27.12.2012 Views

Vladimir Nabokov, Púshkin og þýðingarnar - Skemman

Vladimir Nabokov, Púshkin og þýðingarnar - Skemman

Vladimir Nabokov, Púshkin og þýðingarnar - Skemman

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

yfirbragð <strong>og</strong> hefur Túrgenev sjálfsagt verið ein af helstu fyrirmyndum Sirins eða hins<br />

unga <strong>Nabokov</strong>s, þótt <strong>Nabokov</strong> telji almennt ekki nóg að lýsa veruleikanum eins <strong>og</strong><br />

Túrgenev gerir, heldur vill <strong>Nabokov</strong> skapa sinn eigin veruleika innan skáldskaparins.<br />

2.6 Niðurstaða<br />

Heildartexti rússneskra bókmennta skiptir mjög miklu máli í verkum <strong>og</strong> þýðingum<br />

<strong>Nabokov</strong>s, vegna þess að hann er sá menningarlegi texti sem liggur til grundvallar því<br />

textalega samhengi sem <strong>Nabokov</strong> skrifar innan <strong>og</strong> í raun <strong>og</strong> veru má segja að <strong>Nabokov</strong><br />

sé að flytja texta á milli merkingarbærra kerfa (signifying systems) þar sem hann fer að<br />

rita verk sín sem fyrst <strong>og</strong> fremst teljast til rússneskra bókmennta á enska tungu. Í<br />

vissum skilningi eru þýðingar ekki einungis háðar frumtextanum, heldur hinum<br />

menningarlega texta sem þýðandinn hefur tileinkað sér fram til þessa, auk þess<br />

menningarlega textasamhengis sem frumtextinn er sprottinn upp úr. Í þessu sambandi<br />

skiptir máli að <strong>Nabokov</strong> er afskaplega vel lesinn í rússneskum bókmenntum, þannig að<br />

hans persónulega textasamhengi er nátengt hinum rússneska menningararfi <strong>og</strong> forverum<br />

hans á skáldsagnasviðinu (precursors) eins <strong>og</strong> <strong>Púshkin</strong>, Tolstoj, Dostojevskí <strong>og</strong><br />

Túrgenev. Hinar nákvæmu skýringar <strong>Nabokov</strong>s við þýðingu sína á Jevgeníj Onegin, eru<br />

dæmi um afbragðs góðan skilning hans á frumtextanum, þekkingu hans á samhengi<br />

rússneskra bókmennta <strong>og</strong> þeim heimi sem var veröld <strong>Púshkin</strong>s en er ekki lengur til<br />

nema á gulnuðum blöðum. Þannig skrifar <strong>Vladimir</strong> <strong>Nabokov</strong> verk sín innan textatengsla<br />

rússneskrar bókmenntahefðar <strong>og</strong> er í þeim skilningi fyrst <strong>og</strong> fremst rússneskur<br />

rithöfundur þótt áhrifa hans hafi gætt einna mest innan bandarískra bókmennta.<br />

41

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!