12.01.2015 Views

Efnavara

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Parketlím<br />

Einþátta lím fyrir fljótandi parket. Prófað samkvæmt EN 204 í álagsflokki D3.<br />

Notkun:<br />

Límt með parketlími innandyra þar sem<br />

skammvarandi snerting við vatn eða<br />

snertivatn kemur oft fyrir.<br />

• Til að líma tappa og nótir á parketi,<br />

t.d. plankaparket, línóleumplanka og<br />

tilbúna korkplanka.<br />

Tæknilegar upplýsingar:<br />

Lýsing / ílát Innihald Vörunúmer M. í ks.<br />

Brúsi 750 g 0892 100 040 1/6<br />

• Til að líma tappa og nótir á plastparketi.<br />

• Til að líma spónaplötur og annað efni úr viði.<br />

• Fyrir samsetningarlímingu, límingu á<br />

flötum, brettafúgulímingu og kubbalímingu.<br />

• Fyrir mjúkan og harðan við.<br />

Grunnefni<br />

Pólývinýlasetatdreif<br />

Vinnslutími fyrir 150 g/m2 / +20°C u.þ.b. 10 mínútur<br />

Seigja við 23°C skv. ISO 2555 u.þ.b. 12.000 mPa.s við 23°C (skv. ISO 2555)<br />

Þéttleiki (við 20°C)<br />

1,09 g/cm3<br />

pH-gildi u.þ.b. 3<br />

Pressunartími 30 mín. við 20°C<br />

Endanlegur styrkleiki eftir u.þ.b. 48 klst. við 23°C<br />

Besta notkunarhitastig<br />

+15 til +25°C<br />

Hitaþol<br />

+80°C<br />

Magn<br />

Flaskan nægir fyrir u.þ.b. 20 m2/u.þ.b.<br />

25 g á hvern metra<br />

Endingartími<br />

12 mánuðir ef geymt á köldum stað<br />

Notkunarskilyrði (VOB, hluti C, DIN 18356)<br />

Rakastig tilbúins parkets 8% (±2%)<br />

Rakastig þegar parket er lagt ætti ekki að vera yfir 70%<br />

Rakastig steinsteypts undirlags hám. 2,0%.<br />

Rakastig anhydrid-gólfs hám. 0,5%.<br />

Rakastig anhydrid-flotsteypu hám. 0,5%.<br />

Þær upplýsingar sem hér koma fram byggja á prófunum okkar og reynslu og eru settar fram<br />

samkvæmt bestu vitneskju. Hins vegar getum við ekki borið ábyrgð á afleiðingum af notkun<br />

efnisins í einstaka tilvikum sökum margbreytilegra notkunarmöguleika og skilyrða við geymslu<br />

og vinnslu sem við getum ekki haft áhrif á. Þessi fyrirvari nær einnig til þjónustu tækni- og<br />

sölumanna okkar sem veitt er án ábyrgðar. Við mælum eindregið með því að notandinn<br />

geri sjálfur prófanir í öllum einstaka tilvikum. Við ábyrgjumst samfelld gæði framleiðsluvara<br />

okkar. Réttur til tæknilegra breytinga og frekari framþróunar vörunnar er áskilinn.<br />

Mikið þol gegn vatni.<br />

• Prófuð D3 gæði samkvæmt DIN/EN 204.<br />

Prófað af gluggatæknistofnuninni Institut für<br />

Fenstertechnik í Rosenheim í Þýskalandi.<br />

Sérstök lögun flösku og loks.<br />

• Hægt er að skera af með mismunandi breidd<br />

og loka víðum stútnum. Flaskan fer vel í hendi.<br />

Auðvelt í notkun.<br />

Fljótt að harðna.<br />

• Fljótt að harðna með miklu þoli gegn vatni og<br />

hámarksviðloðun. Inniheldur ekki leysiefni.<br />

Límið er glært þegar það harðnar<br />

• Límfúgurnar eru ekki sýnilegar. Harðnaðar<br />

límingar eru seig-teygjanlegar.<br />

Notkun:<br />

• Berið jafnt lag af lími á nótina eða tappann á<br />

lang- og skammhliðinni samkvæmt leiðbeiningum<br />

frá framleiðanda gólfefnisins. Við<br />

mælum hins vegar með því að límið sé borið á<br />

nótina ofanverða og tappann neðanverðan til<br />

að tryggja nægilega dreifingu límsins.<br />

• Yfirborðið verður að vera þurrt og laust við ryk,<br />

fitu og önnur efni sem hrinda frá sér. Kanna verður<br />

rakastigið í parketinu, loftinu og gólfinu og tryggja<br />

að það samræmist upplýsingum með vörunni<br />

áður en parketlímið er sett á. Tengja verður nótina<br />

og tappann innan 10 mínútna. Endanlegum<br />

styrkleika er náð eftir u.þ.b. 48 klukkustundir.<br />

Gólfhiti má ekki vera í gangi á meðan verið er<br />

að leggja parketið og límið er að þorna. Farið<br />

eftir leiðbeiningum frá framleiðanda parketsins.<br />

• Ef ómeðhöndlaður málmur kemst í samband<br />

við tannínsýruna í viðnum getur það valdið<br />

litabreytingum í viðnum, þá sérstaklega bláum<br />

blettum í eik og rauðum blettum í beyki.<br />

Í einstaka tilvikum geta efni í viði valdið<br />

ófyrirsjáanlegum litabreytingum í ýmsum gerðum<br />

viðar, t.d. beyki, kirsuberjaviði eða hlyni.<br />

• Ekki er hægt að líma parket/plastparket<br />

við undirlag.<br />

• Nýjar límskvettur er hægt að fjarlægja með<br />

vatni. Eldra lím er hægt að leysa upp með<br />

nítróþynni eða asetóni og þurrka svo af, en<br />

það getur þó skilið eftir sig bletti á parketinu.<br />

Lokið flöskunni eftir notkun. Má ekki vera í frosti.<br />

• Eftir að gólfefni er lagt má ganga á því eftir<br />

8 klst. en það þolir ekki fullt álag fyrr en að<br />

48 klukkustundum liðnum (við 23°C).<br />

• Vinnslutíminn og það hversu lengi límið er að<br />

harðna fer að miklu leyti eftir skilyrðum á staðnum,<br />

t.d. hitastiginu og rakastiginu í viðnum, því hversu<br />

mikið er notað af lími og spennunni í gólfefninu.<br />

212

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!