27.12.2012 Views

Vladimir Nabokov, Púshkin og þýðingarnar - Skemman

Vladimir Nabokov, Púshkin og þýðingarnar - Skemman

Vladimir Nabokov, Púshkin og þýðingarnar - Skemman

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

liggja til grundvallar mannlegri tilveru. 168 Tvístrandi öfl takast á við sameinandi öfl <strong>og</strong><br />

hin tvístrandi öfl hafa yfirleitt vinninginN. 169 Tungumálið er ekki bara leir sem hægt er<br />

að móta eða sjálfstætt kerfi óháð ytri öflum samfélagsins. Tungumálið er sífellt í<br />

andstöðu, í miðjum kjarna baráttunnar <strong>og</strong> er margradda í eðli sínu vegna þess að jafnvel<br />

þótt maðurinn sé fastur í sinni eigin einræðu með sjálfum sér þá er hann í samræðum<br />

við sjálfan sig <strong>og</strong> í einhverjum skilningi við umhverfi sitt. Samkvæmt Bakhtín verður<br />

tungumálið aldrei skilið án þess samhengis sem það er notað í (context) <strong>og</strong> hefur<br />

skilningur Bakhtíns á tungumálinu þannig samfélagslega vídd sem stangast t.d.á við<br />

þröngan skilning málvísindamanna eins <strong>og</strong> Roman Jakobson á tungumálinu sem<br />

málfræðilegu viðfangsefni. Samkvæmt Bakhtín er ekkert til sem heitir almennt<br />

tungumál 170 sem er borið fram af einhvers konar almennri rödd, heldur felst í<br />

tungumálinu fjölmælgi 171 eða raznorechivost þar sem mörg tungumál eða raddir eru í<br />

gangi í einu t.d. eftir starfsgreinum, þjóðarbrotum, innan vísindanna, í fjölmiðlum <strong>og</strong><br />

svo framvegis. Þannig er merking orðsins eða táknsins enn afstæðari hjá Bakhtín en hjá<br />

Saussure.<br />

Ekki er hægt að útiloka að <strong>Vladimir</strong> <strong>Nabokov</strong> hafi komist í kynni við hugmyndir hins<br />

unga Bakhtíns gegnum verk heimspekingsins Ludwigs Wittgensteins eða í gegnum<br />

bróður Mikhails Bakhtíns, Nikolaj Bakhtín sem dvaldi löngum við Cambridge. Hins<br />

vegar er óhugsandi að hann hafi getað kynnst síðari verkum Bakhtíns þar sem Mikhail<br />

Bakhtín var algjörlega einangraður í Sovétríkjunum <strong>og</strong> meira að segja Nikolaj Bakhtín<br />

bróðir hans vissi ekki að Mikhail væri á lífi. 172<br />

168 Bakhtín. The Dial<strong>og</strong>ic Imagination, bls. XVIII.<br />

169 Bakhtín. The Dial<strong>og</strong>ic Imagination, bls. XIX.<br />

170 Sama heimild, bls. XXI.<br />

171 Þetta orð er komið frá prófessor Jóni Ólafssyni heimspekingi <strong>og</strong> hefur hann notað það sem þýðingu á<br />

orðinu raznorechivost. Var haft samband við Jón Ólafsson skriflega út af þessu orði.<br />

172 Sjá umfjöllun í bókinni Bakhtínian Thought: An Introductory Reader.<br />

49

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!