12.09.2013 Views

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Á 17.öldinni náðust ýmsar lénskirknaeignir, er farið höfðu undan kirkjunum,<br />

aftur með dómum eða með atbeina valdsmanna, einkum fyrir forgöngu röggsamra<br />

biskupa, t.d. Brynjólfs biskups Sveinssonar.<br />

Eftir siðaskipti dró mjög úr því, að lénskirkjunum væru gefnar jarðir eða<br />

jarðarpartar en þó eru ýmis dæmi að svo væri gert, jafnvel fram á 19.öld, - enda þótti<br />

eigi væri það berlega gert í sáluhjálparskyni, svo sem verið hafði í katólskum sið. (2)<br />

Einna mest munaði þar um það, er frú Guðrún Einarsdóttir, ekkja Jóns biskups<br />

Árnasonar, gaf frá sér nokkrar jarðir með erfðaskrá árið 1748.<br />

Einstaka dæmi eru þess, en mjög fá, að kirkjur keyptu jarðir á þessum tímum,<br />

sbr. það er Hrafnagilskirkju var leyft að kaupa hálfa jörðina Hrafnagil árið 1798 (3)<br />

og er Eyvindarhólaprestakalli var leyft að kaupa Syðra-Bakkakot árið 1902 (4) „gegn<br />

því að láta af hendi prestmötu þá, 100 pd. Smjörs, er prestakallið nýtur af Steinum.“<br />

Fyrir kom, að landsstjórnin keypti jarðir handa kirkjum (eða prestaköllum,<br />

eins og það var orðað), sbr. t.d. l. 23/1891, en ýmis dæmi eru þess að tilteknum<br />

prestaköllum væru lagðar til jarðir prestaköllunum til hagsbóta. (5)<br />

Þess eru ýmis dæmi, að höfð væru makaskipti á kirkjueignum og<br />

bændaeignum, en til þess, sem um aðrar meiri háttar ráðstafandir á kirkjueignum,<br />

þurfti konungsleyfi hverju sinni. Gættu stjórnvöld þess þá, að kirkjan héldi vel sínum<br />

hlut við makaskiptin, (6) en að öðru leyti virðist almennt eigi hafa verið mikil<br />

fyrirstaða á því, að makaskipti væru leyfð. (7)<br />

Lengi framan af þessu tímabili var fremur óalgengt, að konungsleyfi fengist til<br />

þess að jarðir væru seldar undan lénskirkjum gegn endurgjaldi í peningum, en þegar<br />

komið var fram um miðja 19.öld varð þetta algengara og færðist enn í vöxt á síðustu<br />

áratugum aldarinnar, enda var þá sú stefna uppi, að æskilegt væri að leiguliðar í<br />

landssjóðs- eða kirknajörðum gætu eignast þær, ef þeir hefðu bolmagn til. (8) Í<br />

viðkomandi söluheimild var þá nær alltaf tekið fram, hvernig farið skyldi með<br />

andvirðið, og kemur þar glögglega fram, að því skyldi haldið sérgreindu og vera eign<br />

viðkomandi kirkju og hún eða prestur njóta arðs af fénu, þó gjarna þannig að tiltekinn<br />

<strong>hluti</strong> vaxtanna legðist við höfuðstólinn. Stiftsyfirvöldum var gjarna falið féð til<br />

varðveislu og ávöxtunar, einstaka sinnum var mælt fyrir um, að keypt skyldu fyrir það<br />

konungleg skuldabréf, um stutta hríð var hægt að leggja það inn á Söfnunarsjóð<br />

Íslands en eftir að Hinn almenni kirkjusjóður var stofnaður með heimild í lögum frá<br />

1890, sem fyrr getur, var til þess ætlast að andvirðið væri varðveitt þar, þótt þess séu<br />

einnig dæmi eftir það, að andvirðið væri lagt á Söfnunarsjóð. Þegar á heildina er litið<br />

verður ekki annað sagt en að þess hafi verið vel gætt, miðað við allar aðstæður á þeim<br />

tíma, að hlutur lénskirkna og lénspresta rýrnaði ekki við þessar jarðasölur, enda<br />

skapaði jarðagóssið einn helsta tekjustofn klerka og kirkju.<br />

Af ýmsum heimildum má sjá, að konungsvaldinu voru jarðamál kirkna<br />

allhugleikin og að reynt var að fylgjast vel með því m.a., að kirknaeignir tvístruðust<br />

eigi við sölu og að kirkjur eða kirkjustaðir væru seldir, skyldu jarðeignir kirkjunnar,<br />

svo og ítök hennar, fylgja með í sölunni. Kemur þessi stefna m.a. skýrt fram í<br />

konungsbréfi til Hannesar biskups Finnssonar frá 30. júní 1786, (9) sem reyndar<br />

varðar sérstaklega söluna á jarðeignum Skálholtsstóls en gilti þó tvímælalaust einnig<br />

um allar kirkjueignir (einnig um bændakirkjueignir, sbr. síðar). Í bréfi þessu, sem talið<br />

hefur verið gilda fram til þessa (10), segir meðal annars (hér fylgt texta lagasafns):<br />

„Fyrir því gefum Vér yður hér með til vitundar, að Vér viljum allramildilegast, að um<br />

kirkjueignir fari framvegis eftir lögum og venju hingað til, þannig, að þá er jörð er seld<br />

sem kirkja stendur á, þá fylgi henni allar aðrar jarðir kirkjunnar, og öll önnur réttindi<br />

hennar og hlunnindi, án þess sérstakt mat sé á því gert, og skal því, til leiðbeiningar<br />

eftirleiðis, bæta inn grein í hina prentuðu skilmála er hnígur að því, að jarðir þær, er<br />

22

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!