29.07.2014 Views

FV1106.indd

FV1106.indd

FV1106.indd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

S K R I F S T O F U - O G V E R S L U N A R H Ú S<br />

Morgunblaðið hefur komið sér vel fyrir í tveimur byggingum<br />

í Hádegismóum. Prentsmiðjuhlutinn er 8000 m²<br />

og var hann tekinn í notkun árið 2003. Arkitektar hússins<br />

eru þýskir en ÞG verktakar reistu það. ÍAV reistu síðan<br />

skrifstofuhúsnæði fyrir Morgunblaðið við hlið prentsmiðjunnar.<br />

Húsnæðið er um 3900 m², hannað af THG<br />

arkitektum og VSÓ verkfræðihönnuðum. Verkinu lauk<br />

sumarið 2006.<br />

Ístak byggði húsið Laugaveg 182 árin 2000 og 2001. Það er 5000<br />

m² að stærð og þar eru til húsa Kauphöll Íslands, Sendiráð Japans,<br />

auglýsinga- og lögmannsstofur, fasteignasala, Apple á Íslandi og<br />

sitthvað fleira.<br />

Verslunar- og skrifstofuhúsnæði er víða í byggingu í Reykjavík og svo er komið að kalla<br />

mætti Borgartúnið viðskiptastræti. Annað slíkt er í uppsiglingu í Urriðaholti.<br />

- Hvað kostar skrifstofuhúsnæði um þessar<br />

mundir?<br />

„Það fer eftir ástandi og staðsetningu eignarinnar<br />

og hvort um er að ræða nýjustu<br />

húsin sem byggð hafa verið á eftirsóknarverðum<br />

svæðum. Yfirleitt er húsnæðið<br />

ekki selt fullbúið heldur tilbúið til innréttingar.<br />

Þá hefur ekki verið gengið frá innra<br />

skipulagi, heldur eru aðeins komnir útveggir<br />

og t.d. stammar fyrir lagnir. Það vantar<br />

allar innréttingar, gólfefni, loftaklæðningar,<br />

rafmagn, loftræstingu o.s.frv., sem kaupandinn<br />

tekur sjálfur að sér að ljúka við. Reikna<br />

má með að fermetrinn í svona húsnæði, og<br />

á þessu stigi, kosti á bilinu 180-230 þúsund<br />

krónur. Menn geta síðan farið ýmsar leiðir<br />

í innréttingunni. Fræðilega er hægt að innrétta<br />

skrifstofuhúsnæði fyrir 40-60 þúsund<br />

kr. á fermetra en í flestum tilvikum myndi<br />

kostnaðurinn þó verða nær 90 til 100 þúsund<br />

kr. og jafnvel hærri ef mikið er lagt í<br />

innréttingarnar.“<br />

- Hvað kostar að leigja?<br />

„Í fyrsta lagi er allur gangur á því hvernig<br />

leigutakinn tekur við húsnæðinu. Sumir eru<br />

að leigja út húsnæði sem er lengra komið<br />

en það sem ég nefndi og er til sölu. Komin<br />

eru gólfefni og búið að ganga frá loftum<br />

og raflögnum. Í öðru lagi geta leigutakar<br />

fengið að koma með hugmyndir varðandi<br />

innréttingar og skipulag og leiguupphæðin<br />

tekur þá mið af því. Leigan í besta húsnæðinu<br />

fer vissulega eftir endanlegum útbúnaði<br />

og kostnaði við hann. Annað sem ekki má<br />

gleyma er að leigusala er orðin eins og hver<br />

önnur viðskipti. Gert er ráð fyrir ákveðinni<br />

ávöxtunarkröfu þeirra fjármuna sem<br />

bundnir eru í húsnæðinu og menn ganga út<br />

frá ákveðnum forsendum varðandi afskriftir,<br />

viðhald og rekstrarkostnað, enda gerð krafa<br />

um eðlilegan hagnað af fjárfestingunni. Allt<br />

byggist þetta á ákveðinni viðskiptahugmynd<br />

og það er bein línuleg fylgni á milli þess hvað<br />

húsnæði er dýrt og leiguupphæðarinnar.<br />

Nærri lætur að séu menn að leigja út húsnæði<br />

sem kostar um 260 þúsund kr., fullinnréttað<br />

á fermetra, sé fermetrinn leigður á<br />

um 2.000 kr. Annars fer leiguupphæðin líka<br />

eftir stærð húsnæðis. Það er alltaf dýrara að<br />

taka á leigu minna rými. Sé svo um að ræða<br />

það sem kalla mætti topphúsnæði þar sem<br />

fermetrinn er metinn t.d. á um 3-400 þúsund<br />

krónur yrði leigan líka töluvert hærri.“<br />

Björn Þorri segir að hægt sé að fá húsnæði<br />

á leigu fyrir allt niður undir 1000 kr.<br />

fermetrann en ekki sé það sérlega gott húsnæði.<br />

Annars sé erfitt að alhæfa því alltaf sé<br />

best að taka raunhæf dæmi. Vaxtalækkanir<br />

segir hann hafa haft frekar jákvæð áhrif á<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 115

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!