08.01.2014 Views

Eyvindur 2013

XXII. árgangur – desember 2013

XXII. árgangur – desember 2013

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 37<br />

Iðunnarkonur í ferðalagi fyrir 1980.<br />

sérstaklega í styttri „heldrikvennaferð“ sér til upplyftingar. Yfir<br />

veturinn eru Iðunnarkvöld mánaðarlega með mismunandi dagskrá<br />

þar sem konur koma saman í fundarherbergi Laugarborgar<br />

og spjalla saman, auk þess að sinna því verkefni sem á dagskrá<br />

er hverju sinni en það getur verið allt frá því að ræða tiltekna<br />

bók yfir í að hekla utan um krukkur eða læra að setja rennilása í<br />

lopapeysur svo dæmi sé tekið. Vel er tekið á móti nýjum félagskonum<br />

og eru konur hvattar til að koma í heimsókn og kynna sér<br />

Sigurlið Iðunnar í reiptogi kvenfélaganna í Eyjafjarðarsveit á<br />

Handverkshátíð.<br />

félagsskapinn og ganga í félagið.<br />

Eins og sjá má af því sem stiklað hefur verið á um sögu og starf<br />

kvenfélagsins Iðunnar endurspeglar starfið á hverjum tíma tíðarandann<br />

og félagskonur hafa mótað starfið eftir eigin þörfum og<br />

áhuga og þannig er það ennþá.<br />

Sigríður Guðmundsdóttir Schiöth<br />

3. feb. 1914 – 18. apríl 2008<br />

Í síðasta hefti Eyvindar var<br />

Hannes Jónsson frá Hleiðargarði<br />

og verk hans kynnt lesendum<br />

blaðsins. Þá var tekin<br />

sú stefna að gera einhverjum<br />

fyrrum íbúa Eyjafjarðarsveitar<br />

skil í hverju blaði. Af nógu er að<br />

taka því þar er að finna fjölda<br />

einstaklinga sem skilið hafa<br />

eftir sig glögg spor í menningu<br />

og sögu sveitarinnar framan<br />

Akureyrar og voru sumir<br />

þjóðþekktar persónur. Undirritaður<br />

hefur í prentuðum<br />

gögnum oft séð nafn Sigríðar<br />

Guðmundsdóttur Schiöth,<br />

húsfreyju í Hólshúsum 1948 - 1976. Hún lagði víða gjörva hönd<br />

á plóg sem kennari, söngvari, kórstjórnandi, leikari, leikstjóri,<br />

upplesari og greinahöfundur. Við sem erum í eldri kantinum og<br />

uppalin í sveitinni heyrðum hennar oft getið þegar rætt var um<br />

samkomuhald og vorum iðulega á mannfögnuðum sem hún tók<br />

á einhvern hátt þátt í að gera minnisverða.<br />

Valgerður Schiöth á Rifkelsstöðum í Eyjafjarðarsveit hefur<br />

undanfarna mánuði gluggað í sögu móður sinnar og gefur okkur<br />

nú innsýn í ævi hennar og greinir frá störfum hennar að menningar-<br />

og samfélagsmálum. Þá er hér einnig að finna minningargrein<br />

eftir Valgarð Egilsson.<br />

Gunnar Jónsson<br />

Starfandi er hópur fólks sem rýnir um öxl og reynir að skrásetja<br />

flest það sem varpar ljósi á lifnaðarhætti og menningu fyrri tíðar<br />

hér í sveit. Gunnar Jónsson er aðal driffjöðrin við þessa vinnu og<br />

fól hann mér að taka saman pistil um móður mína Sigríði Guðmundsdóttur<br />

Schiöth sem kom mikið við menningarsögu, sérstaklega<br />

tónlistarlíf, í Eyjafirði og víðar á síðustu öld. Hún var<br />

lengi kirkjuorganisti og söngkennari en las einnig framhaldssögur,<br />

kveðskap og annan fróðleik í útvarp. Hún skrifaði um menn<br />

og málefni í tímarit og blöð, stóð á leiksviði á Akureyri og í Eyjafirði<br />

og leiðbeindi við uppsetningar á leikritum. Móðir mín hafði<br />

mikla og fallega söngrödd og hefði eflaust náð langt á því sviði<br />

ef forlögin hefðu ætlað henni að feta þann stíg. Það má heldur<br />

ekki gleymast að hún var húsfreyja á gestristnu sveitaheimili og<br />

þriggja barna móðir. Í Hólshúsum var oft langur vinnudagur en<br />

síðar á ævinni hafði hún meiri tíma aflögu.<br />

<strong>Eyvindur</strong>, sem er talsvert forvitinn, bað um sýnishorn af þessari<br />

samantekt. Ég stiklaði á stóru og setti niður brot af þeim<br />

upplýsingum sem ég hef safnað. Þegar fram líða stundir verður<br />

væntanlega hægt að hafa allar þessar upplýsingar aðgengilegar<br />

fyrir þá sem vilja kynna sér menningarsögu í Eyjafirði. Nútíðin<br />

breytist undrafljótt í þátíð og því er brýnt að sem flestir leggi<br />

hönd á plóg við gagnasöfnun.<br />

Sigríður Guðmundsdóttir Schiöth var fædd 3. febrúar 1914 að<br />

Lómatjörn í Grýtubakkahreppi. Foreldrar hennar voru hjónin<br />

Valgerður Jóhannesdóttir, Jónssonar Reykjalín fædd á Þönglabakka<br />

í Þorgeirsfirði og Guðmundur Sæmundsson, Jónassonar<br />

af Stórhamarsætt, fæddur að Gröf í Kaupangssveit. Sigríður var<br />

sú 10. í röðinni af 11 alsystkinum en einnig ólst þar upp frænka<br />

hjónanna.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!