20.01.2015 Views

hér - Matvælastofnun

hér - Matvælastofnun

hér - Matvælastofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

VI<br />

VI<br />

13. Útflutningur<br />

Meðal hlutverka Matvælastofnunar er að gefa út heilbrigðisvottorð með dýrum og dýraafurðum sem flutt eru út frá<br />

Íslandi. Yfirlýsingar í heilbirgðisvottorðum eru háðar kröfum móttökulands.<br />

13.1 Hross<br />

Árið 2009 voru flutt út 1589 hross. Hrossaútflutningur dróst saman árin 1996-2006. Síðan<br />

hefur orðið lítilháttar aukning (heimild: www.worldfengur.com). Þróunina má sjá á myndinni<br />

hér fyrir neðan.<br />

Mynd VI.13.1: Hrossaútflutningur 1995-2009 (samtals 27886 hross)<br />

3000<br />

2500<br />

2000<br />

1500<br />

1000<br />

500<br />

0<br />

Mynd VI.13.2: Kynjaskipting útfluttra hrossa 1995-2009<br />

Fjöldi<br />

1600<br />

1400<br />

1200<br />

1000<br />

800<br />

600<br />

400<br />

200<br />

0<br />

1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009<br />

1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009<br />

Graðhestar Hryssur Geldingar<br />

13.2 Búfjárafurðir<br />

Útflutningur á búfjárafurðum jókst um 68 % á árinu 2009 miðað við árið á undan. Mest varð aukningin í útflutningi á heyi,<br />

húðum, kindakjöti og ull og gærum.<br />

Mynd VI.13.3: Útflutningur á búfjárafurðum 2009<br />

Magn (kg)<br />

3000000<br />

2500000<br />

2000000<br />

1500000<br />

1000000<br />

500000<br />

0<br />

Tafla VI.13.1: Dreifing<br />

hrossaútflutnings 2009<br />

Land<br />

Fjöldi<br />

Svíþjóð 7090<br />

Þýskaland 6828<br />

Danmörk 4468<br />

Noregur 2354<br />

USA 1791<br />

Sviss 1422<br />

Finnland 1341<br />

Austurríki 735<br />

Holland 576<br />

Canada 523<br />

Bretland 249<br />

Færeyjar 177<br />

Ítalía 85<br />

Belgía 61<br />

Frakkland 55<br />

Grænland 43<br />

Slóvenía 29<br />

Luxembourg 16<br />

Ungverjaland 11<br />

Nýja-Sjáland 10<br />

Mexikó 7<br />

Írland 5<br />

Rúmenía 4<br />

Pólland 3<br />

Rússland 2<br />

Ástralía 1<br />

Samtals 27886<br />

Dúnn Hey Húðir - Hross Húðir - Naut Húðir - Sauðfé Húðir - Svín Lambabein Ull<br />

Fjöldi sendinga<br />

60<br />

50<br />

40<br />

30<br />

20<br />

10<br />

0<br />

14. Nefndarstörf<br />

14.1 Stjórnskipuð samstarfsnefnd um sóttvarnir<br />

Þessi nefnd starfar samkvæmt sóttvarnalögum nr. 19/1997 með síðari breytingum og hlutverk hennar er einkum að afla<br />

nauðsynlegra gagna og hafa yfirumsjón með nauðsynlegum aðgerðum til að meta og uppræta smithættu eða hættu<br />

sem stafar af dýrum, matvælum, starfsemi, vatni, skolplögnum, loftræstingu eða öðru í umhverfinu sem getur dreift<br />

smitnæmum sjúkdómsvöldum, eiturefnum eða geislavirkum efnum sem ógna heilsu manna. Nefndin heldur fundi að<br />

minnsta kosti ársfjórðungslega en auk þess eru haldnir fundir þegar þörf er talin á.<br />

Í nefndinn situr af hálfu Dýraheilbrigðissviðs Halldór Runólfsson og Auður Lilja Arnþórsdóttir sem varafulltrúi.<br />

14.2 Lyfjanefnd<br />

Lyfjanefnd starfar samkvæmt lyfjalögum nr. 93/1994 og er ráðgjafarnefnd Lyfjastofnunarinna um lyfjamál. Nefndin er<br />

skipuð fimm mönnum með sérfræðikunnáttu á sem víðustu sviði læknis- og lyfjafræði og þegar fjallað er um dýralyf<br />

taka sæti í nefndinni yfirdýralæknir og dýralæknir, skipaður af ráðherra í samráði við formann nefndarinnar. Halldór<br />

Runólfsson er aðalfulltrúi og Björn Steinbjörnsson er varafulltrúi.<br />

14.3 Nefnd um sýklalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi<br />

Þessi nefnd starfar samkvæmt sóttvarnalögum nr. 19/1997 með síðari breytingum og hlutverk hennar er einkum að<br />

vakta ónæmi fyrir sýklalyfjum meðal sýkla í mönnum, dýrum og umhverfi. Jafnframt skal nefndin fylgjast með notkun<br />

sýklalyfja og vera yfirvöldum og öðrum er málið varðar til ráðgjafar um aðgerðir til að sporna við ofnotkun sýklalyfja og<br />

öðru sem að gagni má koma til að hindra myndun ónæmis. Halldór Runólfsson situr í nefndinni.<br />

14.4 Tilraunadýranefnd<br />

Þessi nefnd starfar samkvæmt lögum nr. 15/1994 um dýravernd og helsta hlutverk hennar er að veita leyfi til þeirra<br />

dýratilrauna sem uppfylla skilyrði reglugerðar nr. 279/2002 um dýratilraunir. Halldór Runólfsson er formaður nefndarinnar<br />

og auk þess situr Sigríður Björnsdóttir dýralæknir og Jón Kalmansson siðfræðingur í nefndinni og Anna Ólöf Haraldsdóttir<br />

er ritari nefndarinnar.<br />

14.5 Fisksjúkdómanefnd<br />

Þessi nefnd starfar samkvæmt lögum nr. 60/2006 um varnir gegn fisksjúkdómum. Helsta hlutverk nefndarinnar er að<br />

vera Matvælastofnun til ráðgjafar við framkvæmd laganna, en þar er tekið fram að stofnunin skuli hafa forgöngu um að<br />

stundaðar séu fisksjúkdómarannsóknir og geri tillögur til ráðherra um aðferðir til varnar útbreiðslu fisksjúkdóma. Halldór<br />

Runólfsson er formaður nefndarinnar og varamaður hans og ritari nefndarinnar er Gísli Jónsson.<br />

14.6 Stjórn Tilraunastöðvarinnar á Keldum<br />

Stjórnin starfar samkvæmt lögum nr. 67/1990 um Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Hlutverk<br />

stjórnar stofnunarinnar er m.a. að marka stofnuninni stefnu í samráði við forstöðumann og sérfræðinga stofnunarinnar.<br />

Að samþykkja starfs- og fjárhagsáætlanir Tilraunastöðvarinnar og bera ábyrgð á reikningum hennar og fjalla um árlega<br />

skýrslu forstöðumanns. Halldór Runólfsson er skipaður af Háskólaráði samkvæmt tilnefningu landbúnaðarráðherra.<br />

14.7 Samráðshópur um kræklingarækt.<br />

Nefndin var sett á laggirnar af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra árið 2008 til að ræða um stöðu og möguleika<br />

kræklingaræktar á Íslandi. Í nefndinni eiga sæti fulltrúar Matvælastofnunar, Matís, Hafrannsóknastofnunar og<br />

Skelræktar – samtaka skelræktenda. Formaður er fulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þór Gunnarsson er<br />

fulltrúi Matvælastofnunar í nefndinni.<br />

90 91

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!