29.07.2014 Views

FV1106.indd

FV1106.indd

FV1106.indd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

FORSÍÐUGREIN • MAÐUR ÁRSINS<br />

hana. Þegar við spurðum af hverju þeir hefðu ekki talað við okkur<br />

var svarið að það væri nánast búið að selja fyrirtækið, en auk þess<br />

værum við nýbúnir að kaupa fyrirtæki og ófærir um að fjármagna<br />

enn önnur kaup.<br />

Við skrifuðum stjórn Alpharma bréf í snatri því að við vissum sem<br />

var að stjórn í skráðu bandarísku fyrirtæki gæti ekki hafnað því að<br />

ræða við okkur. Við buðum ekki hærra verð, en buðum hins vegar<br />

að klára kaupin á skemmri tíma. Þeir héldu einfaldlega að okkur væri<br />

ekki alvara.<br />

Á sama tíma áttum við bókaðan fund með Bank of America út af<br />

öðru, en ég vissi að sá sem leiddi söluferli Alpharma fyrir hönd bankans<br />

átti að vera á fundinum. Við vildum vita af hverju okkur hefði<br />

ekki verið boðið að bjóða í fyrirtækið. Svarið var aftur að við ættum<br />

ekki fyrir því og auk þess væri búið að selja fyrirtækið. Ég sagði þá<br />

að við myndum ekki leita til bankans í framtíðinni, tilkynnti að við<br />

hefðum sent stjórninni bréf og þar með fórum við af fundinum án<br />

þess að ræða málin sem lágu fyrir.<br />

Nokkrum dögum seinna barst okkur bréf um að ef við gætum<br />

klárað kaupin á sjö dögum gæti salan gengið eftir. Bankinn vildi<br />

greinilega eiga okkur áfram að vini og stjórnin hafa vaðið fyrir neðan<br />

sig – en það var líka ljóst að þeir áttu ekki von á að við gætum gert<br />

áreiðanleikakönnun á fyrirtæki sem starfaði í<br />

ellefu löndum og auk þess útvegað fjármögnun<br />

kaupa upp á rúmar 800 milljónir Bandaríkjadala.<br />

En í raun var þetta heildarfjármögnun<br />

upp á 1,7 milljarða Bandaríkjadala – eða 119<br />

milljarða króna – þar sem við þurftum að endurfjármagna<br />

eldri lán. Samhliða þessu sömdum<br />

við um kaupsamning upp á 800 blaðsíður<br />

– sennilega hefðu margir þurft vikuna til að lesa<br />

samninginn yfir hvað þá að semja um einstök<br />

atriði.<br />

Þetta gekk þó eftir – en var aðeins hægt af<br />

því við höfðum þegar tekið svo mörg fyrirtæki<br />

yfir svo að þættir eins og áreiðanleikakönnun,<br />

fjármögnun og endurfjármögnun þarf ekki að<br />

taka langan tíma. Síðast en ekki síst höfum við<br />

gott samband við bankana svo þegar á reynir geta hlutirnir gengið<br />

hratt fyrir sig.“<br />

- Hefur árangurinn af Alpharma-kaupunum orðið sá sem þið vonuðust<br />

eftir?<br />

„Árangurinn hefur orðið mjög góður og við höfum svo fylgt átaki<br />

okkar á Bandaríkjamarkaði eftir með kaupunum á Amide í fyrra og<br />

Abrika nú í nóvember.<br />

Með kaupunum á Alpharma stefndum við eins og alltaf á að ná<br />

góðri samþættingu í rekstri og sameina sölu, dreifingu, vöruhús,<br />

framleiðslu, fjármál og þróunarstarf. Við kaupin bættust þrjú þúsund<br />

starfsmenn við þá átta þúsund sem fyrir voru. Við lokuðum<br />

strax skrifstofum í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi því að<br />

bæði fyrirtækin voru með rekstur í þessum löndum, og sameinuðum<br />

starfsemina í Bandaríkjunum.<br />

Við fórum með lykilstjórnendur í þrjá daga á Hótel Búðir, fórum<br />

svo og hittum lykilstjórnendur á hverjum stað til að púsla þessu<br />

öllu saman. Við fækkuðum í millilögum Alpharma, sögðum upp<br />

200 manns af þrjú þúsund en höfum nú tilkynnt að dreifingarmiðstöðvum<br />

í Bandaríkjunum verði lokað sem þýðir að níutíu manns í<br />

viðbót verður sagt upp. Við stefnum að sameiningum verksmiðja í<br />

Fer yfir málin með aðstoðarforstjóranum, Sigurði Óla Ólafssyni.<br />

Tekur á móti gestum í heimsókn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga.<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 25

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!