20.01.2015 Views

hér - Matvælastofnun

hér - Matvælastofnun

hér - Matvælastofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

VI<br />

VI<br />

3.9 Reglur um flutning nautgripa milli búa<br />

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið skipaði nefnd í desember 2008, sem falið var að gera tillögu að reglugerð um<br />

flutning nautgripa milli búa. Nefndin lauk störfum í desember 2009 og skilaði tillögum til ráðuneytisins í janúar 2010.<br />

Í nefndinni sátu Auður Lilja Arnþórsdóttir frá Matvælastofnun, Eggert Gunnarsson frá Tilraunastöð HÍ í meinafræði að<br />

Keldum og Jón Viðar Jónmundsson frá Bændasamtökum Íslands.<br />

3.10 Verklag við ákvörðun um meðhöndlun sóttmengaðs úrgangs<br />

Í maímánuði var skipaður vinnuhópur sem falið var að semja ferillýsingu varðandi samskipti stofnanna þegar upp<br />

koma tilfelli þar sem farga þarf smituðum dýraúrgangi. Vinnuhópurinn lauk störfum á árinu og skilaði tillögu til Halldórs<br />

Runólfssonar yfirdýralæknis í janúar 2010. Í vinnuhópnum áttu sæti Auður Lilja Arnþórsdóttir frá Matvælastofnun, Birgir<br />

Þórðarson frá heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Helgi Jensson frá Umhverfisstofnun og Ólöf Vilbergsdóttir frá heilbrigðiseftirliti<br />

Reykjavíkur.<br />

3.11 Endurskoðun á reglugerð um riðuveiki í sauðfé<br />

Vinnuhópur var skipaður á árinu til að vinna að endurskoðun á reglugerð um útrýmingu á riðuveiki. Þeirri vinnu er ekki<br />

lokið. Í hópnum sitja Auður Lilja Arnþórsdóttir, Halldór Runólfsson, Sverrir Sverrisson, Viktor Pálsson og Þorsteinn<br />

Ólafsson, öll starfsmenn Matvælastofnunar.<br />

3.12 Rannsóknarverkefni vegna riðuveiki í sauðfé<br />

Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum og Matvælastofnun sóttu um styrk til rannsóknar á riðuveiki í sauðfé, til<br />

Framleiðnisjóðs landbúnaðarins í mars og til Rannsóknarmiðstöðvar Íslands (Rannís) í september. Fyrirhugað var að<br />

rannsaka faraldsfræðilega þætti riðuveiki, umfang smits og erfðafræðilega þætti, í þeim tilgangi að öðlast vísbendingar<br />

um uppruna smits og hugsanlegar smitleiðir. Styrkirnir fengust ekki.<br />

4. Alifuglar<br />

Framleiðsla á alifuglum á landinu árið 2009 var sem hér segir:<br />

• Kjúklingaframleiðsla: Í 82 eldishúsum voru aldir til slátrunar 599 eldishópar.<br />

• Kalkúnaframleiðsla: 24 eldishópar voru framleiddir hjá einum framleiðenda.<br />

• Andaframleiðsla: 14 eldishópar voru framleiddir hjá einum framleiðenda.<br />

• Eggjaframleiðsla: Hjá 12 framleiðendum með yfir 100 hænum voru framleidd neysluegg í 23 húsum<br />

með búrhænum og í 10 húsum með gólfhænum.<br />

4.1 Sjúkdómar<br />

4.1.1 Innflutningur<br />

Á landinu eru starfræktar fimm einangrunarstöðvar með útungun fyrir innflutt frjóegg og uppeldi fugla, þrjár fyrir holdaog<br />

varphænsnastofn, ein fyrir kalkúnastofn og ein fyrir andastofn. Þar að auki er ein einangrunarstöð starfræk eingöngu<br />

fyrir uppeldi á holdahænsnastofni.<br />

Á árinu 2009 voru fluttir inn einu sinni frjóegg fyrir varphænsnastofn (bæði fyrir hvítar og brúnar varphænur) og níu<br />

sinnum fyrir holdahænsnastofn. Einn af þremur innflutningum á frjóeggjum fyrir kalkúnastofn misfórst og var eggjunum<br />

fargað.<br />

Annar innflutningur gekk vel og litið var um vanhöld og engar grunsemdir um sjúkdóma komu upp.<br />

4.1.2 Bólusetningar<br />

Eins og áður er bólusett gegn hænsnalömun, blávængjaveiki og hníslasótt. Heilbrigði alifugla á Íslandi er hér með því<br />

besta sem þekkist.<br />

4.1.3 Krufningar<br />

Samtals voru send hræ til krufningar úr 7 alifuglahópum. Í þremur kjúklingahópum fannst kólísmit og er sá sýkill helsta<br />

ógn ungra kjúklingahópa. Með viðeigandi fúkalyfjum væri hægt að minnka tjónið, en vegna strangra lyfjalaga og<br />

vandamáls með birgðir lyfja eru sýktir hópar yfirleitt ekki meðhöndlaðir.<br />

Vegna aukinna og endurtekinna dauðsfalla í kjúklingahópum í einu húsi voru send nokkur hræ úr einum hópi en ekki var<br />

hægt að fá svör úr krufningu til að staðfesta dauðaorsökina.<br />

Send voru hræ úr tveimur holdahænsnastofnum og leiddi krufningin í ljós i bæði skiptin að um áverka á fótum var að<br />

ræða vegna óviðeigandi innréttingar eða búnaðar.<br />

Upp kom grunur um smit með Salmonella Enteritidis í sjúklingi vegna snertingar við lítinn varphænsnahóp. Þess vegna<br />

var öllum hænum á viðkomandi bú fargað og þær sendar í krufningu og salmonellurækt, en ekki var hægt að finna<br />

salmonellusmit í fuglahópnum.<br />

4.1.4 Sjúkdómaskimun<br />

Blóðsýni voru tekin sem hér segir:<br />

• Holdahænsnastofn: 80 sýni<br />

• Varphænsnastofn: 40 sýni<br />

• Varphænur: 98 sýni<br />

• Kalkúnahænur : 20 sýni<br />

70 71

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!