29.07.2014 Views

FV1106.indd

FV1106.indd

FV1106.indd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

FORSÍÐUGREIN • MAÐUR ÁRSINS<br />

þeir sem sjá um að koma nýjum lyfjum á markað, innkaupastjórar<br />

og lykilsölumenn á lykilmörkuðum. Þessir fundir fylgja fastri dagskrá<br />

þar sem rennt er yfir lykiltölur. Í fyrirtækjum sem hafa vaxið jafn<br />

hratt og Actavis er mikilvægt að fylgja vel eftir öllum verkefnum og<br />

ákvörðunum til að tryggja stöðugleika í rekstrinum og geta gripið inn<br />

í ef hlutirnir þróast ekki eins og ætlað var.<br />

Framkvæmdastjórar Actavis eru víðs vegar um heim. Einn er á<br />

Írlandi, einn í Bandaríkjunum, einn í Danmörku og einn í Bretlandi,<br />

en hinir eru hér. Ég er í miklum daglegum samskiptum við framkvæmdastjórana<br />

og þeir svo aftur við sitt lykilfólk. Í sambandi við<br />

stjórnendaþjálfun fyrirtækisins hittast svo allir lykilstjórnendur.<br />

Leiðarljós við yfirtökur<br />

- Hvaða þættir ráða mestu þegar þið eruð að kaupa fyrirtæki?<br />

„Við leitum fyrirtækja sem falla að okkar aðalstarfsemi, kaupum<br />

fyrirtæki sem flýta fyrir því að við náum markmiðum okkar. Í dag<br />

erum við helst að leita að markaðsfyrirtækjum þar sem við erum ekki<br />

með starfsemi, þar sem sölustarfsemi okkar er veik fyrir, auk þess<br />

að skoða hvernig við getum aukið vöruvalið. Við höfum skilgreint<br />

hvaða markaði við viljum komast inn á. Þar þarf meira til en bara lyf<br />

og sölufólk. Það er auðvelt að leiðast út í að spá í fyrirtæki í hliðargreinum<br />

okkar: Við einbeitum okkur bara að þróun, framleiðslu og<br />

sölu samheitalyfja.<br />

Við skoðum veikleika og styrk fyrirtækjanna, skipulag þeirra,<br />

stjórnendur og tækifæri okkar til að bæta rekstur þeirra og okkar eftir<br />

kaupin. Verðið verður auðvitað að vera ásættanlegt. En við getum<br />

bæði haft áhuga á fyrirtæki sem er mjög vel eða mjög illa rekið – forsendurnar<br />

eru mismunandi.<br />

Við ætlum okkur ekki að reka 25 mismunandi félög – þannig að<br />

eftir kaupin fer samþætting í gang. Hvað varðar Alpharma lokuðum<br />

við til dæmis mörgum skrifstofum – samþætting felur í sér að samþætta<br />

rekstur skrifstofa, vöruhúsa og dreifingarkerfis, taka upp mánaðarlegt<br />

uppgjör, skilgreina markmið viðkomandi fyrirtækis og taka<br />

alla lykilstarfsmenn inn í okkar vinnuferli. Það er óhætt að segja að<br />

ekkert íslenskt félag sé jafnvíða, með jafnmarga starfsmenn og jafnsamþætta<br />

starfsemi.“<br />

- Hvort horfirðu meira á V/H-hlutfall eða EBITDA-hlutfall við<br />

kaup á fyrirtækjum?<br />

„Ég horfi á hvort tveggja, skoða kaupverð og skuldir í samhengi við<br />

framlegð en síðan skiptir miklu máli hvaða lyf fyrirtækið framleiðir,<br />

hvaða markaði kaupin færa okkur og hvernig við getum svo aukið við<br />

það sem við erum að kaupa.“<br />

- Hvernig er hefðbundið ferli Actavis við yfirtöku?<br />

„Á undanförnum árum höfum við skoðað hundruð félaga af öllum<br />

stærðum, þar af um áttatíu félög ítarlega. Athugunar- og síðan yfirtökuferlið<br />

er vel skilgreint. Við athugum lykilstærðir, framtíðaráætlanir,<br />

ef þær eru til, og rekstrartölur. Ef kaupáhugi okkar vaknar fáum<br />

við nauðsynlegar upplýsingar hjá fyrirtækinu, spyrjum okkur svo<br />

hvort það sé þess virði að skoða þetta betur og ef svo er athugum við<br />

hvort það sé áhugi á að selja.<br />

Ef menn vilja selja reynum við að ná saman um verð, gera áreiðanleikakönnun<br />

sem er oftast unnin af starfsfólki okkar, stundum í samvinnu<br />

við KPMG.<br />

Við erum í þannig aðstöðu að ef eitthvað er hugsanlega til sölu er<br />

því beint til okkar, en við höfum yfirleitt frekar áhuga á fyrirtækjum<br />

sem eru ekki komin í sölu. Það er oft auðveldara að ná saman um<br />

verð ef menn hafa ekki of fastmótaðar hugmyndir. Við erum þekktir<br />

fyrir að starfa hratt og vel við yfirtökur – það gerir okkur áhugaverða<br />

kaupendur.“<br />

Alpharma 119 milljarðar<br />

- Lýstu kaupunum á Alpharma.<br />

„Kaupin á Alpharma 2005 voru söguleg. Þau eru gott dæmi um hvað<br />

við getum brugðist skjótt við. Við ræktum samband við bankana og<br />

höfðum fyrir nokkrum árum sagt Bank of America að við hefðum<br />

áhuga á þessu fyrirtæki ef sala væri einhvern tíma á dagskrá. Síðan<br />

fréttum við að fyrirtækið væri til sölu og að Bank of America sæi um<br />

Á skrifstofunni. Þar er horft lengra en sjónauki dregur.<br />

Í upphafi fundar með framkvæmdastjórninni.<br />

24 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!