20.01.2015 Views

hér - Matvælastofnun

hér - Matvælastofnun

hér - Matvælastofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

HEILBRIGÐI OG VELFERÐ DÝRA<br />

VI<br />

VI<br />

1. Um heilbrigði og velferð dýra<br />

Höfuðverkefni sviðsins er að koma í veg fyrir að nýir sjúkdómar berist til landsins og að stuðla að útrýmingu riðuveiki<br />

og garnaveiki og halda öðrum dýrasjúkdómum í skefjum og hindra útbreiðslu þeirra. Hin góða staða dýrasjúkdóma er<br />

landbúnaðinum og fiskeldinu ómetanleg auðlind.<br />

Sérgreinadýralæknar sviðsins eru sérfræðingar í sjúkdómum alifugla, fiska, hrossa, loðdýra, nautgripa, sauðfjár og<br />

svína, Auk þess eru sérfræðingar í skeldýrarækt, tilraunadýrum og faraldsfræði.<br />

2. Umdæmi<br />

Landinu er skipt í 14 umdæmi. Í hverju umdæmi er umdæmisskrifstofa MAST þar sem héraðsdýralæknir sinnir opinberu<br />

eftirliti með heilbrigði og velferð dýra og framleiðslu búfjárafurða á svæðinu.<br />

Mynd VI.2.1: Umdæmi<br />

Í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að nýir sjúkdómar berist til landsins er yfirumsjón höfð með innflutningi á dýraafurðum<br />

og á lifandi dýrum, svo sem gæludýrum, svínum og erfðaefni þeirra, loðdýrum og frjóeggjum til endurnýjunar á<br />

varpstofnum vegna eggja- og kjötframleiðslu.<br />

Varðandi dýravelferð þá veita sérfræðingar sviðsins héraðsdýralæknum og öðrum eftirlitsaðilum sérfræðiaðstoð vegna<br />

dýravelferðarmála.<br />

Sérfræðingar sviðsins hafa mikilvægu hlutverki að gegna varðandi matvælaöryggi, sérstaklega þeir sem vinna með<br />

svín, alifugla, fiskeldi og skelfisk. Ábyrg notkun dýralyfja er mikilvæg til að koma í veg fyrir að lyfjaleifar berist í fólk<br />

með matvælum af afurðagefandi dýrum. Mjög aukins eftirlits er nú krafist í nýlegri matvælalöggjöf til að tryggja þetta<br />

atriði. Útflutningur á kjöti byggist m.a. á því að eftirlit með þessu atriði sé í góðu lagi. Sérfræðingur í skeldýrum hefur<br />

yfirumsjón með töku sýna vegna hættulegs þörungaeiturs sem finnst í skeldýrum á vissum árstímum og náið eftirlit<br />

verður að vera með, til dæmis vegna útflutnings.<br />

Náið samstarf er við sérfræðinga í dýrasjúkdómarannsóknum á Keldum og við sóttvarnalækni vegna sjúkdóma sem<br />

geta borist á milli manna og dýra, svo sem salmonella, kampýlóbakter, svínaflensa, fuglaflensa og hringskyrfi. Einnig<br />

er samstarf við sérfræðinga annarra stofnana vegna förgunar á sóttmenguðum úrgangi svo sem vegna salmonella og<br />

miltisbrands.<br />

Tekist var á við fjölda verkefna á árinu 2009. Lokið var við umfangsmiklar breytingar á varnarhólfum og varnarlínum<br />

með útkomu auglýsingar nr. 739/2009 um varnarlínur vegna sauðfjársjúkdóma, en þessi vinna hófst árið 2005. Talsvert<br />

var um fræðslufundi þ.a.l.<br />

Varðandi A–sjúkdóma, þá greindist riða aðeins á tveimur bæjum í Skaga- og Eyjafjarðarumdæmi í byrjun ársins. Af B–<br />

sjúkdómum greindust salmonellasýkingar og garnaveiki á nokkrum búum og lungnafár í mink á tveimur búum. Einnig<br />

greindist nýr B-sjúkdómur, þ.e.a.s. nýtt afbrigði af svínainfluensu H1N1 á tveimur búum, þar sem starfsmenn smituðu<br />

svínin, þrátt fyrir að MAST hefði lagt mikla áherslu á að starfsmenn á svína- og alifuglabúum nytu forgangs vegna<br />

bólusetningar.<br />

Talsverð aukning varð á greiningum á salmonellu í alifuglum og svínum, en sem betur fer tókst með umfangsmiklu<br />

eftirlitskerfi með eldisdýrum og afurðum að koma í veg fyrir aukningu á sýkingum í fólki.<br />

Sérfræðingar sviðsins voru leiðandi í vinnu um gerð kerfa fyrir rafræna skráningu á sjúkdómum og lyfjameðhöndlun á<br />

búfé. Þetta mun auðvelda eftirlit með því að meðhöndlaðir gripir séu ekki sendir til slátrunar eða mjólk seld, fyrr en að<br />

loknum útskolunartíma lyfjanna. Einnig var unnið að gerð landupplýsingakerfis, sem mun t.d. hafa verulega þýðingu<br />

vegna skjótra viðbragða við smitsjúkdómum.<br />

Vinna vegna erlendra samskipta var umfangsmikil, m.a. vegna svara við spurningalista Evrópusambandsins í tengslum<br />

við aðildarumsókn Íslands og vegna spurningalista frá Rússlandi vegna sölu á búfjárafurðum. Í fiskeldinu jókst útflutningur<br />

á hrognum og seiðum, sem krefst mikils öryggis varðandi sjúkdómavöktun og vottorða þ.a.l.<br />

2.1 Héraðsdýralæknar<br />

Í sínu umdæmi hafa héraðsdýralæknar eftirlit með sláturdýrum, sláturafurðum og afurðastöðvum, ásamt eftirliti með<br />

heilbrigði, hirðingu, aðbúnaði og aðstöðu nautgripa á búum þar sem framleidd er mjólk til sölu. Héraðsdýralæknar<br />

sinna framkvæmd sóttvarnaaðgerða og fylgjast með viðhaldi varnargirðinga í umdæminu. Þeir hafa eftirlit með búfé og<br />

öðrum dýrum eftir því sem lög ákveða. Einnig halda þeir skrá yfir alla eftirlitsskylda aðila í sínu umdæmi og sinna eftirliti<br />

með þeim samkvæmt sérstakri eftirlitsáætlun, sem er endurskoðuð um hver áramót. Héraðsdýralæknar vinna einnig<br />

önnur störf sem MAST felur þeim á hverjum tíma. Samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma nr. 25/1993, eru smitsjúkdómar<br />

flokkaðir í þrjá flokka A, B og C. Flokkunin byggir á alvarleika sjúkdómanna. Skylt er að tilkynna um grun eða greiningu á<br />

A og B sjúkdómum til Matvælastofnunar en fái dýralæknir grun um C sjúkdóm skal hann hlutast til um að framkvæmdar<br />

séu frekari rannsóknir og tilkynna um málið að því marki sem nauðsynlegt er.<br />

Í Gullbringu- og Kjósarumdæmi, Skagafjarðar- og Eyjafjarðarumdæmi og Suðurlandsumdæmi sinna héraðsdýralæknar<br />

eingöngu eftirlitsstörfum, en í öðrum umdæmum annast þeir jafnframt eftirlitsstörfum einnig almenna dýralæknaþjónustu,<br />

þ.m.t. vaktþjónustu. Ávallt skal aðskilja eins og kostur er eftirlitsstörf dýralækna og almenna dýralæknisþjónustu.<br />

2.2 Eftirlitsdýralæknar<br />

Eftirlitsdýralæknar hafa starfsaðstöðu á skrifstofu héraðsdýralæknis og starfa undir stjórn viðkomandi héraðsdýralæknis<br />

við lögboðin eftirlitsstörf, m.a. kjötskoðun, eftirlit með mjólkurframleiðslu og eldi sláturdýra. Í Gullbringu- og Kjósarumdæmi,<br />

Skagafjarðar- og Eyjafjarðarumdæmi og Suðurlandsumdæmi eru starfandi eftirlitsdýralæknar allt árið. Jafnframt ræður<br />

Matvælastofnun eftirlitsdýralækna til starfa í öðrum umdæmum þar sem þess er þörf, t.d. við sauðfjárslátrun á haustin.<br />

2.3 Forðagæsluskýrsla<br />

Ár hvert taka Bændasamtök Íslands saman tölur um fjölda búfjár og magn fóðurbirgða á landinu. Miðast þessar tölur við<br />

fjölda í árslok. Skýrslur þessar koma til skoðunar hjá MAST.<br />

54 55

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!