29.07.2014 Views

FV1106.indd

FV1106.indd

FV1106.indd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Tíminn er hraðfleygur fugl ...<br />

Spakleg orð um „tímans þunga nið“ í tilefni áramóta<br />

UMSJÓN: PÁLL BJARNASON<br />

Sjá, dagar koma, ár og aldir líða,<br />

og enginn stöðvar tímans þunga nið.<br />

Davíð Stefánsson<br />

___<br />

Sjá, Tíminn, það er fugl sem flýgur hratt,<br />

hann flýgur máski úr augsýn þér í kveld.<br />

Omar Khayyam (þýð. Magnúsar Ásg.)<br />

___<br />

Í gær, einhvern tíma milli sólarupprásar<br />

og sólarlags, töpuðust tvær dýrmætar<br />

klukkustundir, skreyttar 60 gullnum mínútum.<br />

Engum fundarlaunum er heitið því að<br />

stundirnar eru endanlega glataðar.<br />

Horace Mann<br />

___<br />

Ég hugsa aldrei um framtíðina. Hún kemur<br />

nógu fljótt samt.<br />

Albert Einstein<br />

___<br />

Sá sem heldur að ekki sé hægt að breyta<br />

fortíðinni hefur enn ekki skrifað endurminningar<br />

sínar.<br />

Torvald Gahlin<br />

Meira máli skiptir hvernig þú eyðir tímanum<br />

en peningunum. Peninga sem glatast má<br />

eignast aftur, en horfinn tími kemur aldrei<br />

aftur.<br />

David B. Norris<br />

___<br />

Þeir sem fara verst með tímann kvarta<br />

mest undan því hvað hann er stuttur.<br />

Jan de la Bruyére<br />

___<br />

Menn tala um að drepa tímann á meðan<br />

tíminn er hægt og hljóðlega að drepa þá.<br />

Dion Boucicault<br />

___<br />

Frestaðu aldrei til morguns því sem þú<br />

getur gert í dag. – Ef þú nýtur þess í dag<br />

geturðu gert það aftur á morgun.<br />

James A. Michener<br />

___<br />

Gærdagurinn er reynsla, morgundagurinn er<br />

von og dagurinn í dag fer í að finna bestu<br />

leiðina þarna á milli.<br />

John M. Henry<br />

Við höfum oft verið minnt á að fara ekki á<br />

mis við gullin tækifæri, en sum tækifæri urðu<br />

gullin vegna þess að við misstum af þeim.<br />

James M. Barrie<br />

___<br />

Við mælum ævi okkar ekki aðeins í árum.<br />

Helstu viðburðir í lífi okkar eru oft besta<br />

almanakið.<br />

Benjamin Disraeli<br />

___<br />

Tíminn sjálfur hefur engar mælistikur.<br />

Hann tilkynnir ekki áramót með hávaða.<br />

Það er aðeins mannfólkið sem boðar nýtt<br />

ár með glaumi og hvellum.<br />

Thomas Mann<br />

___<br />

Lífið er ekki blaktandi kerti. Það er kyndill<br />

sem við eigum að láta loga sem skærast<br />

uns við afhendum það komandi kynslóðum.<br />

Bernard Shaw<br />

___<br />

Svo rísa um aldir árið hvert um sig,<br />

eilífðar lítið blóm í skini hreinu.<br />

Mér er það svo sem ekki neitt í neinu,<br />

því tíminn vill ei tengja sig við mig.<br />

Jónas Hallgrímsson<br />

8 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!