29.07.2014 Views

FV1106.indd

FV1106.indd

FV1106.indd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

TÖLVUPÓSTURINN TIL ...<br />

ÓLAFUR INGI ÓLAFSSON,<br />

FRAMKVÆMDASTJÓRI ÍSLENSKU<br />

AUGLÝSINGASTOFUNNAR:<br />

Hve stór er auglýsingakakan og<br />

hvaða rými er fyrir nýja fjölmiðla?<br />

Takmörkuð auðlind<br />

„Sumir halda að auglýsingakakan sé ótakmörkuð<br />

auðlind og stækki eftir því sem fleiri fjölmiðlar vilji<br />

ná sér í bita af henni. Það er reyndar rétt að hún<br />

hefur stækkað nokkuð í uppsveiflu síðustu ára, en<br />

baráttan um molana verður samt sífellt harðari. Það<br />

þarf enga sérfræðinga til að benda okkur á stóru<br />

breytingarnar sem orðið hafa á fjölmiðlanotkun, við<br />

finnum þær og sjáum allt í kringum okkur. Sjónvarpsáhorf<br />

er margfalt dreifðara en áður og fólk<br />

ver sífellt styttri tíma til lesturs dagblaða þrátt fyrir<br />

stóraukið framboð, – en liggur á Netinu! Hlutur<br />

dagblaðanna í auglýsingakökunni er nú um 55%<br />

og er í sögulegu hámarki. Það er nánast útilokað að<br />

hugsa sér að sá hlutur stækki, jafnvel þótt blöðum<br />

fjölgi eins og útlit virðist vera fyrir. Hlutur ljósvakamiðlanna<br />

– um 35% – er heldur ekki líklegur til<br />

að stækka ef mið er tekið af þróuninni mjög víða um<br />

heim. Auglýsendur leggja allt kapp á að komast nær<br />

viðskiptavininum með það í huga að skilja og uppfylla<br />

þarfir hans betur á einstaklingsgrundvelli. Þar er<br />

veraldarvefurinn auðvitað þungamiðjan.“<br />

HEIÐRÚN JÓNSDÓTTIR,<br />

FRAMKVÆMDASTJÓRI STARFSÞRÓUNAR- OG SAMSKIPTASVIÐS<br />

EIMSKIPS:<br />

Hve margir eru starfsmenn Eimskips, og hvað þarf<br />

helst að samræma í starfsmannamálum á milli landa?<br />

Fjölgar í 8.500 starfsmenn<br />

„Til skamms tíma voru starfsmenn Eimskips rétt<br />

um eitt þúsund og hafði fjöldinn verið á því róli<br />

um nokkurt skeið. Sl. ár hefur Eimskip vaxið gríðarlega,<br />

bæði í innri vexti en þá ekki síður í ytri vexti.<br />

Stærstu kaup félagsins voru nú í nóvember þegar<br />

gengið var frá kaupum á kanadíska fyrirtækinu Atlas<br />

Cold Storage, sem er eitt stærsta fyrirtæki heims á<br />

sviði kæli- og frystiflutninga. Með kaupunum fjölgar<br />

starfsmönnum Eimskips í um 8.500. Jafnframt fer<br />

velta samstæðunnar á ári úr 20 milljörðum kr. í um<br />

100 milljarða kr. Það er því ljóst að mörg spennandi<br />

verkefni við samþættingu eru framundan, bæði<br />

á sviði starfsmannamála svo og á öðrum sviðum.<br />

Félagið á sér langa og glæsilega sögu og hér er mikið<br />

af góðu og hæfu starfsfólki, þannig að verkefnin<br />

framundan verða skemmtileg“.<br />

90 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!