar nefna Guðjón Pálsson,<br />

Dórótheu Dagný Tómasdóttur og Ingva<br />

Mynd: Hrafnatilsskóli<br />

Vaclav Alfreðsson sem byrjuðu á fyrstu<br />

árum skólans og ekki síst sveitunga okkar<br />

Garðar Karlsson sem hafði komið fyrst<br />

að skólanum sem skólanefndarmaður og<br />

síðan fljótlega sem kennari og byggði hann<br />

m.a. upp forskólakennsluna. Garðar lést<br />

árið 2001 og var það skólanum bæði mikill<br />

missir og harmur. Stofnaður var styrktarsjóður<br />

við skólann til minningar um Garðar<br />

og er veitt úr honum til nemenda bæði<br />

fyrrverandi og núverandi á hverju ári.<br />

Hríseyjarhreppur dró sig úr samstarfinu<br />

eftir fyrsta veturinn og Svalbarðsstrandahreppur<br />

1996, en eftir stóðu þau sveitar-

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!