26.12.2012 Views

I. Orð, setningar og textar II. Þýðingarýni – - Skemman

I. Orð, setningar og textar II. Þýðingarýni – - Skemman

I. Orð, setningar og textar II. Þýðingarýni – - Skemman

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

formmiðaðra texta. Líkt <strong>og</strong> Foltin (1968, bls. 248) segir, er hann með meira mikillæti,<br />

að hluta til vegna meiri stílfágunar. Í samræmi við það, er þörf á fágaðri stöðlum af<br />

hálfu þýðandans <strong>og</strong> gagnrýnandans <strong>og</strong> eru þeir fyllilega réttlætanlegir.<br />

Ekki er heldur hægt gagnrýnislaust, að útnefna ljóðlist í formmiðuðu textategundina<br />

einfaldlega sem bókmenntalegt listform. Níðskrif, sem <strong>og</strong> háðsádeilukvæði,<br />

verður að útnefna í áhrifsmiðuðu tegundina, því að markmiðið með þýðingunni er<br />

fyrst <strong>og</strong> fremst að ná sömu óyrtu áhrifunum í markmálinu. 62<br />

Sé þetta dregið saman, getum við sagt á grunni áformuðu meginreglnanna, að<br />

formmiðaðir <strong>textar</strong> nái yfir bókmenntaprósa (esseyjur, ævisögur <strong>og</strong> belles-lettres),<br />

hugmyndaríkur prósi (atvikssögur, smásögur, stuttar skáldsögur <strong>og</strong> ástarsögur), <strong>og</strong><br />

ljóðlist í öllum sínum formum (frá fræðiljóðum til þjóðkvæða til hins tilfinningalega<br />

hreina). Með því að öll þessi form hafa það hlutverk að flytja eitthvert innihald, glata<br />

þau sínum einstaklingsbundnu einkennum ef ytri eða innri form höfundar frumtextans<br />

eru ekki varðveitt í þýðingu, hvort sem það er í skáldlegum stöðlum þeirra, stíl þeirra<br />

eða listrænni byggingu. Nauðsyn á nákvæmu samræmi innihalds, sem er einkennandi<br />

fyrir innihaldsmiðaða tegund texta, lendir hlutfallslega í öðru sæti gagnvart kröfum<br />

um samlíkingu forms <strong>og</strong> um jafngildi fagurfræðilegra áhrifa.<br />

Gagnrýnandinn verður einnig að taka ákvörðun um hvort þýðandinn hafi stigið<br />

„skrefið af málstiginu upp á bókmenntastig aðgerða“ (eins <strong>og</strong> Georges Mounin [1967:<br />

123] myndi segja), <strong>og</strong> gefið þýðingunni „gæðaþátt til viðbótar, fagurfræðilega þáttinn,<br />

’bókmenntalega‘ gljáann.“<br />

Það er óhjákvæmileg afleiðing af ofangreindri kröfu, að öfugt við<br />

innihaldsmiðuðu textategundina, þar sem tungumál þýðingarinnar stjórnast af<br />

markmálinu, stjórnast tungumál formmiðuðu tegundarinnar af frummálinu.<br />

Til dæmis getur í innihaldsmiðuðum texta verið í lagi að líta fram hjá orðaleikjum<br />

í þýðingu án þess að óbreytanleiki innihaldsins skerðist. Í formmiðuðum<br />

texta, aftur á móti, er nauðsyn að finna samsvarandi ráð til að halda bókmenntalegu <strong>og</strong><br />

þýddar. Andstætt áliti þeirra Ortega <strong>og</strong> Widmers, er ekki gefin nægilega góð mynd af ýmsum léttum<br />

skáldskap í innlendum þýskum bókmenntum. Þýskir rithöfundar virðast ekki hafa hæfileika<br />

bandarískra eða enskra höfunda í morðgátum <strong>–</strong> bókmenntagrein sem bæði örvar <strong>og</strong> slakar á, veitir létti<br />

frá hversdagslegu álagi. Góðan léttskáldskap er mun oftar að finna hjá frönskum, enskum <strong>og</strong><br />

bandarískum höfundum en hjá Þjóðverjum, sem eru annaðhvort of hámenningarlegir <strong>og</strong> merkilegir með<br />

sig eða of einfaldir til að framleiða sölulist án fágunar. En hömlulaus fjöldaneysla <strong>og</strong> þorsti eftir<br />

útlendum glæpasögum <strong>og</strong> ómerkilegum skáldsögum hefur beint athygli gagnrýnenda að þýðingum á<br />

þess konar bókmenntum. Það er einmitt vegna fjöldaneyslu að þýðingar, sem eru a.m.k. viðunandi hvað<br />

málið varðar, gætu bjargað lesendum frá algjörri ringulreið hvað málið snertir.<br />

62 Sjá nánar í áhrifsmiðaðir <strong>textar</strong> (2.2.3).<br />

58

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!