29.07.2014 Views

FV1106.indd

FV1106.indd

FV1106.indd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

ÁRAMÓTAVIÐTÖL<br />

ALDÍS HAFSTEINSDÓTTIR<br />

BÆJARSTJÓRI HVERAGERÐISBÆJAR:<br />

Mörkum okkur sess<br />

sem raunhæfur<br />

og góður valkostur<br />

Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma.<br />

MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR<br />

FORSTJÓRI ICEPHARMA:<br />

Samruni sem tókst<br />

einkar vel<br />

Mér er minnisstætt að 1. janúar síðastliðinn varð samruni<br />

Austurbakka, Icepharma og Ismed undir nafni Icepharma. Við<br />

það myndast leiðandi fyrirtæki á íslenskum heilbrigðismarkaði<br />

á sviði lyfja, hjúkrunarvara og tækja auk neytendavöru og<br />

íþróttavöru. Samruninn hefur tekist einkar vel enda er valinn<br />

maður í hverju rúmi.<br />

Á næsta ári erum við með væntingar um að sú öfluga heild,<br />

sem við höfum nú á að skipa, skili enn betri árangri.<br />

Ég tel að greinin í heild hafi á undanförnum tveimur árum<br />

sýnt mikla ábyrgð með því að lækka verð til dæmis á frumlyfjum<br />

á Íslandi umfram það sem gerist, til dæmis í Danmörku.<br />

Mér finnst við ekki alltaf njóta sannmælis fyrir þann árangur.<br />

Þetta kallar á ákveðna rekstrarhagræðingu í geiranum og tilhneigingu<br />

í þá átt að einingar verði færri og stærri.<br />

Þegar kemur að sjálfri mér þá er mér minnisstætt að upplifa<br />

son minn verða stúdent og að heimsækja dóttur mína sem<br />

nema við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, sérstaklega þar<br />

sem mér finnst ekki svo langt síðan ég var í hennar sporum.<br />

Ef það mætti teljast með síðasta ári þá er bruninn í flugeldasölu<br />

Hjálparsveitar skáta á gamlársdag mjög minnisstæður. Áhyggjur<br />

af því hvort einhver hefði slasast alvarlega og feginleikinn þegar<br />

fréttist að svo væri ekki. Af framkvæmdum ber hæst miklar gatnagerðarframkvæmdir<br />

þar sem ötullega var unnið við að leggja nýjar<br />

götur og klára þær sem enn eru ekki malbikaðar. Góður árangur<br />

ungmenna bæjarins í námi, tónlist og íþróttum hefur vakið athygli<br />

og við erum stolt af unga fólkinu okkar.<br />

Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á næstu árum í<br />

Hveragerði. Einkaaðilar hyggja á uppbyggingu íbúðahverfa af<br />

stærðargráðu sem áður er óþekkt í sveitarfélagi á landsbyggðinni.<br />

Sú uppbygging mun halda áfram af enn meiri krafti en áður<br />

hefur verið. Við höfum sett markið hátt og mörkum okkur sess<br />

sem raunhæfur og góður valkostur þeirra sem hyggja á búsetu á<br />

Suðvesturhorninu. Með óhjákvæmilegri tvöföldun Suðurlandsvegar<br />

verður öryggi vegfarenda um lífæð okkar Sunnlendinga tryggt<br />

og íbúar sveitarfélaganna hér fyrir austan fjall verða í enn nánari<br />

tengslum við höfuðborgarsvæðið<br />

Niðurstaða sveitarstjórnarkosninga, þar sem sjálfstæðismenn<br />

unnu hreinan meirihluta og í kjölfarið sú ákvörðun að ég tæki að<br />

mér stöðu bæjarstjóra, hlýtur að standa upp úr í mínu lífi á árinu.<br />

Sá velvilji og stuðningur, sem ég hef notið frá starfsmönnum bæjarins,<br />

bæjarbúum og öðrum, er ekki síður eftirminnilegur og þakkarverður.<br />

Ferðalag fjölskyldunnar austur á land lifir í minningunni<br />

og þá ekki síst heimsókn í Mjóafjörð og að Dalatanga, yndislegir<br />

staðir þar sem harðduglegt fólk býr af miklum myndarskap.<br />

62 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6<br />

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!