26.12.2012 Views

I. Orð, setningar og textar II. Þýðingarýni – - Skemman

I. Orð, setningar og textar II. Þýðingarýni – - Skemman

I. Orð, setningar og textar II. Þýðingarýni – - Skemman

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

þar af leiðandi alla texta sem tjá meira en þeir skýra frá, þar sem líkingar <strong>og</strong> stíll<br />

gegna hlutverki í því að ná fagurfræðilegum tilgangi <strong>–</strong> í stuttu máli: Texta sem kalla<br />

má fagurbókmenntir. 58<br />

Ekki er hægt að komast hjá þeim erfiðleikum sem fylgja því að úthluta hinum<br />

ýmsu gerðum texta sæti meðal formmiðaðra texta, með því að treysta á yfirlýsta bókmenntagrein<br />

þeirra. 59 Það er jafnvel ekki hægt að treysta merkimiðum sem komnir eru<br />

frá höfundinum. Með því að íðorðafræðin er þjökuð af útbreiddri margræðni <strong>–</strong> að ekki<br />

sé minnst á mikilláta notkun á fáguðum merkimiðum <strong>–</strong> geta hvorki þýðandinn né<br />

gagnrýnandinn með neinu öryggi vikist undan ábyrgðinni á sjálfstæðri greiningu. Til<br />

dæmis, má lesa esseyju (e. essay) í anda Karls Muth, en fyrir honum er fagurfræðin<br />

grunnþátturinn í sannri esseyju vegna hreinnar ánægju formsins, með litlum eða<br />

engum áhuga á efnislegu innihaldi; það er nauðsynlegt fyrir þýðandann að þýða hana<br />

samkvæmt grundvallarreglum innihaldsmiðaðra texta <strong>og</strong> gagnrýnandinn verður að<br />

meta hana samkvæmt sömu reglum. Stundum lýsir höfundur texta sínum sem esseyju,<br />

líkt <strong>og</strong> Ludwig Rohner (1966: 128) gerir að umtalsefni: „Sterk <strong>og</strong> sannanleg<br />

tilhneiging í nýlegum þýskum esseyjum er í rauninni svik, dregur esseyjuna niður í<br />

fræðilega ritgerð, úr hugmyndaríku máli í fræðilegan prósa, frá frjálsum<br />

tilraunaskrifum að einföldum staðhæfingum um niðurstöður, frá vinsamlegum<br />

samræðum til prósaeinræðu…,“ svo að burtséð frá merkimiðanum sem settur er á<br />

hann, ætti textinn í raun að þýðast sem fræðileg ritgerð, 60 skýrsla eða eitthvað annað<br />

afbrigði af innihaldsmiðaðri tegund <strong>og</strong> gagnrýnandinn ætti að meta hann sem slíkan.<br />

Hið sama á við belles lettres.<br />

Þegar skilgreina skal tegund texta verður greiningin að vera óháð bókmenntalegum<br />

flokkunum. Þannig, til að mynda, tilheyra öll form reyfara innihaldsmiðuðu<br />

textategundinni, vegna þess að hinar fagurfræðilegu <strong>og</strong> formlegu víddir vantar í þá<br />

eða gert er lítið úr þeim (Foltin 1968: 242-270). Þeir snúast um upplýsingar<br />

(innihaldsmiðaðir), þó svo að upplýsingarnar sem þeir hafa á boðstólum séu<br />

óraunverulegar eða skáldaðar. 61 Hins vegar tilheyrir léttskáldskapur lægsta stigi<br />

58 Sjá þó athugasemdir um „hljóð- <strong>og</strong> miðlunarmiðaðan texta“ (2.2.4), sem hér verður að undanskilja,<br />

þó svo að flokka megi þá sem listræn verk.<br />

59 Eins <strong>og</strong> við höfum veitt athygli, ætti að forðast heitið „textagrein“ (Textgattung ), sem þeir O. Kade<br />

<strong>og</strong> R. Jump kjósa frekar á ýmsar gerðir texta <strong>og</strong> textategunda, sem misvísandi.<br />

61 Það er síður en svo tilgangslaust að láta sig skipta vandamál sem snerta þýðingar á léttvægum<br />

skáldskap, þrátt fyrir skoðanir J. Ortega y Gasset (1937: 88-89), sem <strong>og</strong> W. Widmers (1959: 39, <strong>og</strong><br />

áfram) <strong>og</strong> F. Kemps (1949: 154). Það eru ekki einungis „æðri“ bókmenntir sem eiga skilið að vera<br />

57

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!