08.01.2014 Views

Eyvindur 2013

XXII. árgangur – desember 2013

XXII. árgangur – desember 2013

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

36 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

uppástungu á einhverjum fjölmennum mannfagnaði í sveitinni<br />

að stofnað verði hér sjúkrasamlag. Einnig gefa þær til ýmissa<br />

annarra málefna er snerta líf og heilsu, svo sem 1938 til söfnunar<br />

fyrir björgunarskútu fyrir Norðurland og 1939 til nýs sjúkrahúss<br />

á Akureyri.<br />

Svo skellur á stríð og setuliðið tekur yfir þinghúsið um tíma og<br />

sett er á samkomubann svo nú er illt í efni með fjáröflunarsamkomur.<br />

Á næsta áratug er farið að ráða vefnaðarkonu flesta vetur. Vefir<br />

eru settir upp, gjarnan á tveimur stöðum í sveitinni og vefnaðarkona<br />

ráðin sem vefur dívanábreiður, veggteppi, refla, dregla, púða<br />

og gluggatjöld fyrir félagskonur. Veturinn 1945 kaupir félagið<br />

vefstól vestan úr Stóru-Gilja á 900 kr. Einn veturinn er tiltekið<br />

að ofnir hafi verið 143 m af gluggatjaldaefni úr efni frá Gefjuni á<br />

Akureyri. Einnig voru haldin saumanámskeið og saumakennarar<br />

ráðnir til þess að sníða og leiðbeina á þeim. 1945 voru sniðin 90<br />

stykki alls á hálfum mánuði og var konum gert að greiða 2 kr.<br />

fyrir hvert stykki til að kosta fæði og húsnæði saumakennarans.<br />

Ýmis önnur málefni koma upp. Þó áðurtalin mál og einkum<br />

skipulag á ýmsum samkomum félagsins sé hvað fyrirferðarmest.<br />

Konur láta t.d. í ljós áhyggjur af drykkjuskap á samkomum í þinghúsinu<br />

og fara þess á leit við hreppsnefnd að hún láni ekki þinghúsið<br />

til félaga utan hreppsins.<br />

Það er í rauninni ótrúlegt hvílík orka var til staðar á þessum<br />

fyrstu árum meðal félagskvenna og oft fjörugar umræður um<br />

ýmis mál.<br />

Þegar farið var að byggja félagsheimilið Laugarborg sem vígt<br />

var 1959 tóku félagskonur virkan þátt í því, bæði með sjálfboðavinnu<br />

og fjárframlögum. Eftir vígslu Laugarborgar þurfti félagið<br />

að standa undir afborgunum af sínum hluta lána sem tekin<br />

voru til byggingarinnar og í því skyni var í samvinnu við ungmennafélagið<br />

Framtíðina staðið fyrir dansleikjum í húsinu þar<br />

sem vinsælar hljómsveitir voru ráðnar til að spila. Félagskonur<br />

skiptust þá á að vinna í sjálfboðastarfi í veitingasölu helgi eftir<br />

helgi auk þess að halda áfram öðru starfi. Auk þess hljóp mikill<br />

kraftur í leikstarfsemi með bættri aðstöðu í Laugarborg og ásamt<br />

ungmennafélaginu stofnaði það leikfélagið Iðunni sem setti upp<br />

leiksýningar a.m.k. annað hvert ár, stundum árlega.<br />

Í kvenfélagsferð um Eyjafjörð.<br />

Þegar komið er fram yfir 1975 hefur starf kvenfélagsins tekið<br />

nokkrum breytingum. Fundir voru nú venjulega einungis 3 á ári,<br />

haustfundur, aðalfundur og vorfundur. Kvenfélagið starfaði náið<br />

með ungmennafélaginu Framtíðin, hvað varðar leikstarfsemi og<br />

ýmsar skemmtanir, svo sem haustball og þorrablót. Jólaball fyrir<br />

fullorðna var að leggjast niður vegna lítillar aðsóknar og vaxandi<br />

erfiðleikar voru að halda leikstarfsemi uppi vegna mikils kostnaðar<br />

við leikstjóra og stundum dræma aðsókn en þó var sett upp<br />

leikrit annað hvert ár. Bókað er í september 1976: „Kom fram að<br />

aðsókn á jólaballið hefði verið léleg undanfarin ár, fólk væri upptekið<br />

við að kýla vömbina hjá ættingjum og vinum og væri lítill<br />

grundvöllur fyrir slíkum dansleik.“<br />

En félagið stendur sjálft fyrir jólatrésamkomu fyrir börn og<br />

tekur líka upp að bjóða eldri sveitungum til kaffisamsætis árlega.<br />

Kvenfélagskonur láta til sín taka ýmis framfaramál og þjóðfélagsmál,<br />

t.d. er send áskorun frá félaginu 1977 til hreppsnefndar<br />

um að hún láti athuga um að keyra rusl frá bæjunum í sveitinni,<br />

nokkrum sinnum láta konur í ljós áhyggjur sínar af því hve unglingarnir<br />

í Hrafnagilsskóla sjáist illa á veginum í skammdeginu,<br />

þær ákveða að hreinsa rusl í sjálfboðavinnu meðfram þjóðveginum<br />

í gegnum sveitina á hverju sumri og fá liðsstyrk hjá sveitarstjórn<br />

til þess að láta eitra fyrir njóla meðfram veginum. Konur<br />

mótmæla bjórfrumvarpi sem er til umfjöllunar á Alþingi 1985,<br />

þær álykta um ástand í símamálum og vegamálum í hreppnum<br />

og einnig voru þær mótfallnar því að reist yrði álver í Eyjafirði.<br />

Gönguhópur 2004. Helga með Iðunnarhúfuna.<br />

Kvenfélagið gefur til ýmissa góðra mála á árunum frá 1975<br />

– 2000, svo sem til tækja í sjúkraþjálfun við Kristnesspítala, til<br />

fæðingardeildarinnar á Akureyri og gefa hlut í heitum potti við<br />

Hrafnagilsskóla. En líka er unnið að eigin eflingu með ýmis konar<br />

námskeiðum, þar má nefna leikfimi, matreiðslu og norska rósamálun.<br />

Þá gróðursettu félagskonur skjólbelti syðst á lóð Hrafnagilsskóla<br />

og plöntuðu trjám ofan við Hrafnagilshverfi. Settar<br />

voru af stað vikulegar gönguferðir um sveitina yfir sumarið og<br />

kvenfélagsferðalög að sumri voru fastur liður.<br />

Staða kvenfélagsins núna er þannig að félagskonum hefur<br />

heldur fækkað. Þær eru engu að síður bjartsýnar og ötular í því<br />

sem þær taka sér fyrir hendur. Tilgangur félagsins er áfram að<br />

láta gott af sér leiða. Það starfrækir sjúkrasjóð sem veitt er úr<br />

til einstaklinga eða fjölskyldna í sveitarfélaginu sem eiga erfitt<br />

vegna alvarlegra sjúkdóma eða slysa. Félagið gefur einnig til<br />

annarra velferðarmála, t.d. tækjakaupa á sjúkrastofnanir í héraðinu.<br />

Að öðrum þræði er tilgangur félagsins að efla samfélagið í<br />

Eyjafjarðarsveit eftir bestu getu. Þar má nefna þátttöku í Handverkssýningunni<br />

á Hrafnagili og að gleðja einstæðinga á öldrunarstofnunum<br />

með jólagjöfum. Að lokum er félagið líka vettvangur<br />

til að auka kynni og efla samheldni kvenna. Formlegir<br />

fundir eru þrír á ári, að hausti, eftir áramót og að vori, gjarnan<br />

súpufundir í hádeginu á laugardegi. Konum er skipt upp í vinnuhópa<br />

sem vinna að afmörkuðum verkefnum og færast árlega á<br />

milli verkefna þannig að öllum gefst kostur á að hafa áhrif. Fjáröflunarnefnd<br />

sér t.d. um að gefa út dagatal með uppskriftum<br />

árlega og rennur ágóði af því í sjúkrasjóðinn. Þess utan er árlega<br />

skipulögð ferð fyrir félagskonur og eldri félagskonum er boðið

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!