20.01.2015 Views

hér - Matvælastofnun

hér - Matvælastofnun

hér - Matvælastofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

V<br />

V<br />

2. Áburður<br />

Áburðareftirlit Matvælastofnunar felur í sér:<br />

• Skráningu áburðarfyrirtækja: Öll fyrirtæki sem framleiða eða flytja inn áburð eða jarðvegsbætandi efni skulu<br />

vera skráð hjá Matvælastofnun.<br />

• Skráning áburðartegunda: Allar áburðartegundir skulu einnig vera skráðar hjá MAST.<br />

• Úttekt á áburðarfyrirtækjum: Fylgjast með aðstöðu fyrirtækjanna til að framleiða áburð og geyma áburð.<br />

• Vöruskoðun: Skoða umbúðir og merkingar. Einnig eru tekin sýni af áburði og þau send í efnagreiningu.<br />

Áburðarsýnin eru efnagreind hjá LUFA í Þýskalandi. Niðurstöður eru bornar saman við skráð gildi á áburðinum<br />

og einnig merkingar á umbúðunum. Samkvæmt reglugerðum má innihald næringarefna ekki fara niður fyrir<br />

ákveðin lágmörk.<br />

Áburður sem notaður er hérlendis er fyrst og fremst ólífrænn sem er fluttur inn. Áburðurinn er ýmist einkorna eða<br />

fjölkorna. Í einkorna áburði inniheldur sérhvert áburðarkorn öll næringarefnin í þeim hlutföllum sem gefin eru upp í<br />

áburðinum. Í fjölkorna áburði er áburðarkornin með mismunandi næringarefni sem er blandað saman í ákveðnum<br />

hlutföllum eftir áburðartegundum. Ólífræni innflutti áburðurinn skiptist í EB-áburð og ekki EB-áburð. Á merkingum þarf<br />

að koma skýrt fram hvort áburðurinn sé EB-áburður. Lífrænn áburður er framleiddur hérlendis. Hráefni í hann er ýmis<br />

lífrænn úrgangur, bæði af dýra- og jurtauppruna. Um er að ræða kjötmjöl, fiskimjöl, moltu, þangmjöl og skeljasand.<br />

Á meðfylgjandi töflum má sjá að áburðarinnflutningur til jarðræktar minnkaði um tæplega 19 þúsund tonn milli áranna<br />

2008 (tafla 2) og 2009 (tafla 1), eða úr 66.981 tonnum í 48.294 tonn. Þessi samdráttur nemur 28% milli ára. Árið 2007<br />

voru flutt inn 63.490 tonn af jarðræktaráburði.<br />

Tafla V.2.1: Innfluttur áburður og næringarefni 2009 í kílógrömmum<br />

Áburður Alls Köfnunarefni Fosfór Kalí<br />

Jarðræktaráburður 48.293.720 11.978.258 1.639.310 2.426.018<br />

Kalk 40.800 - - -<br />

Áburður á íþróttavelli 417.645 49.870 19.928 56.820<br />

Áburður til garðyrkju og ylræktar 1.208.326 144.187 41.925 158.044<br />

Blómaáburður 11.865 - - -<br />

Samtals 49.972.356 - - -<br />

Tafla V.2.2: Innfluttur áburður og næringarefni 2008 í kílógrömmum<br />

Áburður Alls Köfnunarefni Fosfór Kalí<br />

Jarðræktaráburður 66.981.600 15.321.058 2.380.157 3.489.759<br />

Kalk 330.600 - - -<br />

Áburður á íþróttavelli 65.024 8.619 2.285 2.594<br />

Áburður til garðyrkju og ylræktar 431.102 41.150 13.561 55.388<br />

Blómaáburður 8.210 - - -<br />

Samtals 67.816.536 - - -<br />

2.1 Starfsleyfi<br />

2.1.1 Innfluttur áburður<br />

Alls fluttu 19 fyrirtæki inn áburð árið 2009. Innflutningi má skipta í 4 flokka (ath. sum fyrirtæki flytja inn fleira en einn<br />

flokk):<br />

2.1.2 Innlend framleiðsla<br />

Enginn efnaáburður (tilbúinn áburður) er framleiddur á Íslandi. Nokkur fyrirtæki vinna áburð úr lífrænum efnum eða<br />

blanda ólífrænan áburð í vökva. Um er að ræða framleiðslu á kjötmjöli, moltu, kalki, aukaafurðum úr fiski og þörungamjöl.<br />

Blómaáburður er ýmist framleiddur með því að blanda efnaáburð í vökva eða þörungamjöli í vökva. Alls eru 9 fyrirtæki<br />

skráð sem framleiða innlendan áburð, þar af voru 1 skráð árið 2008.<br />

Kjötmjöl er framleitt af Förgun ehf. í Flóahreppi. Verksmiðjan vinnur úr úrgangi frá sláturhúsum og kjötvinnslum á<br />

Suðurlandi. Kjötmjölið má nota sem áburð sé það ekki unnið úr áhættuvefjum dýra.<br />

Tvær jarðgerðarstöðvar framleiða moltu m.a. úr sláturúrgangi, en það eru Jarðgerð ehf. á Sauðárkróki og Molta ehf í<br />

Eyjafirði. Hvorug verksmiðjan hefur fengið viðurkenningu fyrir afurðir sínar og þurfa þær að koma framleiðsluferli sínu í<br />

lag. Þessar stöðvar mega því ekki afhenda afurðir sínar til annars en urðunar á löglegum urðunarstað.<br />

Aðrir skráðir framleiðendur moltu án sláturúrgangs á landinu eru:<br />

• Íslenska Gámafélagið í Gufunesi, sem vinnur moltu úr heimilisúrgangi.<br />

• Sorpa, sem vinnur einnig moltu úr heimilisúrgangi, garðaúrgangi og fleiru.<br />

• Íslenska Kalkþörungafélagið ehf á Bíldudal, framleiðir m.a. áburðarkalk úr kalkþörungum.<br />

• Þörungamjöl m.a. til áburðar er framleitt í Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum.<br />

• Þrjú íslensk fyrirtæki framleiða blómaáburð fyrir stofublóm.<br />

2.2 Eftirlit<br />

2.2.1 Innfluttur áburður<br />

Á undanförnum árum hefur skipulögð vöruskoðun og sýnataka verið fyrst og fremst á innfluttum tún- og jarðræktaráburði.<br />

Á árinu 2009 voru tekin 31 eftirlitssýni af 31 áburðartegund.<br />

Efnagreiningar á þessum 31 eftirlitssýnum gáfu þær niðurstöður að 5 sýni voru með efnainnihald fyrir neðan leyfileg<br />

vikmörk (14%). Sýni voru tekin af 31 áburðartegundum og reyndust 5 þeirra hafa efnainnihald neðan leyfðra vikmarka.<br />

Ekki verður heimilt að dreifa þessum 5 tegundum til notenda fyrr en að sýnt hefur verið fram á með sýnatökum og<br />

efnagreiningum að efnainnihald áburðarins sé ofan við leyfð vikmörk.<br />

Við eftirlit kom einnig í ljós að merkingargallar voru á nokkrum áburðartegundum. Þeir fólust m.a. í að letur hafði máðst<br />

af sekkjunum, upplýsingar á sekkjum voru rangar eða ófullnægjandi og í sumum tilfellum voru merkingar á erlendum<br />

tungumálum. Samkvæmt reglugerðum skulu merkingar vera skýrar, óafmáanlegar, réttar og á íslensku.<br />

2.1.2 Innlend framleiðsla<br />

Matvælastofnun annast eftirlit með innlendri framleiðslu á áburði í samstarfi við héraðsdýralækna og heilbrigðiseftirlit<br />

sveitarfélaga. Þar sem hráefni í þessari framleiðslu er að verulegu leyti lífrænt m.a. dýraafurðir snýst það eftirlit fyrst og<br />

fremst að framleiðsluháttum og heilnæmi hráefna.<br />

2.3 Fundir og fræðsla<br />

MAST tók þátt í Fræðaþingi landbúnaðarinns í febrúar 2009. Valgeir Bjarnason var í undirbúningsnefnd Fræðaþingsins,<br />

hann er einnig í undirbúningsnefnd fyrir Fræðaþing 2009. Valgeir tók einnig þátt í árlegum fundi norrænna fóðureftirlita<br />

í Danmörku í ágúst. Valgeir hefur einnig sótt samnorræna vinnufundi um eftirlit með erfðabreyttum matvælum og fóðri.<br />

• Tún- og jarðræktaráburður, 5 fyrirtæki, fækkar um eitt milli ára.<br />

• Áburður til garðyrkju og ylræktar, 6 fyrirtæki<br />

• Áburður á íþróttavelli, 3 fyrirtæki<br />

• Blómaáburður til heimilisnota, 13 fyrirtæki<br />

30 31

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!