29.07.2014 Views

FV1106.indd

FV1106.indd

FV1106.indd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

ÁRAMÓTAVIÐTÖL<br />

Ómar Ragnarsson. „Það sem er minnisstæðast er að fá að verða eitt af sandkornunum í Jökulsárgöngunni<br />

sem var fjölmennasta mótmælaaðgerð á Íslandi síðustu áratugina.“<br />

ÓMAR RAGNARSSON<br />

FRÉTTAMAÐUR<br />

Dýrmæt aðgerð<br />

Þetta var viðburðaríkasta ár Hugmyndaflugs ehf. frá stofnun þess<br />

1998. Meðal annars var unnið að myndatökum í fjórum löndum<br />

fyrir myndina „Brúarjökull og innrásirnar í Ísland“. Einnig var<br />

unnið að framkvæmd áætlunarinnar „Örkin“, flogið með fólk yfir<br />

Kárahnjúkasvæðið og gefinn út áttblöðungurinn „Íslands þúsund<br />

ár“ með Morgunblaðinu.<br />

Þótt staðan sé ögn skárri en hún hefur verið undanfarin ár er<br />

útlitið tvísýnt vegna þess hve verkefnin eru mörg, áhættusöm og<br />

erfið. Kaup Landsvirkjunar á mynd um Hálslón og þátttaka í gerð<br />

hennar vekur þó vonir um að þeir sem ekki hafa þorað að taka<br />

áhættu við að tengjast Hugmyndaflugi vegna „viðskiptaumhverfis“<br />

hafi nú betri aðstöðu til þess.<br />

Ef aðeins er tekin staða kvikmyndagerðar, sem er fyrirferðarmesta<br />

verkefni Hugmyndaflugs ehf., sýnist hún ætla að verða<br />

skárri almennt í þeirri grein á næsta ári en að undanförnu og<br />

munar þar mikið um aukinn stuðning ríkisvaldsins.<br />

Það sem er minnisstæðast er að fá að verða eitt af sandkornunum<br />

í Jökulsárgöngunni sem var fjölmennasta mótmælaaðgerð á<br />

Íslandi síðustu áratugina. Þessi aðgerð var dýrmæt þegar litið er<br />

til framtíðar vegna þess að þeir sem beita völdum, fjármagni og<br />

aðstöðu til hins ítrasta til að keyra í gegn slæm mál hafa gert það<br />

í þeirri vissu að Íslendingar séu seinþreyttir til aðgerða á borð við<br />

fjöldamótmæli.<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 59

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!