08.01.2014 Views

Eyvindur 2013

XXII. árgangur – desember 2013

XXII. árgangur – desember 2013

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

18 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

Brynjólfur Ingvarsson<br />

Strákarnir hans Hreiðars<br />

Þegar kynslóð undirritaðs var að alast upp, vaxa úr grasi og<br />

komast síðan hægt og bítandi til vits og ára, um og upp úr miðri<br />

síðustu öld, var nánast ekkert eins spennandi og fótboltinn.<br />

Ungmennafélagið Framtíð í Hrafnagilshreppi átti þá afreksmenn<br />

og hetjur í frjálsíþróttum eins og Skjóldalbræður yngri og frambærilegt<br />

keppnislið í knattspyrnu undir forystu Helga Schiöth<br />

í Hólshúsum, sem hafði komist í landslið á yngri árum og það<br />

var toppurinn. Keppt var í sérstökum Framtíðar búningum:<br />

Svartar stuttbuxur og hvít stuttermaskyrta með svörtum kraga<br />

og svörtum ermalíningum. Þessir menn voru lifandi goðsagnir<br />

í augum okkar smápollanna. Draumurinn var að geta einhvern<br />

daginn borið sig saman við þessi ofurmenni og til þess var mikið<br />

á sig lagt. Það var ennþá mikilvægara en að vinna sig í álit sem<br />

kúasmali hjá stórbændum, þó að það starf væri tekið alvarlega.<br />

Ekki datt manni annað í hug en að iðkun knattspyrnu í Hrafnagilshreppi<br />

hefði byrjað á þessum árum og aldrei heyrðist talað<br />

um markvissar fótboltaæfingar framan Akureyrar fyrir stríð. Alvörugefnir<br />

kúabændur þögðu vandlega yfir þessu eins og bókum<br />

Halldórs Laxness. Af skiljanlegum ástæðum.<br />

En þetta átti heldur betur eftir að breytast. Ljósmynd frá 1938?<br />

var óvænt dregin upp úr skúffu, ættuð úr dánarbúi Ragnars<br />

Skjóldal, sem sýnir vaska drengi úr Hrafnagilshreppi á aldrinum<br />

15-29 ára, augljóslega fótboltalið undir forystu Hreiðars<br />

Eiríkssonar frá Dvergsstöðum, seinna garðyrkjubónda í Laugabrekku<br />

og Grísará. Hann heldur á boltanum, leiðtogalegur á<br />

svip. Á þessum árum var Hreiðar búinn með bændaskólann á<br />

Hvanneyri og orðinn sundkennari við Hrafnagilslaug og eftir<br />

það vinnumaður hjá Friðjóni í Reykhúsum. Aðrir á myndinni<br />

eru tveir Hvammsbræður, Snorri og Guðlaugur, tveir elstu<br />

Ytra- Gilsbræður, Ragnar og Páll, Bjarni Rafnar, læknissonur,<br />

Kristneshæli, Jón Davíðsson á Kroppi, Karles Tryggvason frá<br />

Jórunnarstöðum, vinnumaður á Espihóli, Páll Rist á Litla-Hóli<br />

og loks tveir bræður frá Dvergsstöðum, áður á Botni, Þorbjörn og<br />

Hallgrímur. Þetta verða samtals 11 knattspyrnumenn, keppnislið<br />

Hrafnagilshrepps. Knattspyrnufélagið Örin. Auk þess er á<br />

myndinni utanhreppsmaður, mjög líklega Ármann Helgason frá<br />

Þórustöðum, Öngulsstaðahreppi. Myndin gæti verið tekin eftir<br />

kappleik á velli neðan við Þórustaði. Horft til norðurs. Þrír eru í<br />

Efsta röð frá vinstri: Jón Davíðsson (1914-1969), Þorbjörn Indriðason (1917-1979), Ragnar Skjóldal (1914-2009), Karles Tryggvason<br />

(1909-1991), Bjarni Rafnar (1922-2005).<br />

Miðröð: Páll Rist (1921-), Páll Skjóldal (1916-1997), Snorri Halldórsson (1919-2009).<br />

Neðsta röð: Ármann Helgason (1917-2006), Hallgrímur Indriðason (1919-1998), Hreiðar Eiríksson (1913-1995), Guðlaugur Halldórsson<br />

(1923-2001). Hér þarf ýmsa fyrirvara. Aðalgallinn við þessa myndskýringu er sá, að Bjarni Rafnar (16 ára) og Guðlaugur Halldórsson (15 ára)<br />

sýnast vera harðfullorðnir menn. Eða blekkir ljósmyndin??<br />

Eftirmynd: GÖJ

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!