26.12.2012 Views

I. Orð, setningar og textar II. Þýðingarýni – - Skemman

I. Orð, setningar og textar II. Þýðingarýni – - Skemman

I. Orð, setningar og textar II. Þýðingarýni – - Skemman

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

fagurfræðilegt gildismat. Á hinn bóginn getur listrænn skilningur hans <strong>og</strong><br />

fagurfræðilegar grunnreglur oft haft áhrif á form „þýðingar“ hans. Þegar það gerist,<br />

ætti gagnrýnandinn ekki að áfellast þýðinguna sem „ranga“ eða „gagnslausa“ á<br />

grundvelli strangs samanburðar á texta. Þess í stað ætti hann í umsögn sinni að leitast<br />

við að greina mismuninn á milli „listrænnar skapgerðar“ höfundarins <strong>og</strong> þýðandans,<br />

<strong>og</strong> sýna á hvern hátt hún hefur áhrif á þýðinguna á markmálinu. Stöku sinnum gæti<br />

hann dregið þá ályktun, að þó að hin ólíka listræna skapgerð þýðandans hafi leitt til<br />

nokkurra breytinga á frumritinu, þá gæti hún einnig hafa aukið gæði þýðingarinnar. 132<br />

Það er engin tilviljun að þýðingar, sem öðlast hafa sjálfstæða stöðu sem<br />

meistaraverk, tákni tinda í ólgandi sögu þýðinga <strong>–</strong> hugsaðu þér Ævi Benvenutos<br />

Cellini eftir Goethe, þýðingar Schlegels á leikritum Shakespeares, þýðingu Tiecks á<br />

Don Kíkóta (sem er meistaraverk þrátt fyrir galla í þýðingu sem hægt er að sýna fram<br />

á), þýðingu Rilkes á 24 sonnettum eftir Louize Labé, 133 þýðingarnar á Baudelaire eftir<br />

Stefan George (Kemp, 1965: 25, <strong>og</strong> áfram).<br />

Eins <strong>og</strong> kom fram hér að framan, gæti verið betra að tala um frjálsa túlkun<br />

heldur en þýðingar þegar listræn skapgerð <strong>og</strong> fagurfræðileg sjónarmið þýðandans fara<br />

ekki saman við þau sem höfundur frumritsins hefur. Frjáls túlkun myndi þá einnig<br />

vísa til tilvika þar sem, auk munar á listrænni skapgerð <strong>og</strong> fagurfræðilegum<br />

hugmyndum þýðandans, frum- <strong>og</strong> markmálin eru aðgreind í grundvallaratriðum af<br />

ósamrýmanlegri byggingu <strong>og</strong> formlegum þáttum. Þýðing sem umsetin er slíkum<br />

vanda getur í besta falli boðið upp á „meira eða minna frjálsa notkun, endurskipulag<br />

eða endurstefnumörkun frumverksins í sinn eigin nýja tilgang“ líkt <strong>og</strong> sagt er fyrir<br />

með því sem er ólíkt í tungumálunum tveimur (Kemp, 1965: 17). Friedhelm Kemp<br />

kallar þessa gerð þýðinga ákveðið form af „endursamningu“ (Umdichtung), ekki síst<br />

sökum þess að svið breytinga á frumritinu sem hér koma við sögu, er mun víðtækara<br />

en í markmálsþýðingum sem auðkenndar eru sem frjálsar túlkanir. Hvað sem því<br />

líður, er skáldþýðandi skapandi þegar hann fæst við verk ljóðskálds á erlendu<br />

tungumáli <strong>og</strong> hans „eigin nýi tilgangur“ er jafnmikið listaverk. Einungis þegar verið<br />

132 R. Borchardt (1920: 354) skrifaði: „Höfundurinn sem þýðir getur aðeins þýtt um leið <strong>og</strong> hann<br />

skrifar: Hann endurskapar ekki listaverk, heldur bregst við bergmálinu sem hann heyrir, svarar fyrirvaralaust<br />

myndunum sem hann sér <strong>og</strong> útlínunum af formum þeirra.“<br />

133 Sjá H. Friedrich (1965: 12, <strong>og</strong> áfram) <strong>og</strong> ritdóm hans um þýðingu þessara sonnetta.<br />

119

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!