26.12.2012 Views

I. Orð, setningar og textar II. Þýðingarýni – - Skemman

I. Orð, setningar og textar II. Þýðingarýni – - Skemman

I. Orð, setningar og textar II. Þýðingarýni – - Skemman

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

7.1 Útgáfur fyrir börn <strong>og</strong> unglinga<br />

Þýðingar barnabóka eru náttúrulega ætlaðar til þess að börn lesi þær. Þessi tengsl við<br />

börn leggur til viðmið til þess að meta þær. En ef saga úr heimsbókmenntunum, eins<br />

<strong>og</strong> Don Kíkóti, Ferðir Gúllivers, Róbinson Krúsó eða Gosi, er þýdd fyrir börn, verður<br />

þýðingin á markmálinu að vera „endurskoðuð“ eða „aðlöguð“ fyrir sinn sérstaka<br />

lesendahóp. Þessa gerð aðlögunar væri réttara að kalla frjálsa þýðingu, endurskoðun<br />

eða umorðun, allt eftir því hversu mikið innihaldi <strong>og</strong> formi frumritsins er breytt. Það<br />

fer augljóslega fram þýðingastarf, en með ýmis konar smábreytingum <strong>–</strong> styttingum,<br />

úrfellingum, einföldunum, tilfærslum á áherslu, o.s.frv. Niðurstaðan af þýðingaferlinu<br />

getur ekki lengur kallast þýðing í ströngum skilningi. Þar af leiðandi eiga eðlileg<br />

viðmið <strong>og</strong> flokkar ekki lengur við. Þess í stað verður hlutlægt <strong>og</strong> sanngjarnt mat að<br />

ákvarða hvort verkið nær yfirlýstu markmiði sínu, sem í þessu tilviki væri að aðlaga<br />

frumritið að mjög ungum lesendum, hvernig svo sem það mun skiljast.<br />

7.2 Sérhæft lesefni gert alþýðlegt<br />

Staðan er nokkuð svipuð í tilraunum til þess að gera niðurstöður vísindarannsókna<br />

aðgengilegar áhugasömum leikmönnum. Þessar aðlöguðu þýðingar hafa það að<br />

markmiði að færa nákvæmt tæknilegt lesefni yfir á hversdagslegt málfar markmáls. Í<br />

þeim tilgangi koma algeng orð að mestu leyti í stað tæknilegs íðorðaforða. Það er<br />

horfið frá hinum leiðigjarna, langdregna stíl, sem gjarnan einkennir vísindalegt<br />

lesefni. Ekki aðeins er köflum (með of flóknum smáatriðum) sleppt eða þeir styttir,<br />

upplýsingum getur verið skotið inn í <strong>og</strong> útskýringum bætt við. Allt er þetta í þágu þess<br />

að gera frumritið skiljanlegra í stærri lesendahópi en ávarpaður var með frumritinu á<br />

frummálinu.<br />

Aftur hér, væri tilgangslaust að beita eðlilegum viðmiðum <strong>og</strong> flokkum<br />

þýðingarýninnar. Þess í stað verður gagnrýnandinn að vega aðlögun <strong>og</strong> (frjálsa)<br />

endurskoðun í ljósi hlutverksflokksins til þess að ákvarða hvort aðlagaða þýðingin<br />

skilar fyrirhuguðum viðtakendum sínum því hlutverki sem óskað var eftir .<br />

Í þessu sambandi þarf að ítreka að aðlagaðar þýðingar er einfaldlega ekki hægt<br />

að leggja að jöfnu við þýðingar; lesendur aðlagaðrar þýðingar eru ekki þeir sömu <strong>og</strong><br />

ávarpaðir voru í frumritinu. Ef frumritið er framsetning sem gerð er alþýðleg, ætti að<br />

mæla þýðinguna samkvæmt þeim reglum <strong>og</strong> stöðlum sem beitt er á þýðingar í<br />

ströngum skilningi; gagnrýnandinn ætti að dæma niðurstöðuna samkvæmt<br />

112

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!