26.12.2012 Views

I. Orð, setningar og textar II. Þýðingarýni – - Skemman

I. Orð, setningar og textar II. Þýðingarýni – - Skemman

I. Orð, setningar og textar II. Þýðingarýni – - Skemman

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Nossack (1965: 12) kveður enn sterkar að orði þegar hann leggur þunga áherslu á að:<br />

„markmiðið er að lesandinn fái í hendur læsilega bók á sínu eigin tungumáli, ekki<br />

einhverjar hráar skólaglósur þar sem endursköpuð er setningagerð, sam<strong>setningar</strong> í<br />

lýsingarhætti o.þ.h., hvort sem það eru ensku- eða latínuslettur, eða eitthvað annað.<br />

Klaufsk <strong>og</strong> fölsk þýðing getur haft meiri áhrif í þá átt að ganga af erlendu<br />

meistaraverki dauðu en smáræði af hreinum <strong>og</strong> klárum þýðingarvillum.“<br />

Það er vissulega hægt að greina klaufska eða falska framsetningu í<br />

marktextanum án tillits til frumtextans. Samkvæmt Fritz Güttinger (1963: 143 <strong>og</strong><br />

áfram), má gera grófa mælingu á [þýskri] þýðingu með einföldu prófi: „Hugsaðu bara<br />

um orðin sem koma oftast fyrir í þýsku <strong>og</strong> koma ekki fyrir á erlenda tungumálinu <strong>og</strong><br />

þá er hægt að segja til um hvort eitthvert gagn sé í þýðingunni. Í þýðingu, þar sem<br />

þýtt er orð fyrir orð, mun þessi orð skorta því þau er ekki að finna í frumritinu. <strong>Orð</strong>in<br />

sem vantar segja til um hvort þýðandinn kunni í raun þýsku <strong>og</strong> uppfylli frumskilyrði<br />

þess að leysa af hendi góða þýðingu.“<br />

Þessi hagnýta þumalputtaregla (sem hefur sínar takmarkanir líkt <strong>og</strong> allar slíkar<br />

reglur) getur ekki eingöngu átt við „orðin sem koma oftast fyrir í þýsku <strong>og</strong> koma ekki<br />

fyrir á erlenda tungumálinu,“ heldur einnig öll þau hugtök <strong>og</strong> orðtök sem tjáð eru með<br />

öðrum hætti á erlenda tungumálinu. Sé gagnrýnandinn sérlega vel að sér í frummálinu<br />

mun hann eiga auðvelt með að koma auga á dæmi í markmálinu þar sem þýðandanum<br />

hefur mistekist. Mistök <strong>og</strong> yfirsjónir af þessu tagi geta varpað skugga á kosti<br />

þýðingar.<br />

Dæmi um þetta er frásögn í Süddeutsche Zeitung frá 22. apríl 1970, eftir fréttaritara<br />

spænskra frétta M.von Conta, úr viðtali hans við þáverandi utanríkisráðherra<br />

Spánar, Gregorio López Bravo. Hann greindi svo frá: „López: Der Handel zwischen<br />

unsern Ländern, bei dem zum Ausdruck kommt, daß die deutsche Bundesrepublik<br />

einen Vorzugsplatz unter unsern Käufern und Verkäufern einnimmt …“ [„López:<br />

Verslun milli landa okkar einkennist ef til vill af þeirri staðreynd að Vestur-Þýskaland<br />

skipar sérstakan sess meðal kaupenda okkar <strong>og</strong> seljenda“]. Þessi þýðing á svari<br />

ráðherrans hljómar ekki aðeins undarlega á þýsku („unsere Verkäufer,“ okkar<br />

seljendur gæti misskilist), heldur er hún einnig röng málfræðilega. Þýska orðið<br />

„Handelspartner“ (viðskiptavinir), sem spænskan á ekkert eitt orð yfir, hvarflaði ekki<br />

að blaðamanninum. Hugtakið er venjulega tjáð á spænsku með „compradores y<br />

suministradores“ (= „Käufer und Lieferanten“ kaupendur <strong>og</strong> birgjar);<br />

38

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!