20.01.2015 Views

hér - Matvælastofnun

hér - Matvælastofnun

hér - Matvælastofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

V<br />

V<br />

5.2.4 Eftirlitsheimsókn Eftirlitsstofnunar EFTA<br />

Unnið hefur verið aðgerðum sem settar voru fram í áætlun um úrbætur sem var gerð eftir eftirlitsheimsókn ESA í<br />

september 2008. Fyrirkomulagi skoðana skoðunarstofa var breytt á árinu þannig að ákveðin áhersla var í hverri skoðun<br />

s.s. meðhöndlun hráefnis og vöru í vinnslu, kælikeðjan, umgengni, rekjanleiki, merkingar,innraeftirlit og HACCP. Í hverri<br />

skoðun voru alltaf skoðaðar skráningar innra eftirlits, hreinlæti og þrif og eftirfylgni frá síðustu skoðun. Tilgangurinn með<br />

áherslumiðuðum skoðunum var að knýja fram úrbætur á þeim sviðum sem ESA hafði bent á. Eftirfylgni Matvælastofnunar<br />

beindist svo einkum að þeim fyrirtækjum sem voru með flest frávik.<br />

ESA benti á að þekking á HACCP væri ábótavant bæði í fyrirtækjum og meðal skoðunarmanna. Matvælastofnum<br />

skipulagði tveggja daga HACCP námskeið fyrir eftirlitsaðila, fyrirtæki og ráðgjafa í sjávarútvegi. Einnig beitti<br />

Matvælastofnun sér fyrir því að framboð HACCP námskeiða og fræðslu fyrir starfsfólk í sjávarútvegi yrði aukið.<br />

5.2.5 Samræmi í skoðunum<br />

Það er hlutverk MAST að tryggja samræmi í skoðunum meðal fiskvinnslufyritækja. Í þeim tilgangi gefur stofnunin út<br />

skoðunarhandbækur sem innihalda allar kröfur sem gerðar eru til vinnsluleyfishafa í fiskvinnslum varðandi innra eftirlit,<br />

starfsumhverfi, starfsfólk og vinnsluaðferðir, ásamt fyrirmælum um verklag við skoðanir.<br />

Skoðunarhandbækurnar eru 5 talsins:<br />

• Almenn skoðunarhandbók – til úttekta á landvinnslufyrirtækjum og vinnsluskipum<br />

• Skoðunarhandbók fyrir skelfiskvinnslu<br />

• Skoðunarhandbók fyrir fiskimjöl og lýsi<br />

• Skoðunarhandbók fyrir skip og báta<br />

• Skoðunarhandbók fyrir fiskþurrkanir<br />

Skoðunarhandbækurnar gegna lykilhlutverki varðandi það að tryggja samræmi í framkvæmd skoðana hjá<br />

vinnsluleyfishöfum. Samræmingaraðgerðir með starfsemi faggiltu skoðunarstofanna af hálfu MAST felast að auki í<br />

leiðbeiningum, samanburðareftirliti, tölfræðiathugunum og fundahöldum með skoðunarmönnum.Bækurnar eru birtar á<br />

heimasíðu Matvælastofnunar.<br />

5.3 Eftirlit með fiskvinnslufyrirtækjum á innanlandsmarkaði<br />

Með lögum nr. 167/2007 um breytingu á ýmsum lögum vegna tilfærslu verkefna innan Stjórnarráðs Íslands, varð sú<br />

breyting að fiskvinnslur sem framleitt höfðu einvörðungu fyrir innanlandsmarkað, voru felldar undir eftirlit Matvælastofnunar<br />

svo fremi að starfsemin væri ekki í tengslum við smásölu. Þessi ákvæði er að finna í e.-lið 6. greinar laga nr. 93/1995<br />

um matvæli. Fram til þess höfðu flest þessara fyrirtækja verið undir eftirliti heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Vegna<br />

fyrirhugaðrar innleiðingar hollustuhátta- og eftirlitsreglugerða Evrópusambandsins var ákveðið að bíða með þessa<br />

yfirtöku þar til fyrir lægi ákvörðun um framtíðarskipulag eftirlits innan sjávarútvegsins, en eins og fram kemur í lið 5.2.1<br />

þá annast skoðunarstofur reglubundið eftirlit í fiskvinnslufyrirtækjum. Með innleiðingu reglugerða Evrópusambandsins<br />

skyldi þetta ákvæði endurkoðast. Ófyrirsjánleg töf varð á þessari kerfisbreytingu og nú liggur fyrir að endurskoðun<br />

ákvæðisins um skoðunarstofur kemur ekki til framkvæmda fyrr en 1. mars 2011. Þegar þetta varð ljóst var hafist handa<br />

við að kortleggja hvaða fyrirtæki það væru sem munu færast undir eftirlit Matvælastofnunar. Stefnt er að því að þessari<br />

yfirfærslu verði lokið í mars 2010.<br />

5.4 Fundir og fræðsla<br />

Starfsmaður MAST hélt erindi á Norrænu eftirlitsráðstefnunni í Malmö: Hollustuhættir í fiskvinnslu, könnun og erindi<br />

norrænni lögfræðingaráðstefnu í Reykjavík: Fusk med fisk.<br />

Starfsmenn sóttu 3 námskeið sem skipulögð voru af ESB/DG SANCO. Einn starfsmaður sótti námskeið í Porto<br />

HACCP Course Type 2: audit to verify implementation of HACCP systems by food and feed business operators .<br />

Námskeiðið Training on Hygiene and Controls in Fishery Products and LBM var haldið á Spáni og var það sótt af tveimur<br />

starfsmönnum. Fimm starfsmenn sóttu námskeið; HACCP í sjávarútvegi sem skipulagt var af MATÍS fyrir MAST.<br />

6. Grænmeti og ávextir<br />

Matvælastofnun fer með eftirlit með varnarefnaleifum í ávöxtum og grænmeti í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga.<br />

Eftirlitið er í samræmi við reglugerð nr. 672/2008 um varnarefnaleifar í matvælum og fóðri og reglugerð 736/2003 um<br />

sýnatökur og meðhöndlun sýna fyrir mælingar á aðskotaefnum í matvælum. Með reglugerð 672/2008 eru hámarksleifar<br />

varnarefna samræmdar því sem er í Evrópusambandinu og þar með á EES. Enn á þó eftir að innleiða hérlendis viðauka<br />

við reglugerðina og gilda enn hámarksgildi úr eldri reglugerð.<br />

6.1 Starfsleyfi<br />

Eftirlit með matvælafyrirtækjum sem dreifa grænmeti og ávöxtum er í höndum Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga.<br />

Matvælastofnun veitir leyfi til stofnræktunar á kartöfluútsæði sbr. reglugerð 455/2006 um kartöfluútsæði og veitir<br />

kartöflubændum leyfi til að selja útsæði til almennrar dreifingar (sjá kafla III:3.2.1).<br />

6.2 Eftirlit<br />

Árið 2009 voru tekin 300 sýni af ávöxtum og grænmeti af innfluttri vöru og innlendri framleiðslu til eftirlits með leifum<br />

varnarefna. 116 sýni voru tekin af ávöxtum, allt erlend framleiðsla og 184 af grænmeti, en um helmingurinn var íslensk<br />

framleiðsla. Sýnatökur dreifðust á tímabilið frá byrjun febrúar fram í miðjan desember.<br />

Flest fyrirtæki sem flytja inn ávexti og grænmeti eru staðsett á eftirlitssvæði Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.<br />

Matvælasvið Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur tók sýni tvisvar til fjórum sinnum í mánuði hjá innflutningsaðilum og<br />

dreifingaraðilum á höfuðborgarsvæðinu, 6-12 sýni í hverri sýnatökuferð. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands tók þátt í sýnatökum<br />

árið 2009 og fór eina ferð til nokkurra framleiðenda grænmetis og tók hjá þeim sýni til mælinga varnarefnaleifa.<br />

Árið 2009 voru ekki tekin sýni vegna mælinga á nítrati í grænu blaðgrænmeti.<br />

6.3 Rannsóknir<br />

MAST gerði samning við Matís ohf. um mælingar á varnarefnaleifum í ávöxtum<br />

og grænmeti. Varnarefnaleifar eru mældar á rannsóknastofu Matís ohf á<br />

Akureyri og eru sýni send til Akureyrar á sýnatökudegi.<br />

Í upphafi árs var skimað fyrir leifum 48 varnarefna á rannsóknastofu Matís ohf.,<br />

en í apríl var 13 nýjum varnarefnum bætt við og urðu efnin þá 61 talsins. Efnin<br />

sem bættust við eru: Acefat, bitertanól, fenarimól, fention, fipronil, fosmet,<br />

methiocarb, myclobutanil, pyridabem, pyrimethanil, pirimicarb, terbuconazole<br />

og tetradifon.<br />

Af sýnunum 300 voru 208 (69%) án varnarefnaleifa eða reyndust ekki innihalda<br />

leifar neins af þeim varnarefnum sem skimað var fyrir. Önnur sýni innihéldu<br />

leifar eins eða fleiri efna, en tvö sýni reyndust hvort fyrir sig innihalda leifar 5<br />

mismunandi efna. Efnin sem oftast greindust voru Imasalil (53), Tíabendasól<br />

(31) og Klórpyrifos (25).<br />

Sýnategund<br />

Tafla V.6.1: Sýnataka 2009<br />

Ljóst er af framangreindu að ástand ávaxta og grænmetis á markaði hérlendis er gott, en þó er brýn þörf á að fjölga<br />

þeim efnum sem skimað er fyrir. Krafa þar að lútandi kemur einnig fram í reglugerð EB nr 1213/2008 um samræmda<br />

eftirlitsáætlun bandalagsins fyrir árin 2009, 2010 og 2011 til að tryggja að reglum um hámarksgildi sé fylgt og til að<br />

meta fæðutengd váhrif neytenda vegna varnarefnaleifa í og á matvælum af jurta-og dýrauppruna. Þar er einnig krafa<br />

um að skimað verði fyrir varnarefnaleifum í kornvöru og dýraafurðum. Ísland hefur fengið frest til 5 ára til að uppfylla<br />

mæliskyldu sem fram kemur í þessari reglugerð.<br />

Ástæða er til að benda á að þau hámarksgildi sem sett eru fyrir varnarefni eru alla jafnan mjög lág og magn þeirra sem<br />

finnast kann í matvælum á að vera langt undir því sem hugsanlega gæti verið varasamt heilsu manna.<br />

Fjöldi<br />

Sítrusávextir 37<br />

Kjarnávextir 23<br />

Steinaldin 5<br />

Ber 22<br />

Ýmsir ávextir 29<br />

Kartöflur 16<br />

Rótar og hnýðisgrænmeti 25<br />

Grænmetisaldin 71<br />

Blaðgrænmeti og krydd 17<br />

Kál 29<br />

Stilkgrænmeti 6<br />

Laukur 16<br />

Ertur og belgávextir 2<br />

Sveppir 2<br />

40 41

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!