20.01.2015 Views

hér - Matvælastofnun

hér - Matvælastofnun

hér - Matvælastofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

V<br />

V<br />

7. Kjöt og kjötafurðir<br />

Starfandi sláturhús voru 16 á árinu.<br />

Tafla V.7.1: Magn slátrunar hjá sláturleyfishöfum og hlutdeild markaðar<br />

Hross Nautgripir Sauðfé Svín Alifuglar<br />

Sláturleyfishafi stk. kg. stk. kg. stk. kg. stk. kg. stk kg.<br />

Sláturfélag Suðurlands 2.443 339.777 5.640 948.271 97.426 1.572.903 10.869 879.983<br />

Sláturhús KVH ehf 1.088 138.712 1.300 264.379 80.660 1.349.197 0 0<br />

SAH Afurðir ehf 2.488 263.285 1.432 293.193 91.185 1.492.081 0 0<br />

Kaupfélag Skagfirðinga 567 81.873 1.235 219.607 102.216 1.657.326 0 4.422<br />

Norðlenska ehf 164 22.258 4.943 900.437 76.980 1.284.871 15.846 1.204.351<br />

Norðlenska Höfn 0 0 0 0 32.638 514.720 0 0<br />

B. Jensen ehf 307 63.975 1.101 219.717 0 0 5.239 440.655<br />

Sláturhúsið Hellu hf 972 104.134 4.420 863.089 0 0 747 59.790<br />

Sláturfélag Vopnfirðinga 21 4.110 242 52.343 28.377 474.032 0 0<br />

Fjallalamb 30.093 495.672 0 0<br />

Stjörnugrís h/f 51.098 3.785.439<br />

Ísfugl 699.577 1.194.703<br />

Matfugl ehf 1.931.544 2.865.942<br />

Reykjagarður hf 1.963.005 3.079.458<br />

Ísen 2.511* 6.027*<br />

Samtals 8.050 1.018.124 20.313 3.761.036 539.575 8.840.802 83.799 6.374.640 4.596.637 7.146.130<br />

7.1 Starfsleyfi<br />

Ekki voru veitt ný starfsleyfi á árinu. Sláturfélagi Vopnfirðinga var veitt leyfi til útflutnings á dilkakjöti í heilum skrokkum.<br />

7.2 Eftirlit<br />

Við upphaf sauðfjárslátrunar í ágúst voru haldin samræmingarnámskeið fyrir kjötmatsmenn sem störfuðu í sláturtíðinni.<br />

Þá kom út handbók um snyrtingu sauðfjárskrokka sem unnin hafði verið í samvinnu við Matís með styrk frá<br />

Bændasamtökum Íslands.<br />

Af niðurstöðum kjötmatsins má nefna að árið 2009 var vænleiki sláturlamba mjög svipaður og metárið 2008, meðalvigt<br />

var 15,85 kg. Framleiðsla dilkakjöts var nær óbreytt milli ára (0,2% minni). Holdfyllingarmat var áfram að meðaltali mjög<br />

gott og fitustig lækkaði aðeins. Hlutfall feitustu flokkanna (fitufl. 3+, 4 og 5) fór úr 11,8% í 11,6%.<br />

Framleiðsla á nautgripakjöti var 4,3% (154 tonnum) meiri en 2008. Skipting í matsflokka var svipuð, þó fór heldur lægra<br />

hlutfall ungneytaskrokka í úrvalsflokk (9,6% í stað 11,7%) en meðalvigt í þeim flokki hækkar um 3 kg milli ára í 280,4 kg.<br />

Framleiðsla grísakjöts dróst saman um 6% (388 tonn) milli ára en jókst lítillega á hrossakjöti (1,3% eða 13 tonn). Nánari<br />

upplýsingar um skiptingu kjöttegunda í matsflokka eru birtar í töflum í Viðauka 3 (VII.3).<br />

7.3 Rannsóknir<br />

Aðskotaefnasýni voru tekin samkvæmt eftirlitsáætlun MAST. Þau voru greind á Keldum, hjá Matís og erlendum<br />

rannsóknarstofum. Niðurstöður voru allar fullnægjandi. Einnig voru tekin vatnssýni til eftirlits í sláturhúsunum og<br />

vinnslusölum þeirra. Þær niðurstöður voru í flestum tilfellum fullnægjandi og alltaf eftir rannsókn á aukasýni eftir að<br />

úrbætur höfðu verið gerðar.<br />

7.4 Fundir og fræðsla<br />

Sérgreinadýralæknir sótti 5 daga námskeið í Budapest um aflífun dýra og velferð þeirra í sláturhúsum. Haldið var<br />

námskeið fyrir aðstoðarfólk í sláturhúsum á Blönduósi í byrjun sláturtíðar. Einnig var haldinn upplýsingafundur fyrir<br />

erlenda dýralækna og nýja íslenska sem fóru til starfa í sauðfjársláturtíð.<br />

Haldin voru erindi á málþingi um Nýjan norrænan mat og á morgunverðarfundi Matís um villibráð og meðferð hennar.<br />

Þess utan kynningar innan MAST um nýjar reglugerðir í tengslum við samþykkt Matvælafrumvarpsins og við innleiðingu<br />

reglugerða ESB.<br />

Daglegt eftirlit er á höndum héraðsdýralækna. Sérgreinadýralæknar fóru einnig í húsin mismunandi oft eftir eðli og umfangi<br />

starfsemi. Framkvæmdar voru úttektir á innra eftirliti og á störfum héraðs- og eftirlitsdýralækna. Almennt er staðan góð<br />

í sauðfjárslátrun, en húsin eiga lengra í land með að standast Evrópukröfur um slátrun á öðrum búfjártegundum, nema<br />

þau sem þegar hafa leyfi til útflutnings þangað.<br />

7.2.1 Yfirkjötmat<br />

Yfirkjötmat Matvælastofnunar nær til kinda-, stórgripa- og svínakjöts og er fjórþætt:<br />

• Mótun reglna um kjötmat<br />

--<br />

Hafa forystu um mótun á reglum um gæðamat og flokkun á kjöti og fylgjast með nýjungum<br />

• Skipun kjötmatsmanna og fræðsla<br />

--<br />

Skipuleggja námskeið fyrir kjötmatsmenn sláturhúsa<br />

--<br />

Meta hæfni þeirra<br />

--<br />

Leiðbeina þeim og samræma störf þeirra með reglubundnum hætti<br />

• Yfirmat<br />

--<br />

Skera úr ágreiningi um kjötmat og störf kjötmatsmanna<br />

• Söfnun upplýsinga<br />

--<br />

Sjá til þess að safnað sé upplýsingum um gæðamat á kjöti og að þær séu til reiðu á aðgengilegu formi<br />

Árið 2009 var haft eftirlit með kjötmati í 11 sláturhúsum á vegum 10 sláturleyfishafa. Stórgripum var slátrað í 9 þeirra,<br />

svínum í 6 og sauðfé í 8 sláturhúsum. Sláturhúsin voru heimsótt, kjötmatið tekið út og kjötmatsmönnum leiðbeint.<br />

Framkvæmd kjötmatsins var með eðlilegum hætti en í fáeinum ágreiningsmálum fór fram yfirmat.<br />

42 43

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!