20.01.2015 Views

hér - Matvælastofnun

hér - Matvælastofnun

hér - Matvælastofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

V<br />

V<br />

Tafla V.4.1: Innflutningur og nýskráðar fóðurtegundir eftir dýrategund<br />

Dýrategund Fjöldi tilkynninga um innfl. Heildar innfl. á fóðri (tonn) Fjöldi nýskráðra fóðurtegunda<br />

Jórturdýr 337 3.517 20<br />

Alifuglar 165 1.488 21<br />

Svín 222 825 15<br />

Fiskar 75 217 10<br />

Loðdýr 33 367 2<br />

Hross 75 217 20<br />

Gæludýr 426 2.217 49<br />

Óskilgreint 227 69.905 7<br />

Öll stærstu fóðurfyrirtæki landsins sem framleiða fóður fyrir dýr til manneldis voru heimsótt á árinu 2009. Á árinu var<br />

fylgt eftir áherslu sem lögð var á að sannreyna að fóðurfyrirtæki hefðu yfir að ráða áætlun um innra eftirlit í samræmi við<br />

kröfur í 14. viðauka reglugerðar nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri árið 2008. Jafnframt var lögð áhersla á að sannreyna<br />

innra gæðaeftirlit fóðurgerðar á svínabúum og ganga úr skugga um að innra eftirlit virkaði eins og gert er ráð fyrir. Á<br />

árinu voru tekin 64 sýni af fóðri, á móti 29 sýnum árið 2008. Af þessum 64 sýnum voru 13 greind með tilliti til salmonellu<br />

og reyndist ekkert sýni jákvætt. Tíu sýni voru greind með tilliti til díoxíns og díoxín-líkra PCB efna og reyndust þau öll<br />

undir heimilum mörkum. Ýmis óæskileg efni eins og arsen (7), blý (6), kvikasilfur (8), sveppaeitur (6), plágueyðar (7) og<br />

fúkkalyf (17) voru greind í nokkrum sýnum auk smásjárgreiningar á kjötmjöli í 2 sýnum. Niðurstöður voru á einn veg,<br />

allar mælingar voru undir heimilum mörkum.<br />

4.3 Fundir og fræðsla<br />

MAST tók þátt í fræðaþingi landbúnaðarinns í febrúar 2009.<br />

Starfsmaður fóðureftirlits MAST tók þátt í árlegum fundi norrænna fóðureftirlitsstarfsmanna með starfssystkinum í<br />

Eystrasaltslöndum sem haldinn var í Danmörku í lok ágúst. Starfsmaður fóðureftirlitsins var fulltrúi Íslands á vinnufundum<br />

EFTA um fóður.<br />

5. Fiskur og fiskafurðir<br />

Um framleiðslueftirlit með sjávarafurðum gilda lög nr. 55/1998 um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða og<br />

reglugerðir sem settar hafa verið með stoð í þeim. Markmið laganna er að tryggja að íslenskar sjávarafurðir séu<br />

heilnæmar, að afurðirnar standist kröfur um gæði og að þær séu framleiddar við fullnægjandi hreinlætisaðstæður.<br />

Matvælastofnun gefur út vinnsluleyfi til framleiðslu sjávarafurða, hefur umsjón með reglubundnu eftirliti með starfs- og<br />

vinnsluleyfishöfum og áminnir eða sviptir þá vinnsluleyfum, gerist þeir brotlegir við gildandi lög og reglur.<br />

Faggiltar skoðunarstofur annast reglubundið eftirlit með hreinlæti, aðstöðu, búnaði og innra eftirliti vinnsluleyfishafa<br />

í umboði og undir eftirliti Matvælastofnunar. Starfsleyfisveitingar til þeirra eru í höndum stofnunarinnar. Faggiltar<br />

skoðunarstofur eru skoðaðar árlega af þar til bærum faggildingaraðilum og hafa starfsmenn stofnunarinnar komið<br />

að þeim úttektum sem tæknilegir ráðgjafar. Faggiltar skoðunarstofur í sjávarútvegi eru tvær, þ.e. Aðalskoðun ehf. og<br />

Frumherji hf. – Matvælasvið.<br />

5.1 Starfsleyfi<br />

Matvælastofnun veitir fiskvinnslufyrirtækjum og vinnsluskipum vinnsluleyfi. Að auki veitir stofnunin starfsleyfi til annarra<br />

fiskiskipa. Matvælastofnun annast upphafsskoðun hjá þeim aðilum sem ráðgera að hefja fiskvinnslu en skoðunarstofurnar<br />

sjá síðan um reglulegt eftirlit þegar stofnunin hefur veitt viðeigandi leyfi.<br />

Á árinu voru útgefin 48 ný landvinnsluleyfi en 44 leyfi voru felld úr gildi. Í lok árs voru alls 490 vinnsluleyfi í gildi vegna<br />

landvinnslu og 52 skip með leyfi til frystingar eða vinnslu um borð.<br />

5.2 Eftirlit<br />

5.2.1 Eftirlit á vettvangi<br />

Hið beina eftirlit með starfsemi vinnsluaðila er framkvæmt af skoðunarstofunum í umboði Matvælastofnunar. Fjöldi<br />

reglubundinna skoðana skoðunarstofanna í hverju fyrirtæki eru fjórar á ári eða hlutfallslega færri ef um árstíðabundna<br />

vinnslu er að ræða. Þeirri nýbreytni var komið á á árinu að áherslumiðuðum skoðunum var komið á í landvinnslufyrirtækjum<br />

í heilsársvinnslu. Ákveðin áhersluatriði voru skoðuð á hverju 3ja mánaða tímabili auk þess sem ákveðin grundvallaratriði<br />

voru alltaf skoðuð. Samhliða skoðunum voru framleiðslufyrirtækjunum kynntar ýmsar áherslubreytingar sem verða<br />

á ábyrgð þeirra með innleiðingu hollustuháttareglugerða Evrópusambandsins sem taka gildi 1. mars 2010 fyrir<br />

fiskvinnslufyrirtæki. Var þetta gert með ábendingum og tilmælum um fylgni við nýjar kröfur. Þessi nýbreytni stuðlaði að<br />

bættu samræmi milli skoðunarstofa og skoðunarmanna.<br />

Heildarfjöldi úttekta skoðunarstofa hjá landvinnslum og í vinnsluskipum á árinu 2009 var 1538. Alls var 590 málum<br />

vísað til Matvælastofnunar en málum er vísað þangað þegar fram koma athugasemdir eða frávik við skoðun sem teljast<br />

alvarleg eða hafa komið áður fram og ekki verið lagfærð.<br />

Eftirlitsmenn Matvælastofnunar sóttu heim fiskvinnslufyrirtæki og vinnsluskip 640 sinnum á árinu. Ríflega 69% þessara<br />

heimsókna var eftirfylgni vegna athugasemda sem fram komu við reglubundið eftirlit skoðunarstofanna. Alls voru gefnar<br />

út 12 aðvaranir um lokun en einu fyrirtæki var lokað tímabundið.<br />

Alls eru fjórir skoðunarmenn hjá skoðunarstofunum í fullu starfi við eftirlit en að auki sinna forstöðumenn beggja<br />

skoðunarstofanna beinu eftirliti sem hluta af sínu starfi.<br />

Hjá Matvælastofnun er eftirfylgni, samræmingareftirlit og skoðanir vegna nýrra leyfa í höndum tveggja eftirlitsmanna<br />

auk fagsviðsstjóra sem stýrir málaflokknum. Auk þess koma að eftirlitinu aðrir fagsviðsstjórar og sérfræðingar<br />

Matvælaöryggis- og neytendamálasviðs að meira eða minna leyti.<br />

5.2.2 Samvinna við veiðieftirlitssvið Fiskistofu<br />

Þegar eftirlit með meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða var í höndum Fiskistofu var samvinna milli matvælaeftirlitssviðs<br />

og veiðieftirlitssviðs Fiskistofu um eftirlit með smærri bátum sem og um borð í vinnsluskipum. Þá mældu veiðieftirlitsmenn<br />

hitastig í lönduðum afla og fylgdust með ástandi kara og almennri aflameðferð við landanir.<br />

Óformlegt samkomulag er enn til staðar milli milli stofnananna og senda veiðieftirlitsmenn af og til skýrslur um ástand<br />

mála. Æskilegt væri að komið yrði á formlegu samstarfi á þessu sviði þannig að starfsmenn Fiskistofu geti fylgt málum<br />

eftir í þeim tilvikum þegar þess gerist þörf.<br />

5.2.3 Skoðanir Matvælastofnunar í umboði rússneskra matvælayfirvalda<br />

Frá árinu 2006 hafa rússnesk matvælayfirvöld gert þær kröfur að allar fiskafurðir sem fluttar væru inn til Rússlands<br />

skyldu framleiddar hjá verksmiðjum, frystiskipum eða vinnsluskipum sem hafa verið tekin út og samþykkt af hinum<br />

rússnesku yfirvöldum.<br />

Í nóvember 2008 varð það að samkomulagi að Matvælastofnun annaðist úttektir á íslenskum skipum í umboði rússneskra<br />

yfirvalda og mælti með samþykkt þeirra sem framleiðenda fyrir rússneskan markað að uppfylltum rússneskum kröfum.<br />

Um síðustu áramót höfðu 5 skip verið skoðuð og 3 hlotið samþykki en tvö voru í samþykktarferli.<br />

Í desember 2009 var samkomulag við rússnesk matvælayfirvöld útvíkkað til muna. Samkomulagið sem var undirritað<br />

í ársbyrjun 2010 felur í sér að Matvælastofnun mun bera ábyrgð á úttektum vegna samþykkis og opinberu eftirliti<br />

fyrir Rússlandsmarkað. Samkomulagið tekur nú til fiskvinnslufyrirtækja og skipa, fiskimjölsframleiðslu, fiskeldis og<br />

kjötframleiðslufyrirtækja.<br />

Í lok árs 2009 voru 25 starfsstöðvar í landvinnslu, 4 frystiskip og 20 vinnsluskip með framleiðsluleyfi fyrir fiskafurðir fyrir<br />

Rússland.<br />

38 39

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!