29.07.2014 Views

FV1106.indd

FV1106.indd

FV1106.indd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

FORSÍÐUGREIN • MAÐUR ÁRSINS<br />

lækkað. Okkar verð er 30 prósent lægra en verð frumlyfjanna en<br />

síðan gefum við afslátt inn í stóru keðjurnar tvær sem stýra lyfjasölunni<br />

hér. Tryggingastofnun miðar endurgreiðsluna við brúttóverðið,<br />

ekki brúttóverð að afslættinum frádregnum. Ein leiðin væri að banna<br />

afslátt rétt eins og er í Danmörku og Þýskalandi. Þar með gæti Tryggingastofnun<br />

lækkað sín útgjöld og við skilað okkar nettóverði út á<br />

markaðinn sem myndi þá ýta á aðra að lækka verðið.<br />

Það hefur verið vilji í þessa átt en ekkert orðið úr aðgerðum. Þrýstingurinn<br />

hefur verið á okkur. Einfaldast væri fyrir okkur að hætta að<br />

selja litlu lyfin. Sum þeirra gætum við framleitt erlendis fyrir lægri<br />

kostnað, en þetta eru gömul lyf og það kostaði milljónir að uppfæra<br />

skráningargögn, og töluverðan tíma tæki að fá slíka umsókn samþykkta.<br />

Við erum að vinna í þessu með yfirvöldum og vonumst til að ná<br />

því á næstu tólf mánuðum að eldri lyf, sem standa ekki undir framleiðslukostnaði,<br />

verði framleidd annars staðar og flutt inn. Svigrúm<br />

fengist til verðlækkunar ef við fengjum að sleppa við að endurþróa<br />

lyfin og gætum tekið út breska skráningu hér. Á Íslandi er lyfjaverð<br />

alltaf borið saman við það sem gerist í Danmörku sem er mjög erfiður<br />

markaður.<br />

Danmörk er með lægsta lyfjaverð í Evrópu – við seljum lyfin okkar<br />

oft á hærra verði í Mið- og Austur-Evrópu en þar. Hér á Íslandi má<br />

ekki breyta verði nema með leyfi, í Danmörku er heimilt að breyta<br />

verði á tveggja vikna fresti. Apótekin eiga alltaf að afgreiða ódýrasta<br />

lyfið sem þýðir að þeir sem eru með hærra verð selja ekki sín lyf. Allir<br />

eru því með lager af óseldum lyfjum sem eru síðan seld á lægra verði<br />

áður en geymsluþolið rennur út og menn eru kannski að selja þau á<br />

5-10 prósent kostnaðarverðs.<br />

Auðvitað er ekki hægt að una við slíkt til lengdar. Við erum bara<br />

að þrjóskast við að vera þarna því við erum þekkt nafn og ef maður<br />

fer út af markaðnum er erfitt að koma þar aftur inn. Við teljum að<br />

danski markaðurinn muni breytast, lyfjafyrirtækin verði færri þar. Við<br />

viljum láta reyna á hvort markaðurinn muni ekki rjátla þetta af sér<br />

með gjaldþrotum og sölum. Samkeppni er af hinu góða en allir þurfa<br />

að eiga fyrir salti í grautinn.<br />

Þetta er umræðan í hnotskurn og flókið að útskýra hverjar aðstæðurnar<br />

eru hér í raun. Við högnumst ekki óeðlilega hér heima en<br />

vildum gjarnan leita leiða til að fá aðra niðurstöðu á þeim lyfjum<br />

sem við töpum á. Við höfum beðið erlend fyrirtæki að skrá inn lyf<br />

hér þannig að við gætum tekið okkar lyf af markaðnum en þau hafa<br />

ekki haft á því áhuga. Íslenski markaðurinn er ofboðslega lítill, álíka<br />

stór og Árósar.<br />

Við höfum lagt fram tillögur sem við teljum að geti sparað<br />

hundruð milljóna en hér þarf samstillt átak yfirvalda og lyfjafyrir-<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 33

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!