26.12.2012 Views

I. Orð, setningar og textar II. Þýðingarýni – - Skemman

I. Orð, setningar og textar II. Þýðingarýni – - Skemman

I. Orð, setningar og textar II. Þýðingarýni – - Skemman

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

hjálparvana nema þeir geti ímyndað sér sjálfa sig „við aðstæður“ þeirra sem tala.<br />

Einungis þannig geta þeir verið í aðstöðu til að finna ákjósanlegt jafngildi í<br />

markmálinu, sem gerir lesanda þýðingarinnar kleift að skilja jafnt orðin sem <strong>og</strong><br />

samhengi þeirra. Gagnrýnendur verða einnig á sama hátt að setja sig „í aðstæðurnar“<br />

til þess að geta dæmt um hvort þýðandinn hafi valið viðeigandi orð, ekki aðeins út frá<br />

leskvæðu sjónarmiði heldur einnig merkingarfræðilegu. Það er oft sem örsamhengið<br />

eða stórsamhengið nægir ekki eitt <strong>og</strong> sér.<br />

Brot af samtali úr El Jarama eftir Raphael Sánchez Ferlosio (1956: 38) er gott<br />

dæmi um þetta. Textinn morar allur af undirtónum <strong>og</strong> óbeinum tilvísunum. Bókstafsþýðing<br />

yrði vandræðaleg, svo ekki sé meira sagt, ef ekki fullkomlega óskiljanleg.<br />

Þýðandinn verður ekki aðeins að taka tillit til þess að samtalið hér er á milli ungs<br />

manns um tvítugt (þáttur þess sem talar) úr umhverfi miðstéttarsmáborgara í Madríd<br />

(staðarþátturinn) <strong>og</strong> að mál þeirra endurspeglar venjulegt hversdagsmálfar án nokkurs<br />

sérmáls (leskvæðir <strong>og</strong> stílrænir þættir). Þess í stað, verður þýðandinn, til þess að skilja<br />

merkingarfræðilegt gildi ýmissa styttra málvenja <strong>og</strong> þar sem gripið er fram í, að<br />

ímynda sér eins nákvæmlega <strong>og</strong> mögulegt er atriðin sem verið er að lýsa, setja sig inn<br />

í manngerð <strong>og</strong> stöðu sérhverrar persónu til þess að finna jafngildi fyrir samspil<br />

hálfsagðra vísbendinga sem á ljóslifandi hátt endurspegla lífskraft í hinu raunverulega<br />

atriði: Heitur sumardagur, tilhlökkun eftir hressandi dýfu í ána, <strong>og</strong> einnig vaxandi<br />

pirringur hjá einum úr hópnum sem hefur fengið sér aðeins of mikið neðan í því.<br />

Í samantekt getum við sagt að milliliðalaust samhengi hafi áhrif á leskvæðar,<br />

málfræðilegar <strong>og</strong> stílrænar hliðar á því formi sem mótast í markmálinu, <strong>og</strong> hjálpar<br />

sem slíkt til við að túlka á viðeigandi máta merkingarfræðilegu þættina sem eru<br />

undanskildir í frumtextanum.<br />

4. 2 Umfjöllunarefnið<br />

Áhrifamikill þáttur, sem snertir ekki einungis málvísindalegt form frumritsins, heldur<br />

einnig þýðingu þess, er umfjöllunarefnið. Sérhver texti útheimtir að þýðandinn sé<br />

nægilega vel að sér á hans sviði til þess að geta sett saman þýðingu sem á leskvæðan<br />

hátt er nógu góð. Rem tene, eins <strong>og</strong> Cató sagði, <strong>og</strong> verba sequentur [„Þekktu efni þitt,<br />

<strong>og</strong> orðin munu fylgja“]. Þetta á að sjálfsögðu við alla hreinræktaða tæknitexta, þar<br />

sem heiti <strong>og</strong> málvenjur verða að vera í samræmi við viðtekna notkun á markmálinu.<br />

En þættir sem varða inntak einskorðast alls ekki við texta sem hafa með sérhæfingu að<br />

85

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!