26.12.2012 Views

I. Orð, setningar og textar II. Þýðingarýni – - Skemman

I. Orð, setningar og textar II. Þýðingarýni – - Skemman

I. Orð, setningar og textar II. Þýðingarýni – - Skemman

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

hátt <strong>–</strong> „er ekki nægilegt að læra tungumálið. Það verður að rannsaka menningu þess,<br />

ekki aðeins sem áhugasamur gestur, heldur frá grunni … kerfisbundið.“<br />

4.5 Viðtakendaþættir<br />

Áður en við getum rætt þau sérstöku vandkvæði sem viðtakendaþættir valda 120 í<br />

tengslum við málform frumtexta <strong>og</strong> þýðingu hans, þarf að skilgreina sjálft heitið<br />

„viðtakandi“. „Viðtakandi“ er ætíð lesandinn eða hlustandi textans á frum-málinu.<br />

Þessi viðtakandi, sem ávarpaður er í frumtextanum, verður að vera skýrt aðgreindur<br />

frá „sérstökum viðtakendum“ sem þýðandi eða viðskiptavinir hans hafa í huga, sem<br />

mundi gera öll almenn viðmið fyrir þýðingar <strong>og</strong> þýðingarýni að aukaatriðum. 121<br />

Hér lítum við einungis á það sem ákvæðisþátt sem höfundur frumverksins<br />

hafði í huga fyrir lesendur sína þegar hann var að móta frumtextann eins <strong>og</strong> hann<br />

gerði á frummálinu, <strong>og</strong> ekkert annað. Hér er aftur allt félags- <strong>og</strong> menningarlega<br />

samhengið (efnislega það sem við köllum aðstæðubundið samhengi) mikilvægt, en frá<br />

öðru sjónarmiði en í umfjöllun okkar um umhverfisþætti, því að þar snerist hún fyrst<br />

<strong>og</strong> fremst um staðreyndir <strong>og</strong> hugtök frummálsins. Viðtakendaþátturinn er augljós í<br />

algengri, málvenjubundinni tjáningu, tilvitnunum, óbeinum tilvísunum í málshætti <strong>og</strong><br />

myndlíkingar, o.s.frv., í frummálinu. Sá fjöldi íhugunarefna sem viðtakendatengdir<br />

þættir krefjast fer eftir tegund textans. Þetta felur venjulega í sér afkóðunarferli.<br />

Þýðandinn ætti að gera lesanda markmálsins mögulegt að sjá <strong>og</strong> skilja textann á<br />

forsendum hans eigin menningarsamhengis. Eftirfarandi dæmi um málvenjubundna<br />

tjáningu munu skýra þetta atriði.<br />

Í innihaldsmiðuðum texta, til að mynda, á spænska orðatiltækið „miente más<br />

que el gobierno“ („hann er verri lygari en ríkisstjórnin“) sér strangt til tekið ekki<br />

bókstaflega samsvörun í þýsku. Með því að form orðatiltækisins er aukaatriði, <strong>og</strong> að í<br />

þessari tegund texta er það innihaldið sem ber að varðveita, ætti þýðing á<br />

merkingarfræðilegu gildi orðatiltækisins, eins <strong>og</strong> „hann er ömurlegur lygari“, að þjóna<br />

sem fullnægjandi þýðing. En hins vegar, í formmiðuðum texta, verður að finna<br />

málvenjubundið þýskt orðatiltæki sem hefur sambærilegt merkingarfræðilegt innihald,<br />

120 Hjá E. A. Nida samsvarar „menningarsamhengi frummálsins“ því sem við höfum aðgreint hér sem<br />

staðar- <strong>og</strong> viðtakendatengd úrslitaatriði. Þegar verið er að þýða máltákn sem eru undir áhrifum af þeim<br />

<strong>og</strong> öðrum utanmáls úrslitaatriðum. Það er nauðsynlegt að íhuga það sem Nida kallar<br />

„menningarsamhengi viðtökutungumálsins“ ef þau eiga að vera sæmilega „afkóðuð“.<br />

121 Til að mynda, þýðing fyrir börn á Don Kíkóta eða Ferðum Gúllivers yrði að uppfylla aðra staðla en<br />

að þýðingin sé trú frumtexta þessara verka. Sjá 4.7 hér á eftir.<br />

92

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!