20.01.2015 Views

hér - Matvælastofnun

hér - Matvælastofnun

hér - Matvælastofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

VI<br />

VI<br />

6. Hross<br />

Hrossaræktin hefur þá sérstöðu í íslenskum landbúnaði að skapa miklar gjaldeyristekjur með útflutningi á lifandi hestum<br />

auk þess sem útflutningur á hrossakjöti er umtalsverður. Mikið er í húfi að viðhalda heilbrigði íslenska hrossastofnsins<br />

enda er hann einhver dýrmætasta erfðaauðlind landsins. Samkvæmt forðagæsluskýrslum fyrir árið 2009 eru nú 102.625<br />

hross í landinu.<br />

Á árinu voru 1589 hross flutt út á fæti, flest til Þýskalands, 448 hross, en rúmlega 300 hross fóru til Dannmerkur og álíka<br />

fjöldi til Svíþjóðar. Um 340 tonn af hrossakjöti voru flutt út á árinu, en heildar hrossakjötsframleiðslan var um 1000 tonn.<br />

6.1 Sjúkdómar<br />

6.1.1 Smitsjúkdómar<br />

Engar tilkynningar um smitsjúkdóma bárust á árinu.<br />

Fyrstu mánuði ársins var þó enn verið að takst á<br />

við salmonellusýkingu sem kom upp í hrossahjörð<br />

á Kjalarnesi. Dýralæknir hrossasjúkdóma vann<br />

í samvinnu við héraðsdýralækni að úttekt á<br />

viðbrögðunum við því tilviki. Í framhaldinu voru<br />

viðbrögð við hópsýkingum í dýrum til sérstakrar<br />

skoðunar hjá MAST.<br />

Tvær fræðslugreinar um smitsjúkdóma og<br />

hópsýkingar í hrossum komu út á árinu.<br />

6.1.2 Skimanir<br />

Tilgangur skimana er að afla reglubundið gagna sem eru lýsandi fyrir stöðu smitsjúkdóma í íslenska hrossastofninum.<br />

Slík gögn eru mikilvæg fyrir útflutning hrossa frá landinu, t.d. með því að rökstyðja að þau eigi að vera undanþegin<br />

sóttkví við komuna til annara landa, og einnig leggja þau grunn að áhættumati vegna hugsanlegra óska um innflutning<br />

á lifandi hrossum eða efðaefni þeirra.<br />

Sýnatökuáætlun var gerð vegna skimunar fyrir þremur smitsjúkdómum í hrossastofninum: hestainflúensu, herpes týpu<br />

1/4 og smitandi blóðleysi. Skoðuð voru sýni úr 60 stóðhestum víðsvegar að af landinu, sem hver um sig hafði sannanlega<br />

haft náin samskipti við a.m.k. 100 hross mánuðina fyrir sýnatökuna. Sýnin voru valin úr lífsýnabanka íslenska hestsins.<br />

Öll sýnin reyndust neikvæð.<br />

6.1.3 Spatt<br />

Dýralæknir hrossasjúkdóma vinnur í samvinnu við Bændasamtök Íslands að fyrirbyggjandi aðgerðum gegn spatti í<br />

íslenska hrossastofninum. Sýnt hefur verið fram á að lækka megi tíðni sjúkdómsins með því að forðast að rækta<br />

undan hestum sem sjálfir greinast ungir með spatt. Frá árinu 2005 hefur verið gerð sú krafa til allra stóðhesta sem<br />

koma til kynbótadóms 5 vetra og eldri að þeir hafi verið röntgenmyndaðir m.t.t. sjúkdómsins og niðurstaða þeirrar<br />

greiningar gerð opinber í gagnabankanum Veraldarfeng (WF). Dýralæknir hrossasjúkdóma sér um samræmdan aflestur<br />

röntgenmyndanna og skráningu niðurstaðna í WF og hefur auk þess yfirumsjón með aflestri og skráningu sjúkdómsins<br />

í öðrum aðildarlöndum alþjóðasamtaka íslenska hestsins (FEIF).<br />

Árlega berast myndir af um 150 - 200 stóðhestum til aflestrar í þessum tilgangi.<br />

6.2 Dýravelferð<br />

Helstu verkefni dýralæknis hrossasjúkdóma eru:<br />

• Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn hrossasjúkdómum<br />

--<br />

Rannsóknir<br />

--<br />

Fræðsla, auglýsingar<br />

--<br />

Greiningar<br />

• Viðbrögð gegn smitsjúkdómum<br />

• Skimanir fyrir smitsjúkdómum<br />

• Dýravernd<br />

--<br />

Stefnumótun<br />

--<br />

Viðbrögð<br />

• Sjúkdóma- og lyfjaskráningar í hrossum<br />

--<br />

Eftirlit<br />

--<br />

Úrvinnsla<br />

• Önnur stjórnsýsluverkefni varðandi hross og afurðir þeirra<br />

Eftirlit með fóðrun og aðbúnaði hrossa fór fram skv. lögum um búfjárhald. Héraðsdýralæknar fylgdu málum eftir hver í<br />

sínu héraði.<br />

Önnur áhersluatriði á sviði dýravelferðar voru: Heilbrigði og meðferð keppnishesta og munnur hestsins.<br />

Dýralæknir hrossasjúkdóma hafði yfirumsjón með eftirliti með heilbrigði keppnishrossa á Fjórðungsmóti Vesturlands<br />

og fór einnig á Heimsleika íslenska hestsins í Brunnadern í Sviss sem nefndarmaður í Dýraverndarráði FEIF og skilaði<br />

skýrslu um dýravernd á leikunum.<br />

Unnið er að sérstöku fræðsluátaki um særindi í munni hesta m.t.t. beislisbúnaðar og vandamála tengdum tönnum.<br />

Verkefnið er styrkt af Þróunarfjárnefnd hrossaræktarinnar og er það unnið í samstarfi við Helgu Thoroddsen reiðkennara<br />

og Torbjörn Lundström tannlækni.<br />

6.3 Rannsóknir<br />

6.3.1 Sumarexem<br />

Dýralæknir hrossasjúkdóma situr í verkefnisstjórn sumarexemsrannsókna. Rannsóknirnar hafa skilað umtalsverðum<br />

árangri og er m.a búið að einangra og staðfesta áhrif allra helstu ofnæmisvaldanna sem eru prótein í munnvatni<br />

smámýsins Culicoides spp. Nú er verið að þróa aðferðir til afnæmingar og/eða bólusetninga gegn sjúkdómnum.<br />

Rannsóknirnar eru unnar í samstarfi við fjölda erlendra rannsóknahópa. Dýralæknir hrossasjúkdóma á einnig aðild<br />

að nýju verkefni á þessu sviði sem unnið er í samvinnu við Cornell háskólann í Bandaríkjunum og Tilraunastöðina á<br />

Keldum. Í því verkefni verður prófuð kenningin um að mótefni í broddmjólk hryssna, sem þegar hafa verið stungnar af<br />

smámýi Culicoides spp., verji afkvæmi þeirra gegn sumarexemi.<br />

6.3.2 Spatt<br />

Spatt (slitgigt í flötu liðum hækilsins) er algengur sjúkdómur í íslenska hestinum sem leitt getur til langvinnrar helti og<br />

komið niður á ganghæfileikum hrossa. Hestar geta einnig verið einkennalausir þrátt fyrir umtalsverðar kalkanir í flötu<br />

liðum hækilsins og helgast það af því að ekki er um eiginlega hreyfiliði að ræða heldur er hlutverk þeirra fyrst og fremst<br />

að dempa högg. Sýnt hefur verið fram á arfgengi sjúkdómsins og á grundvelli þeirrar þekkingar hafa fyrirbyggjandi<br />

aðgerðir nú verið byggðar inn í kynbótastarfið. Áframhaldandi rannsóknir á spatti eru nauðsynlegar til að flýta þessum<br />

erfðaframförum enn frekar. Verið er að prófa þá kenningu að sjúkdómurinn erfist í gegnum óheppilega byggingu hækilsins<br />

og að þann byggingargalla sé hægt að greina strax frá unga aldri. Rannsóknin er unni í samvinnu við Dýralæknadeild<br />

Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar og Dýralæknaskólann í Alfort í Frakklandi.<br />

„Aðferðir til að meta fyrstu stig slitgigtar í hæklum á íslenskum hestum með þrívíðri byggingargreiningu, myndgreiningum<br />

og greiningu blóðþátta“ er rannsóknaverkefni sem beinist að því að greina byggingu hækilsins með nákvæmum<br />

mæliaðferðum hjá tveimur hópum unghrossa. Hóparnir eru þannig valdir að líklegt er að þeir beri með sér mismunadi<br />

mikla arfgenga hættu á að fá spatt. Annar hópurinn er undan hryssum og hestum sem ekki er hægt að greina að hafi<br />

spatt samkvæmt röntgenmyndatöku en í hinum hópnum greindust báðir foreldrarnir með spatt. Tilraunahrossin lifa í<br />

þrjú sumur og verður bygging þeirra metin einu sinni að sumri. Við 15 – 17 mánaða aldurinn var elsta fyrsta árgangi<br />

tilraunahrossanna slátrað og hæklarnir fluttir ferskir til Svíþjóðar til myndgreiningar og meinafræðilegra greininga.<br />

Samstarfsaðilar við sænska dýralæknaháskólann framkvæma mjög nákvæmar rannsóknir á byggingu hæklanna<br />

og heilbrigði þeirra með sneiðmyndatökum og vefjameinafræðilegum rannsóknum. Þannig verður hægt að greina<br />

beinabygginguna í smáatriðum og sjá hvar nákvæmlega í liðunum brjóskeyðingin byrjar og hvernig hún breiðist út. Með<br />

þessu móti verður vonandi hægt að finna út hvað veldur brjóskeyðingu í flötu liðum hækilsins hjá ungum hrossum og<br />

hvort greina megi þann byggingargalla með berum augum og nota til að flýta kynbótum á þessu sviði.<br />

6.3.3 Önnur rannsóknaverkefni<br />

Dýralæknir hrossasjúkdóma sat í tveimur doktorsnefndum við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri;<br />

• Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir. Uppruni íslenska hrossastofnsins. 2006 –<br />

• Þorvaldur Kristjánsson. Samband byggingar og hæfileika hjá íslenskum hrossum. 2007-<br />

78 79

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!