29.07.2014 Views

FV1106.indd

FV1106.indd

FV1106.indd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

100 BESTU VÖRUR ÁRSINS 2006<br />

13. SÆTI: Engadget bloggið er með þeim beittari í<br />

tæknibransanum.<br />

VÉLBÚNAÐARFYRIRTÆKI ÁRSINS<br />

Með verulegt fjármagn til þróunar og mann með miklar hugsjónir í<br />

brúnni kynnti Apple enn og aftur vörur á þessu ári sem létu keppinautana<br />

skammast sín. Vídeó-iPod spilararnir (nr. 36) vöktu lukku,<br />

Makkarnir sem keyrðu á Core-Duo örgjörvunum (nr. 35) hafa aukið<br />

markaðinn fyrir Intel-örgjörva og Boot Camp hugbúnaðurinn (nr.<br />

10) hefur opnað dyrnar fyrir keyrslu Windows á Makkatölvum. Við<br />

höldum í vonina um að sumar hönnunarhugmyndir snillinganna hjá<br />

Apple veki einhvern neista meðal hinna fyrirtækjanna í bransanum.<br />

12. MOZILLA FIREFOX<br />

Netvafri (ókeypis; www.firefox.com). Varan sem trónaði á toppi<br />

þessa lista árið 2005 heldur áfram að þróast og fæst nú með fleiri<br />

eiginleikum og meira öryggi en Internet Explorer frá Microsoft.<br />

13. ENGADGET.COM<br />

Græjublogg (ókeypis). Jafnvel þótt ritstjórn Engadget myndi<br />

ákveða að fjalla eingöngu um spurningaþætti og golfvallahönnun<br />

myndum við samt halda áfram að lesa bloggið, bara vegna þess<br />

hversu beittir og skemmtilegir höfundarnir eru.<br />

14. TOSHIBA HD-A1<br />

HD DVD spilari (u.þ.b. 50.000 kr.; fæst ekki á Íslandi). HD-<br />

A1var fyrsti háupplausnargeislaspilarinn sem kom á markaðinn og<br />

er líklegt að hann verði að auki sá ódýrasti um nokkurt skeið. Nú<br />

styttist í að við getum kvatt 5.000 króna DVD spilarann og tekið á<br />

móti nýja tímanum í guðdómlegri háupplausn.<br />

15. TOSHIBA QOSMIO G35-AV600<br />

Öflug fartölva (u.þ.b. 250.000 kr; fæst ekki á Íslandi). Hin svala<br />

Qosmio fartölvulína varð jafnvel enn betri á þessu ári og reyndar<br />

er þessi tölva besta fartölvan með Media Center möguleikum sem<br />

blaðamenn PC World hafa kynnst. Spurningin er bara hvenær<br />

íslenskur umboðsaðili Toshiba fartölva kemur fram á sjónarsviðið.<br />

16. nVIDIA GEFORCE 7600 GT<br />

Kubbasett fyrir skjákort (u.þ.b. 15.000 kr.; t.d. www.tolvuvirkni.<br />

net). Listinn okkar er ekki byggður á besta verðinu, en það var<br />

engin leið að sleppa þessu öfluga kubbasetti. Alger kostakjör á<br />

skjákortamarkaðinum.<br />

17. GOOGLE<br />

Leitarvél (ókeypis). Hin hreina og hraðvirka leitarsíða Google gerir<br />

það að verkum að hún er mest notaða og best liðna leitarvélin á<br />

Netinu. Ef þið viljið t.d. fræðast betur um vöru sem nefnd er hér á<br />

topp 100 listanum er langeinfaldasta leiðin að slá heiti hennar inn í<br />

Google. Hefur þú „gúglað“ eitthvað í dag?<br />

18. SONOS ZONEPLAYER 80<br />

Stafrænn tónlistarspilari (u.þ.b. 35.000 kr.; fæst ekki á Íslandi).<br />

ZonePlayer er fínasta lausn til að senda tónlist þráðlaust úr tölvunni<br />

í heimilishljómtækin. Þessi útgáfa er ekki með magnarann sem<br />

fylgdi fyrirrennaranum og því er verðið mun lægra.<br />

19. GUITAR HERO<br />

Tölvuleikur (9.990 kr.; t.d. www.bt.is). Tölvuleikurinn Guitar<br />

Hero frá Red Octane veitir okkur tækifæri til að láta gamla gítarhetjudrauma<br />

rætast. Þessi tölvuleikur fyrir PlayStation 2 leikjatölvuna<br />

frá Sony er ótrúlega ávanabindandi og vekur lukku hjá<br />

öllum aldurshópum og báðum kynjum. Allir vilja hamast eins og<br />

Clapton á gítarnum sem fylgir með leiknum um leið og þeir sjá<br />

hvernig þetta virkar allt saman.<br />

22. SÆTI: Ubuntuútgáfan<br />

af Linux<br />

líkist Windows<br />

að mörgu leyti.<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 81

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!