26.12.2012 Views

I. Orð, setningar og textar II. Þýðingarýni – - Skemman

I. Orð, setningar og textar II. Þýðingarýni – - Skemman

I. Orð, setningar og textar II. Þýðingarýni – - Skemman

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

<strong>og</strong> ljóðrænt kvæði, er ekki hægt að þýða alla textana á sama hátt.“ 31 Því ber að hrósa<br />

að Ayala viðurkennir réttilega fjölbreytileika hagnýtra texta, athugasemdir hans enda<br />

þó á afturhvarfi til hinnar venjulegu tvískiptingar <strong>og</strong> þrátt fyrir frábært innsæi á<br />

köflum er niðurstaðan samt ruglingsleg.<br />

Aðra þrefalda greiningu á textategundum má finna í ritgerð eftir Peter Brang<br />

(1963: 421, <strong>og</strong> áfram). Brang skrifar gagnrýni um verk eftir A.Fedorov, einn af brautryðjendum<br />

í þýðingafræðum í Sovétríkjunum. Hann byggir greiningu sína á ýmsum<br />

tegundum þýðingarefnis. Hann aðgreinir: 1) fréttir <strong>og</strong> gagnrýni, viðskiptaskjöl,<br />

opinber skjöl, <strong>og</strong> vísindalega texta; 2) skjöl tengd skipulagningu <strong>og</strong> pólitík (þar á<br />

meðal verk eftir sígilda marxista, ritstjórnargreinar <strong>og</strong> ræður); <strong>og</strong> 3) bókmenntatexta.<br />

Almennum einkennum fyrsta hópsins 32 er lýst þannig að þau séu sérhæfð<br />

tækniheiti <strong>og</strong> málvenjur. 33 Meginskilyrði fyrir fullnægjandi þýðingu er að þýðandinn<br />

virði orðrétta <strong>setningar</strong>byggingu frumtextans með eins fáum persónulegum innskotum<br />

eða frávikum <strong>og</strong> mögulegt er.<br />

Þetta skilyrði er nokkuð réttmætt að því tilskildu að textinn sé ekki yfirlýsing<br />

sérstaks höfundar, sem ekki er einungis ábyrgur fyrir „hvað-inu“ (innihaldi), heldur<br />

einnig „hvernig-inu“ (máti) í tjáningu hans. Að hafa á valdi sínu margbrotinn<br />

íðorðaforða tiltekins sviðs er grundvallaratriði, samt sem áður, (enda þótt varla sé<br />

minnst á þetta sjónarmið) ef þýddur texti á að einhverju leyti að vera ásættanlegur <strong>og</strong><br />

ekki koma lesandanum furðulega fyrir sjónir, eða a.m.k. viðvaningslega.<br />

Fedorov lítur á almenn einkenni annars hópsins, texta um skipulagningu <strong>og</strong><br />

pólitík, þegar þau blandast vísindalegri málnotkun (eins <strong>og</strong> tæknilegur íðorðaforði) <strong>og</strong><br />

bókmenntalegri málnotkun (eins <strong>og</strong> mælskulistarstílbrögð, myndlíkingar, o.s.frv.) <strong>–</strong><br />

en sést yfir þá staðreynd að þessa sömu samsetningu einkenna er að finna í<br />

skáldsögum <strong>og</strong> sviðsleikritum. Fedorov mælir hér með því að virða setningafræðileg<br />

31<br />

„Pues la incalculable variedad de textos en que se concreta una cultura escríta ha de requerir una<br />

aplicación alternativa y siempre cambiante de las soluciones diversas al problema que su traducción<br />

plantea en cada caso: no pueden traducirse de igual manera un tratato matemático, un discurso político,<br />

una comedia, un poema lírico.“<br />

32<br />

Umræðan hér um greiningu Fedorovs er eingöngu byggð á ritgerð P.Brangs vegna þess að rússneska<br />

frumritið var ekki fyrir hendi.<br />

33<br />

Dæmi um þessar málvenjur eru: „Af þessum sönnunargögnum drögum við þá ályktun...“<br />

(vísindalegir <strong>textar</strong>), „Samkvæmt áreiðanlegum heimildum...“ (fréttir), „Með vísan til bréfs yðar frá<br />

[dagsetning] ... (viðskipti), o.s.frv.<br />

45

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!