20.01.2015 Views

hér - Matvælastofnun

hér - Matvælastofnun

hér - Matvælastofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

VI<br />

VI<br />

8. Nautgripir<br />

Samkvæmt forðagæsluskýrslum voru 72.371 nautgripir í landinu; þar af 26.804 mjólkurkýr á 748 búum, 1.510 holdakýr<br />

á 132 bæjum og 18.583 geldneyti á 879 bæjum.<br />

8.1 Sjúkdómar<br />

Sjúkdómavöktun var þannig að leitað var að kúariðu í heilasýnum úr 98 fullorðnum nautgripum og voru niðurstöður allar<br />

neikvæðar. Ástæða þótti til þess að senda eitt sýni úr holdakú með einkenni frá miðtaugakerfinu til kúariðurannsóknar.<br />

Þar var um heilabólgu af öðrum orsökum að ræða.<br />

Garnasýni til rannsóknar á garnaveiki eru tekin úr nautgripum í sláturhúsum ef grunsamlegar breytingar sjást í görnum<br />

og eitlum. Í tveimur sýnum sem tekin voru fundust engin merki um garnaveiki. Tekin voru 42 blóðsýni til skimunar á<br />

garnaveiki vegna flutnings á nautgripum og voru þau öll neikvæð.<br />

Tekin voru 75 mjólkursýni úr mjólkurtönkum til að rannsaka m.t.t. smitandi hvítblæðis (EBL), smitandi barkabólgu/<br />

fósturláts (IBR/IPV) og smitandi slímhúðarpestar (BVD). Þau voru öll neikvæð. Blóðsýni úr 79 kúm voru rannsökuð m.t.t.<br />

smitandi fósturláts (Bovine Brucellosis, Brucella abortus) og voru einnig öll neikvæð.<br />

Salmonella fannst á einu kúabúi (S. typhimurium). Gerðar voru viðeigandi ráðstafanir og sýkingin gekk yfir. Smitið<br />

uppgötvaðist vegna sýkingar í tveimur ungmennum frá bænum. Aðrir veiktust ekki og ekki sáust sjúkdómseinkenni á<br />

nautgripum á bænum.<br />

Allar rannsóknir voru gerðar á Tilraunastöð Háskólans á Keldum eða fyrir milligöngu hennar á erlendum rannsóknarstofum.<br />

Tilraunastöðin á Keldum fær alltaf stök sýni úr kúm til greiningar. Mörg þeirra koma frá eftirlitsdýralæknum í sláturhúsum<br />

ef þeir sjá eitthvað í innri líffærum sem þeim finnst að þurfi að rannsaka eða sé forvitnilegt að rannsaka. Þessi sýni voru<br />

innan við tug og voru niðurstöðurnar af jafn margvíslegum toga.<br />

8.2 Dýravelferð<br />

Unnið er að því að skrifa fjósaskoðunarhandbók fyrir héraðsdýralækna og eftirlitsdýralækna. Reglugerð um aðbúnað<br />

nautgripa og eftirlit með framleiðslu mjólkur og annarra afurða þeirra kveður á um að héraðsdýralæknar hafi eftirlit með<br />

framkvæmd hennar. Það eftirlit er af tvennum toga, annars vegar eftirlit með heilbrigði afurðanna og hins vegar með<br />

velferð og umhirðu gripanna. Handbókinni er ætlað að samræma þetta eftirlit og sjá til þess að jafnræði sé hvar sem<br />

búið er í landinu. Lögð er áhersla á að tekið sé tillit til líðan nautgripanna og horft til þess að aðbúnaður þeirra sé sem<br />

bestur.<br />

Farið var í átak vegna útivistar nautgripa vegna þess að grunur var um að kýr væru ekki settar út á einhverjum bæjum.<br />

Ástæða þótti til þess að skrifa 18 bændum bréf þar sem þess var krafist að ákvæðum reglugerðarinnar um 8 vikna útivist<br />

nautgripa væri framfylgt. Í 8 tilfellum var orðið við kröfum MAST og í nokkrum tilfellum var gefinn frestur til að bæta úr<br />

fyrir næsta sumar.<br />

8.3 Rannsóknir<br />

Nefnd á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sem í sátu Auður L. Arnþórsdóttir dýralæknir, formaður, Jón<br />

Viðar Jónmundsson ráðunautur og Eggert Gunnarsson dýralæknir gerði skýrslu um áhættugreiningu vegna garnaveiki í<br />

nautgripum á Íslandi. Í framhaldi af þeirri skýrslu voru þau skipuð í nefnd til þess að gera reglugerð um flutning nautgripa<br />

milli búa. Nefndin hefur skilað drögum að reglugerð til ráðuneytisins en þau hafa ekki komið til umsagnar ennþá.<br />

8.4 Fundir og fræðslustörf<br />

9. Sauðfé og geitur<br />

Sauðkindur á landinu voru 466.269, þar af 364.384 ær hjá 2.666 eigendum, hrútar voru 11.734, ásettar gimbrar 81.104<br />

og ásettir lambhrútar 9.047. Geitur voru 609 hjá 48 eigendum. Leyft var að flytja 2.865 gimbrar og 880 hrúta til lífs milli<br />

varnarhólfa frá bæjum sem höfðu leyfi til að selja líflömb.<br />

9.1 Sjúkdómar<br />

Leitað var að garnaveiki í 377 garnabútum úr fullorðnum kindum og fannst garnaveiki í þeim í þremur kindum þannig.<br />

Auk þess var skimað eftir mögulegum garnaveikieinkennum í görnum úr fullorðnum kindum í sláturhúsum. Garnaveiki<br />

fannst einnig í tveimur kindum sem var lógað vegna gruns um garnaveiki.<br />

Leitað var að riðu í 1673 heilasýnum sem tekin voru í sláturhúsum og fundust engin einkenni riðu í þeim. Í janúar var<br />

tveimur kindum lógað vegna gruns um riðuveiki. Var önnur frá Dæli í Sæmundarhlíð í Skagafirði og hin var frá Dæli í<br />

Skíðadal í Eyjafirði. Var staðfest að þær væru báðar með riðuveiki. Eftir niðurskurð voru rannsökuð sýni úr 136 kindum<br />

og voru reyndust 4 sýktar af riðuveiki. Í Dæli í Skíðadal fannst ein kind af 29 sýkt af riðu.<br />

Að Keldum eru send sýni úr öllum landshlutum, það geta verið blóðsýni, vefjasýni eða hræ af fóstrum, lömbum eða<br />

fullorðnum dýrum. Slík sýni fengu tæplega 70 númer á Keldum og varða þá margfalt fleiri einstaklinga. Sýnin eru send<br />

inn af bændum eða dýralæknum ýmist að eigin frumkvæði eða vegna þess að MAST telur ástæðu til að staðfesta eða<br />

afsanna einhverjar sýkingar.<br />

Slíkar sendingar sýndu fram á lungnapest í kindum í Reykhólahreppi, en þar hefur ekki greinst lungnapest áður. Var<br />

það til þess að kindur voru bólusettar á nokkrum bæjum þar. Á tveimur bæjum hefur greinst sýking sem ekki hefur verið<br />

greind hér á landi áður eða Clostridium sordelli sem veldur drepi í æxlunarfærum dýra. Erlendis hefur þessi sýkill greinst<br />

í ýmsum dýrategundum auk áa. Það er sammerkt með þessum tveimur bæjum sem eru í sitt hvoru varnarhólfi að þar<br />

er hálmur notaður sem undirburður.<br />

9.2 Velferð<br />

Því miður hefur stofnunin þurft að takast á við erfið mál vegna vanhirðu á sauðfé. Því miður er eitthvað um að<br />

umráðamenn dýra gera sér ekki grein fyrir eigin vangetu til að sinna dýrunum. Þá getur farið svo að fólk blindast og sér<br />

ekki eða vill ekki sjá að dýrunum líður ill og þau vanþrífast. Slík mál reyna mjög á héraðsdýralækna, búfjáreftirlitsmenn<br />

og sveitastjórnarfólk. Reynsla starfsfólks Matvælastofnunar hefur vaxið í slíkum málum og það er kominn betri farvegur<br />

fyrir slík mál sem leiðir til umbóta og ef ekki eru aðrir kostir til kærumála og dóms. Er vonandi að slíkum málum fækki og<br />

að í framtíðinni heyri þau til algjörra undantekninga.<br />

Tafla VI.9.1: Sala líflamba 2009<br />

Varnarhólf söluaðila Hrútar Gimbrar<br />

Snæfellsneshólf 72 295<br />

Steingrímsfjarðarhólf 292 1076<br />

Reykjaneshólf 38 175<br />

Miðvestfjarðarhólf 137 209<br />

Öxarfjarðarhólf 105 434<br />

Sléttuhólf 19 147<br />

Norðausturlandshólf 255 817<br />

Hrútadagurinn á Raufarhöfn 89 -<br />

Öræfahólf 40 661<br />

Samtals 880 2865<br />

Lömb samtals - 3745<br />

Þorsteinn Ólafsson sem ráðinn var dýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma frá 1. janúar 2009 er í stjórn NKVet og situr<br />

flestar ráðstefnur á þeirra vegum. Þorsteinn tók þátt í kennslu bæði við bændadeild og háskóladeild Landbúnaðarháskóla<br />

Íslands á Hvanneyri. Hann er einnig fulltrúi MAST í fagráði í nautgriparækt.<br />

82 83

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!