08.01.2014 Views

Eyvindur 2013

XXII. árgangur – desember 2013

XXII. árgangur – desember 2013

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

40 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

Fnjóská 42. hefti 2003<br />

Steinsbiblía í Bessastaðakirkju 43. hefti 2004<br />

Auk þessa eru 5 aðrar greinar í Súlum frá 1979 – 1999<br />

Bókin „Lífsgleði“ nr. V, útg. 1996 bls. 88-111<br />

– eigið æviágrip - S. Schiöth<br />

Í Árbók Þingeyinga frá 1979 og 1981 eru greinar eftir hana.<br />

Í Eyvindi eru greinar í 1. tbl. 1992, 1. tbl. 2003, og 2. tbl. 2004<br />

Í Morgunblaði, Degi og Íslendingaþáttum Tímans eru<br />

20 afmælis og minningargreinar frá árum 1976 – 2007<br />

auk 8 annarra greina um ýmis málefni.<br />

Viðtöl og umfjöllun<br />

Mynd og umfjöllun í Útvarpstíðindum 17. feb. 1941<br />

Viðtöl og myndir í Íslendingi 35. tbl. 1962<br />

Forsíðuviðtal í Heima er best 3.tbl. 1982<br />

Kórstjóri kvaddur – grein og mynd Mbl.<br />

(Benjamín Baldursson) 17. nóv. 1993<br />

Heldur óskemmtilegt að hlusta á falskan söng<br />

– viðtal og myndir í Degi 17. des. 1993<br />

Söngurinn lifir fram á hinsta kvöld<br />

– viðtal og myndir í Degi 17. feb. 1996<br />

„Ekki stofnun heldur heimili“ – myndir og viðtal við Sigríði<br />

Schiöth og fleiri á Kristnesspítala - í Degi 10. apríl 1999<br />

Leikstarfsemi<br />

Með Leikfélagi Akureyrar:<br />

Gullna hliðið 1944<br />

Allt í lagi lagsi - 1945<br />

Lénharður fógeti 1945-1946<br />

Varið yður á málningunni 1946-1947<br />

Skálholt 1946-1947<br />

Skrúðsbóndinn 1965-1966<br />

Leikferðalag ásamt 2 öðrum leikendum frá L.A. -<br />

kaflar úr Lénharði fógeta, Ævintýri á gönguför og Frúin sefur<br />

flutt á Selfossi og í Iðnó – einnig í útvarpi 1948<br />

Með Leikfélaginu Iðunn / Framtíð í Hrafnagilshreppi:<br />

Tengdamamma 1952<br />

Maður og kona 1959-1960<br />

Leynimelur 13 1962<br />

Jósafat 1964<br />

Tengdamamma 1970<br />

Melkorka 1975<br />

Leikstjórn í Sólgarði í Saurbæjarhreppi:<br />

Alísa frænka 1960<br />

Köld eru kvennaráð 1962<br />

Með Leikfélagi Húsavíkur:<br />

Hallelúja 1981<br />

Viðtal við Aldísi á Stokkahlöðum<br />

Sigríður Schiöth tók viðtal við Aldísi Einarsdóttur á Stokkahlöðum<br />

í Hrafnagilshreppi fyrir ritið Heima er best, og birtist það í 9.<br />

tbl. ritsins árið 1976. Aldís var fædd að Gúpufelli í Eyjafirði 1884<br />

en fluttist ung að árum með foreldrum sínum og systkinum að<br />

Stokkahlöðum og bjó þar til 100 ára aldurs. Síðustu árin dvaldi<br />

hún á Kristnesspítala, og þegar hún lést var hún elst allra Íslendinga,<br />

vantaði tvo mánuði upp á 107 árin. Hún var ötull félagi<br />

í Ungmennafélaginu Framtíð og Kvenfélaginu Iðunni, einnig<br />

mikil ræktunarkona og annaðist blóma og trjágarðinn við húsið<br />

sitt af natni. Hér eru fáeinir kaflar úr viðtalinu.<br />

- Lærðir þú garðyrkju Aldís ?<br />

- Já, ég var á vornámskeiði í Gróðrarstöðinni 1909 hjá<br />

Sigurði Sigurðssyni síðar búnaðarmálastjóra og tel að<br />

góður árangur hafi verið af þeirri starfsemi. Sigurður<br />

kenndi skógrækt og allskonar kálrækt, einnig kartöflurækt.<br />

Ég var fengin til að leiðbeina við gróðursetningu<br />

á nokkrum stöðum. Aðallega hef ég unnið hér heima<br />

á Stokkahlöðum og svo í trjáreit ungmennafélagsins.<br />

- Hvenær var hann stofnaður ?<br />

- Mig minnir að það væri fljótlega úr þessu. Jakob Líndal sem<br />

var orðinn umsjónarmaður í Gróðrarstöðinni var fenginn til<br />

að skipuleggja garðinn<br />

- Ég vann þarna á hverju vori svo sem einn dag við að skera til<br />

trén og ýmislegt fleira.<br />

- Sömuleiðis var venja að félagsmenn kæmu saman einn dag á<br />

vori til að hreinsa burt rusl og laga til. En með dvínandi áhuga<br />

lagðist þessi góði siður niður og þykir mér satt að segja miður,<br />

að áhugi fólks á trjárækt skuli vera orðinn svo lítilfjörlegur.<br />

- Hvenær fluttuð þið í Stokkahlaði ?<br />

- Það var árið 1891. Þá var ekki fljótfarið yfir jörðina, hvergi<br />

vegarspotti né brú neins staðar, enda komumst við ekki<br />

lengra en í Grund, urðum að gista þar, þegar farin var síðasta<br />

ferðin með krakkana og kýrnar.<br />

- Hvernig leist ykkur á ykkur á Stokkahlöðum ?<br />

- Vel, þar sáum við ýmislegt sem við höfðum ekki séð áður,<br />

t.d. stóra bæjarlækinn með háa fossinum og mörgu blómahvömmunum<br />

í gilinu að ógleymdri baldursbránni, sem þakti<br />

hér alla veggi, en hana hafði ég aldrei séð áður.<br />

- Til gamans ætla ég að segja frá því, að er við fórum í fyrsta<br />

sinn til Grundarkirkju, kom kona meðhjálparans, Guðný í<br />

Möðrufelli á móti okkur við dyrnar og leiddi okkur til sætis.<br />

Þá var fastur siður, hvernig setið var í kirkjunni. Í sætinu næst<br />

prédikunarstól, sat kona meðhjálparans með sitt skyldulið,<br />

en hinum megin í innsta sæti sat prestskonan og hennar fólk<br />

ásamt konu staðarhaldarans, en bændur sátu í kór. Á þeim<br />

árum var börnum raðað við fermingu eftir einkunn á barnaprófi,<br />

en próf voru haldin í fjórum fögum, lestri, skrift, reikningi<br />

og kristnum fræðum, þótt ekki væru reglulegir skólar.<br />

Kom þá fram metnaður hjá foreldrum og venslafólki, ef börn<br />

þeirra lentu neðarlega og var ekki laust við að reynt væri að<br />

pota þeim ofar en þau áttu skilið.<br />

- Varstu ekki í söngflokki hér í sveitinni ?<br />

- Jú, fyrst hjá Hallgrími á Rifkelsstöðum. Hann æfði söng beggja<br />

megin árinnar og stöku sinnum sungu kórarnir saman. Svo hjá<br />

Bolla á Stóra-Hamri og Kristjáni Árnasyni seinna kaupmanni

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!