08.01.2014 Views

Eyvindur 2013

XXII. árgangur – desember 2013

XXII. árgangur – desember 2013

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 53<br />

Síðan rann til sjávar afar mikið vatn. Sá hagmælti breyttist<br />

úr unglingi í nokkuð gamlan mann. En hann hætti ekki<br />

að setja saman vísur, ýmist af gefnum tilefnum ellegar af<br />

tilefnislausu.<br />

Æðri menntun engan svíkur.<br />

Ýsan kennir hrogninu.<br />

Í miklum vindi moldin rýkur<br />

meira en í logninu.<br />

*<br />

Einn fer með sannleika, annar með rugl;<br />

auga leið þetta gefur,<br />

enda er sagt að svo fljúgi hver fugl<br />

sem fjaðrirnar til þess hefur.<br />

*<br />

Þannig er það í grunninn,<br />

þjóðarleiðtoga plottið:<br />

Of snemmt er að byrgja brunninn<br />

því barnið er ekki dottið.<br />

Haustið er komið og grundirnar grána.<br />

í gilinu lækur á erfitt um vik.<br />

Einasta bótin að aftur mun hlána<br />

áður en veturinn nær sér á strik.<br />

*<br />

Að yrkja reynast mun aldrei snúið<br />

okkur sem snilli hýsum.<br />

En skyldi ekki vera bráðum búið<br />

að búa til nóg af vísum?<br />

*<br />

Ljóð mín munu leiða af sér siðbót.<br />

Líka það að fleiri verða góð skáld.<br />

Ef ég gerði eina vísu í viðbót<br />

er viðbúið að ég yrði kallað þjóðskáld!<br />

Hallmundur Kristinsson,<br />

Arnarhóli.<br />

Gunnar Jónsson – Aðalbjörg Sigmarsdóttir<br />

Héraðsskjalasafnið á Akureyri<br />

Oft hef ég lagt leið mína á Héraðsskjalasafnið á Akureyri til að<br />

glugga í heimildir, aðallega um Saurbæjarhrepp. Þar hef ég notið<br />

ánægjulegrar þjónustu starfsfólksins og fundið dýrmætar upplýsingar<br />

um menn og málefni. Mikið er til af gögnum um sveitina<br />

framan Akureyrar, frá hreppunum gömlu, félögum og einstaklingum.<br />

Í grúski mínu um sögu Saurbæjahrepps hef ég marga hitt og<br />

fengið ómetanlegar upplýsingar um mannlífið í sveitinni. Fyrir<br />

það er ég mjög þakklátur og vona að sú þekking verði á einhvern<br />

hátt aðgengileg þeim sem vilja kynna sér sögu hreppsins og þá<br />

helst bæta við hana. Í þessum heimsóknum til fólks hafa mér<br />

stundum verið afhent mikilvæg gögn sem ég hef komið á Héraðsskjalasafnið.<br />

Þrátt fyrir að Eyfirðingar hafi verið duglegir við að<br />

efla safnið eru enn margan dýrgripinn að finna hjá núverandi og<br />

fyrrverandi íbúum. Gögn sem nauðsynlega þurfa að fara á safnið<br />

til varðveislu.<br />

Ég bað Aðalbjörgu Sigmarsdóttur héraðsskjalavörð að setja<br />

á blað hugleiðingu um safnið og brást hún fljótt og vel við þeirri<br />

bón. Ég mun áfram leita gagna í sveitinni og taka að mér að koma<br />

þeim á skjalasafnið sé þess óskað.<br />

Héraðsskjalasafnið á Akureyri hefur starfað í nærfellt 45 ár en<br />

formlega var það stofnað 1. júlí 1969. Hvaða tilgangi þjónar þetta<br />

safn og fyrir hverja er það? Er ekki nóg af þessum söfnum allsstaðar,<br />

gæti einhver spurt. Svarið við því er að héraðsskjalasöfnin<br />

eru stofnuð af því það er lagaleg skylda að varðveita öll skjöl<br />

sem verða til á vegum hins opinbera og þar með skjöl sveitar-<br />

Gunnar Jónsson<br />

Ingibjörg í Gnúpufelli á fyrsta fundi um söfnun mennngarminja í<br />

Eyjafjarðarsveit.<br />

Mynd: Helga Gunn.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!