26.12.2012 Views

I. Orð, setningar og textar II. Þýðingarýni – - Skemman

I. Orð, setningar og textar II. Þýðingarýni – - Skemman

I. Orð, setningar og textar II. Þýðingarýni – - Skemman

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Jafnvel stakt hljóð getur myndað mikilvægan formlegan þátt. 53 Meira að segja<br />

er hægt að nota setningafræðilega eiginleika sem listform. 54 „Hrynjandi“ stílsins, sem<br />

<strong>og</strong> stílræn form <strong>og</strong> rímskipun (von Wilamowitz-Moellendorff, 1963: 148, 154), málnotkun<br />

þar sem er samanburður <strong>og</strong> myndmál, málshættir <strong>og</strong> myndlíkingar (Nida,<br />

1964: 94) ætti allt að skoðast. Bragarhættinum <strong>og</strong> fagurfræðilegum afleiðingum hans<br />

ber einnig að veita athygli. 55 Hljóðstílsþættir eru mikilsverðir hlutar, ekki einungis í<br />

ljóðlist heldur einnig í bókmenntaprósa (Blixen, 1954: 45-51).<br />

Við hverju má gagnrýnandi búast af meðhöndlun þýðanda á þessum formlegu<br />

þáttum? Það blasir við að ekki er hægt að færa þá á þrælbundinn hátt af frummálinu<br />

yfir á markmálið <strong>og</strong> fyrir hjóðmálsþætti væri þetta hvort sem er ómögulegt sökum<br />

mismunandi hljóðkerfisfræði tungumála. Í innihaldsmiðuðum textum, þar sem<br />

mikilvægi formlegra hliða er ekki í fyrsta sæti, er einfaldlega hægt að líta fram hjá<br />

þeim, en ekki í bókmenntatextum þar sem þeir skipa mikilvægan hluta. Þar er<br />

meginkrafan sú að ná fram áþekkum fagurfræðilegum áhrifum. Þetta má gera með því<br />

að skapa jafngildi með nýjum formum. 56 Í formmiðuðum texta mun þýðandinn því<br />

ekki herma eftir (aðlaga) rígbundnum formum frummálsins heldur meta frekar form<br />

frummálsins <strong>og</strong> fyllast andagift af því til að uppgötva hliðstæð form í markmálinu, 57<br />

eitthvað sem mun vekja svipuð viðbrögð með lesandanum. Af þessari ástæðu flokkum<br />

við formmiðaða texta sem frummálsvísandi texta.<br />

Yfir hvers konar textagerðir nær þessi textategund? Hún nær almennt talað<br />

yfir alla texta sem byggðir eru á formlegum, bókmenntalegum grundvallarreglum <strong>og</strong><br />

53 Sjá R. Kloepfer (1967: 81): „Stakt hljóð hefur í raun ekkert gildi í listaverki nema í tengslum við<br />

önnur, ... en þegar það stendur í samhengi við önnur (eins <strong>og</strong> í stuðlun, rími eða jafnvel hreimfegurð, í<br />

hljóðfræði- eða formgerðarlegu munstri) öðlast það gildi. Í þessum skilningi getur fagurfræðilegt<br />

smáatriði orðið að mikilvægasta þætti verksins, ekki eitt <strong>og</strong> sér, heldur sem hluti af samfellu.“<br />

54 A. Luther (1949: 11) setur fram fróðlega athugasemd sem snertir þýðingu á Tolstoj: „Þegar ég ber<br />

þýðinguna saman við frumtextann kemst ég að því að þýðandinn hefur endurmótað hinar löngu<br />

málsgreinar Tolstojs í stuttar líflegar <strong>setningar</strong>. Hinni breiðu <strong>og</strong> hægfljótandi á er breytt í freyðandi<br />

fjallalæk. Innihald frásagnarinnar er hið sama, en forminu hefur algjörlega verið breytt.“<br />

55 Sjá meðal annara E. Horst von Tscharner (1963: 274) <strong>og</strong> R. Kloepfer (1967: 99).<br />

56 „Með nýjum formum,“ heldur M. Buber (1963: 353) því fram, „er ekki átt við það djarfa herbragð<br />

að fá að láni heiti úr ólíku samhengi, heldur þá tilraun til að skapa eitthvað samsvarandi innan<br />

málkerfis þess erlenda tungumáls sem þýðingin er gerð á.“ Buber heldur áfram <strong>og</strong> segir skýrt <strong>og</strong><br />

skorinort að einungis þýðing sem sé innblásin „af áþekkri kveikju“ geti gefið af sér „áþekk áhrif.“<br />

57 Gott dæmi má finna í smásögu Aldous Huxley Green Tunnels (Sjá H .J. Kann, 1968: .47), þar sem<br />

endurtekning sömu endingar byggir upp hljómdýpt: „ ... feeling about among superhuman conceptions,<br />

planning huge groups and friezes and monumental figures with blowing draperies; planning,<br />

conceiving, but never quite achieving. Look, there´s something of Michelangelo.“ Í þýsku þýðingunni<br />

eftir Herbert E. Herlitschka, tekur endingin <strong>–</strong> en að sér áþekka virkni, enda þótt það sé ekki alveg á<br />

sama hátt: „... unter unmenschlichen Vorstellungen umhertasten und riesige Gruppen, Friese und<br />

Monumentalgestalten mit flatternden Gewändernentwerfen; entwerfen, sich ausdenken, aber niemals<br />

ganz vollenden.“<br />

56

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!