29.07.2014 Views

FV1106.indd

FV1106.indd

FV1106.indd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

FORSÍÐUGREIN • MAÐUR ÁRSINS<br />

„OKKUR LIGG<br />

Actavis stefnir að því að verða þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi<br />

• Ávöxtun í Actavis hefur verið 59% á ári síðan árið 1999 • Yfirtökurnar eru<br />

orðnar 25 og ellefu þúsund starfsmenn Actavis eru að störfum í 32 löndum.<br />

Mikill hraði einkennir starfsemina. „Okkur liggur á,“ segir Róbert Wessman.<br />

Undraverður árangur!<br />

TEXTI: JÓN G. HAUKSSON<br />

Róbert Wessman, forstjóri Actavis Group, er<br />

maður ársins í íslensku atvinnulífi árið 2006,<br />

að mati dómnefndar Frjálsrar verslunar. Hann<br />

hlýtur þennan heiður fyrir einstakan árangur við að<br />

stækka fyrirtækið, athafnasemi, djarflega framgöngu<br />

við yfirtökur á erlendum fyrirtækjum og framúrskarandi<br />

ávöxtun til hluthafa á undanförnum árum.<br />

Þegar Róbert var ráðinn forstjóri lyfjafyrirtækisins<br />

Delta í Hafnarfirði árið 1999, þá þrítugur að aldri, störfuðu<br />

100 manns hjá fyrirtækinu. Núna eru ellefu þúsund<br />

starfsmenn Actavis að störfum í 32 löndum. Arðsemi<br />

Actavis hefur verið 59% á ári að jafnaði frá árinu 1999<br />

sem auðvitað er einstök ávöxtun. Yfirtökurnar eru<br />

orðnar 25 talsins í tíð Róberts, þar af þrjár á síðustu<br />

fjörutíu dögum.<br />

Actavis Group er núna fjórða stærsta samheitalyfjafyrirtækið<br />

í heimi. Stefnan er skýr; að verða það þriðja<br />

stærsta og ná 15 til 20% vexti á hverjum markaði.<br />

Áætlaðar heildartekjur á árinu 2006 eru 127 milljarðar<br />

króna, en í fyrra voru þær ríflega 50 milljarðar.<br />

Stjórn Actavis Group undir forystu Björgólfs Thors<br />

Björgólfssonar stjórnarformanns hefur staðið þétt við<br />

hlið Róberts og annarra stjórnenda.<br />

Actavis er það samheitalyfjafyrirtæki, sem hefur<br />

vaxið hvað hraðast í heiminum hin síðari ári, og<br />

greiningardeildir erlendra banka hafa sent frá sér yfirlýsingar<br />

um að Actavis sé eitt allra áhugaverðasta<br />

félagið á sviði samheitalyfja.<br />

Skotið við gluggann með gömlum sjónauka á þrífæti,<br />

hægindastól eftir þekktan bandarískan arkitekt og andlit<br />

af konu eftir Alfreð Flóka tekur sig vel út á stórri skrifstofunni.<br />

Útsýnið í allar áttir nýtur sín til hlítar. Úr þessari<br />

byggingu er horft lengra en sjónauki dregur.<br />

Þegar gluggað er í erlendar umfjallanir um Actavis<br />

hefur ör stækkun félagsins – úr 100 manns 1999 í ellefu<br />

þúsund 2006 – vakið athygli. „En það er ekki endalaust hægt<br />

að horfa á þessa fortíð,“ segir Róbert ákveðinn. „Nú er athyglin á<br />

framtíðarsýn okkar.“<br />

Þegar Róbert kom að Delta 1999, þá þrítugur að aldri, höfðu<br />

verið átök milli lykilstjórnenda, en þáverandi stjórn Delta áleit<br />

Róbert Wessman rétta manninn til að hnika rekstrinum í betra horf.<br />

Delta hafði byggt myndarlega verksmiðju sem reyndist dýrari en<br />

áætlað var. Það voru engir peningar til að greiða laun og Íslandsbanki<br />

hafði tekið fyrir lánaviðskipti við fyrirtækið.<br />

Deilurnar bárust jafnvel inn á fundinn þar sem átti að kynna Róbert<br />

fyrir starfsmönnum svo á endanum steig hann fram og kynnti sig<br />

sjálfur. Og það var ekki aðeins sýn nýja forstjórans sem fundarmenn<br />

fýsti að heyra af – hann var líka spurður hversu gamall hann væri og<br />

hvort hann væri giftur! En hvaða möguleika sá þá Róbert í upphafi?<br />

„Delta átti góða verksmiðju og fyrirtækið var gott í að þróa ný<br />

samheitalyf – þetta var vel gert en ég áleit að hægt væri að gera enn<br />

betur með því að þróa fleiri lyf og fjárfesta í verksmiðjum þar sem<br />

framleiðslukostnaðurinn væri lágur. Mitt fyrsta verk var að hóa<br />

saman lykilstarfsmönnum, við eyddum nokkrum dögum á Hótel<br />

Örk til að koma saman og kynna sýn fyrirtækisins: Ætlunin var að<br />

stækka erlendis, efla þróunarhlutann og fjárfesta í sölukerfi – síðan<br />

hefur þetta verið kapphlaup.<br />

Sjálfur trúði ég á að Delta gæti orðið öflugt alþjóðlegt félag en af<br />

því að horfurnar voru sannarlega ekki bjartar hafði ég ekki hátt um<br />

þetta í byrjun: þetta var einfaldlega of brjálæðislegt!<br />

Samkeppnin í samheitalyfjageiranum er gríðarleg, til þess að halda<br />

sjó er nauðsynlegt að vera með mörg lyf í þróun. Þegar ég tók við<br />

störfuðu tuttugu manns í lyfjaþróun, nú eru þeir 800, 330 verkefni<br />

20 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!