20.01.2015 Views

hér - Matvælastofnun

hér - Matvælastofnun

hér - Matvælastofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

I<br />

I<br />

2. Rekstur og fjármál<br />

Á árinu 2008 var hafin vinna við að innleiða gæðakerfi hjá stofnuninni sem er byggt á ISO 9001:2004 og var vinnu<br />

við það haldið áfram á árinu 2009. Heimasíða stofnunarinnar var endurbætt þar sem áhersla var lögð á auðveldara<br />

aðgengi upplýsinga fyrir viðskiptavini. Á árinu var einnig hafin markviss uppbygging á nýjum gagnagrunnum m.a. til að<br />

einfalda og auka öryggi í skráningu upplýsinga en einnig til að tryggja einfaldara og skilvirkara eftirlit. Fyrsta verkefnið<br />

var uppbygging á eftirlitsgrunni sem sniðinn er að eftirliti með mjólkurframleiðslu bænda en síðan er ætlunin að útfæra<br />

það frekar yfir á önnur eftirlitsverkefni. Einnig var hafin vinna við að byggja upp gagnagrunn um sjúkdómaskráningar,<br />

lyfjameðhöndlanir og bólusetningar á búfé en reiknað er með að þeirri vinnu verði að fullu lokið í september 2010. Á<br />

árinu var hafin undirbúningur að uppsetningu á landupplýsingakerfi fyrir stofnunina þar sem gagnaþekjur stofnunarinnar<br />

verða aðgengilegar fyrir starfsmenn í svokallaðri kortavefsjá. Innleiðing verkbókhalds hófst á árinu með því að ákveðið<br />

var að taka upp nýtt viðverukerfi og samhliða hófst verkskráning starfsmanna.<br />

Rekstur og fjármál stofnunarinnar voru í þokkalegu jafnvægi á árinu þrátt fyrir talsverða aðhaldskröfu á rekstur<br />

stofnunarinnar en aðhaldskrafan nam alls um 68 mkr. Alls er áætlaður 42,2 mkr. tekjuafgangur af rekstri stofnunarinnar<br />

á árinu 2009, á móti 39,2 mkr. tekjuafgangi árið á undan. Ríkisframlagið fór úr 768,3 mkr. árið 2008 í 782,6 mkr. árið<br />

2009 og hækkaði um 1,9% á milli ára. Uppsafnaður rekstrarafgangur fyrri ára var um 22,9 mkr. í byrjun árs en í lok<br />

árs var hann um 65,1 mkr. Launakostnaður er stærsti einstaki rekstrarliðurinn með alls um 623 mkr. eða um 64,9% af<br />

heildar rekstrarkostnaði en að baki því liggja alls 74 ársverk. Aðkeypt sérfræðiþjónusta var annar stærsti rekstrarliðurinn<br />

með alls um 121,6 mkr. en þar af voru um 91 mkr. vegna aðkeyptra rannsókna og um 14 mkr. vegna dýralækna.<br />

Húsnæðiskostnaður er svo þriðji stærsti rekstrarliðurinn með um 99,9 mkr. en þar af var húsaleiga um 70 mkr.<br />

Tafla I.2.1: Rekstrarreikningur árið 2009<br />

Matvælastofnun 2009 2008<br />

Tekjur<br />

Gjöld<br />

Sértekjur 18.415.774 19.071.508<br />

Ríkistekjur 200.801.592 208.827.783<br />

219.217.366 227.899.291<br />

Laun og launatengd gjöld 622.878.488 623.889.931<br />

Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður 26.473.685 24.952.246<br />

Funda- og ferðakostnaður 44.210.273 42.104.506<br />

Aðkeypt sérfræðiþjónusta 121.609.917 128.439.066<br />

Rekstur áhalda og tækja 10.494.711 6.640.281<br />

Annar rekstrarkostnaður 13.128.695 9.778.733<br />

Húsnæðiskostnaður 99.862.343 94.860.160<br />

Bifreiðarekstur 14.100.838 15.084.376<br />

Tilfærslur 770.000 710.500<br />

953.528.950 946.459.799<br />

Eignakaup 6.512.078 10.594.300<br />

960.041.028 957.054.099<br />

Tekjuafgangur (tekjuhalli) fyrir hreinar fjármunatekjur (740.823.662) (729.154.808)<br />

Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) 472.363 97.640<br />

Tekjuafgangur (tekjuhalli) fyrir ríkisframlag (740.351.299) (729.057.168)<br />

Ríkisframlag 782.600.000 768.280.000<br />

Tekjuafgangur (tekjuhalli) ársins 42.248.701 39.222.832<br />

3. Starfsmenn<br />

Hjólað í vinnuna: MAST hafnaði í 23. sæti af 77 í fjölda km.<br />

Árið 2009 urðu ekki miklar breytingar í starfsmannamálum<br />

Matvælastofnunar. Á árinu voru unnin 70,2 ársverk hjá<br />

stofnunni samanborið við 73,2 ársverk árið 2008.<br />

Í ársbyrjun voru 70 starfsmenn hjá<br />

stofnuninni en 76 starfsmenn<br />

í árslok. Þar af voru 5<br />

starfsmenn í fæðingarorlofi<br />

og 3 starfsmenn í<br />

tímabundinni ráðningu í<br />

þeirra stað og voru virk<br />

stöðugildi 65,2. Tveir<br />

fastráðnir starfsmenn sögðu<br />

upp störfum hjá stofnuninni á árinu og var starfsmannavelta því um 3%. Nokkuð var<br />

hins vegar um tímabundnar ráðningar í tengslum við afleysingar og skammtímaverkefni.<br />

Menntun starfsmanna er á þann veg að 86% starfsmanna eru með háskólapróf.<br />

Hlutfall kynjanna hjá MAST má sjá á meðfylgjandi mynd en í árslok voru 53% starfsmanna karlar en 47% konur og helst<br />

nánast óbreytt á milli ára.<br />

Myndin hér að neðan sýnir fjölda starfsmanna á hverju sviði, hæst hlutfall starfsmanna starfa á umdæmisskrifstofum<br />

víða um land en sem fyrr er svið matvælaöryggis og neytendamála stærsta einstaka sviðið hjá MAST.<br />

Mynd I.3.2: Dreifing starfsmanna milli sviða og skrifstofa<br />

Umdæmi héraðsdýralækna<br />

Stjó rnsýsla<br />

Rekstur og mannauður<br />

Matvælaöryggi og neytendamál<br />

Inn- og útflutningur<br />

Heilbrigði og velferð dýra<br />

Áhættumat og gæðastjórnun<br />

Meðalaldur starfsmanna hjá MAST er 48,3 ár og hækkar lítillega á milli ára sem er eðlilegt í ljósi lítillar starfsmannaveltu.<br />

Dreifing aldurs er frá 25 ára aldri upp í 69 ára. Eins og sjá má á myndinni hér að neðan verða umskipti í skiptingu milli<br />

kynja eftir því sem aldurinn hækkar, konur í miklum meirihluta hjá yngri starfsmönnum en þegar aldur hækkar snýst<br />

dæmið við og eru karlar þar í miklum meirihluta.<br />

Mynd I.3.3: Aldursdreifing starfsmanna<br />

16<br />

14<br />

12<br />

10<br />

8<br />

6<br />

Mynd I.3.1:<br />

Kynjaskipting starfsmanna<br />

Karlar<br />

Konur<br />

05 10 15 20 25 30<br />

Konur<br />

Karlar<br />

4<br />

2<br />

0<br />

26-30 31-35 36-40 41-45 46-50 51-55 56-60 61-65 66-70<br />

6 7

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!