08.01.2014 Views

Eyvindur 2013

XXII. árgangur – desember 2013

XXII. árgangur – desember 2013

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

48 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

Svava Theodórsdóttir – Kristján Theodórsson<br />

Af Theodóri og Guðmundu á Tjarnalandi<br />

Lífshlaup þeirra rifjað upp í stórum dráttum<br />

Trúlofunarmynd af Theodór og Guðmundu tekin 24. nóvember 1946.<br />

Hann<br />

Theodór Kristjánsson (h-inu var sleppt í fyrstu skráningu prests í<br />

kirkjubækur og nafnið skrifað „Teodór“), fæddist að Ytri-Tjörnum<br />

á Staðabyggð í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði þann 12. mars 1908.<br />

Hann var fimmti í röð 12 barna þeirra Kristjáns Benjamínssonar<br />

og Fanneyjar Friðriksdóttur sem þá bjuggu á Ytri-Tjörnum. Áttu<br />

þau sex drengi og sex stúlkur. Theodór ólst upp í foreldrahúsum<br />

ásamt systkinum sínum og bjó þar fram á fullorðinsár.<br />

Líklegt er að foreldrar hans hafi skírt hann í höfuð séra Theodórs<br />

Jónssonar á Bægisá sem þar þjónaði, líklega frá 1904-49, en<br />

hann og frú Jóhanna Valgerður Gunnarsdóttir, kona hans, voru<br />

í vinahópi þeirra.<br />

Þegar Theodór var lítið barn, rétt um ársgamall, var hann að<br />

skottast í kringum móður sína þar sem hún var með sjóðheitt<br />

vatn í þvottabala og stakk hann handleggjunum ofan í balann<br />

þegar að hún uggði ekki að sér. Brenndist hann mjög illa og sáust<br />

brunaörin á framhandleggjum hans alla tíð. Árið 1919, þegar<br />

hann var 11 ára gamall, veiktist hann síðan heiftarlega af inflúensupest<br />

sem jafnvel var talin angi af spönsku veikinni sem grasseraði<br />

á suðvesturhorni landsins á árunum 1918-19. Honum var<br />

vart hugað líf um tíma en hjarnaði við og náði sér vel af þessum<br />

veikindum.<br />

Hann starfaði að búi foreldra sinna fram yfir tvítugt við þau<br />

störf sem þar féllu til. Veturinn 1930-31 hleypti hann þó heimdraganum,<br />

22 ára gamall, og gerðist vetrarmaður á Eyri í Flókadal<br />

í Borgarfirði vestur, en hvarf síðan aftur til átthaganna með<br />

vorinu. Mikil uppbygging var á Ytri-Tjörnum á árunum frá 1927-<br />

1934, er byggt var íbúðarhús, fjós og hlaða af miklum myndarskap,<br />

allt úr steinsteypu og tók Theodór virkan þátt í þeirri uppbyggingu<br />

ásamt systkinum sínum, enda handlaginn mjög og<br />

útsjónarsamur.<br />

Hann lærði að synda einhverntíman á þessum tímabili. Dreif<br />

hann sig til Reykjavíkur á sundnámskeið með kennslu fyrir augum<br />

og mun hann eitthvað hafa fengist við að kenna sund eftir að<br />

sundlaug var gerð á Laugalandi 1932.<br />

hann setið námskeið bifreiðastjóra, og á fyrstu stríðsárunum,<br />

trúlega árin 1940–41 keyrði hann Ford vörubíl sem hann gerði út<br />

frá Vörubílastöðinni Þrótti í Reykjavík. Ekki ílentist hann heldur<br />

í þetta skiptið og sneri hann heim á æskuslóðirnar og stundaði<br />

þar þann vörubílaakstur sem til féll.<br />

Árið 1942 urðu þau þáttaskil hjá honum að það kom skurðgrafa<br />

í sveitina og réðst hann til starfa með hana sem gröfustjóri<br />

og sá hann einnig um viðhald og viðgerðir tækisins. Þessi vinna<br />

hófst með framræslu Staðarbyggðarmýranna og síðar annars<br />

mýrlendis í sveitinni sem var framræst til túnræktar. Á tímabili,<br />

á árunum kringum 1947, ferðaðist hann um landið á vegum<br />

Vélasjóðs, sem rak skurðgröfurnar, og vann við viðgerðir og viðhald<br />

þeirra. Gröfuvinnan var auðvitað fyrst og fremst sumar- og<br />

haustvinna sem hann stundaði eitthvað fram yfir 1970. Er hann<br />

hætti þeirri vinnu keypti hann Priestmann gröfuna sem hann<br />

var með síðast og notaði hana heima við ef á þurfti að halda.<br />

Á vetrum tók hann að sér akstur skólabarna í barnaskóla sveitarinnar<br />

að Syðra-Laugalandi sem tók til starfa á þessum árum.<br />

Sinnti hann þeim akstri framanaf á Dodge Weapon trukkum<br />

sem hann keypti frá hernum. Það voru tveir bílar, hvor eftir<br />

annan, sem báðir voru kallaðir Rauðhetta og báru þær númerið<br />

A-210. Einnig átti hann bílinn Fjalla–Bensa, sem líka var kallaður<br />

Silfurtunglið, sá bíll var fyrst með númerið A-333 og síðar<br />

A-2110. Síðasti skólabíllinn sem hann keyrði og sem jafnframt<br />

var heimilisbíll var Land Rover jeppi árgerð 1967. Sá var keyptur<br />

nýr og bar hann einnig einkennisnúmerið A-210 og fékk hann<br />

nafnið Móri. Skólaakstur stundaði hann með 2-3 ára hléi til 1980.<br />

Hún<br />

Guðmunda Finnbogadóttir fæddist í Krossadal lægri við Tálknafjörð<br />

þann 19. júní 1918 (skv. kirkjubókum 20. júní ) og var hún<br />

dóttir hjónanna Vigdísar Helgu Guðmundsdóttur og Finnboga<br />

Helga Guðmundssonar sem þá bjuggu í Krossadal. Mun hún hafa<br />

verið skírð eftir móðurafa sínum Guðmundi Magnússyni sem<br />

Hann sýslaði ýmislegt<br />

Fljótlega mun hann hafa farið að fást við bílaútgerð, enda hafði<br />

Húsvarðarhjónin með yngstu dæturnar sitjandi á tröppunum við<br />

aðalinnganginn í Freyvangi, árið er trúlega 1964.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!