12.09.2013 Views

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

sinni á Viðeyjarklaustur. Gissur biskup reyndi að koma því til leiðar og fékk til<br />

þess samþykki konungs, að eignir klaustranna yrðu látnar standa undir<br />

skólahaldi, en lítt sem ekki var við það staðið, þegar á reyndi. Með<br />

konungsbréfi frá 12.mars 1554 (1) lagði konungur formlega undir sig<br />

jarðeignir allra klaustra, og fékk ýmsum gæðingum sínum umboð<br />

klaustraeignanna og hélst sú skipan um aldir.<br />

2) Konunugur lagði (1556-1563) undir sig allar jarðir Skálholtsstóls á<br />

Suðurnesjum (margt af þeim verðmiklar útvegsjarðir) en lét stólnum eftir í<br />

staðinn jarðir annars staðar, sumt af þeim gamlar eignarjarðir<br />

Viðeyjarklausturs. (2)<br />

3) Konungur tók, árið 1556, undir sig alla biskupstíund, sem verið hafði fjórði<br />

<strong>hluti</strong> allrar tíundar, (3) en síðar var þó nokkuð slakað á í því efni, vegna<br />

skólanna. Einnig var þá sakeyrir tekinn af biskupum. Skólakvöð var þó<br />

framvegis lögð á biskupsstólana.<br />

Að öðru leyti hélst, í megindráttum, hin forna eignaskipan kirkna og biskupsstóla og<br />

virðist konungur hafa viljað halda verndarhendi yfir henni. Í Rípurartikulum frá 1542,<br />

sem eigi voru að líkindum lögleiddir hér með formlegum hætti en þó fylgt hér í reynd,<br />

segir t.d. (í 8. gr. ):<br />

„Og hvis som nogle Jorder og Eyendomme ere komne fra Kirkerne eller Presegaardene<br />

med Uret, da skulle Befalingsmendene .. dele sammen Eyendomme der til igien.”(4)<br />

Í sjálfri kirkjutilskipuninni (ordinantiunni) frá 1537 (5) eru einnig m.a. nokkur ákvæði<br />

um eignir og tekjur kirkna og um umsjárskyldu biskupa með kirkjueignum. Í<br />

konugsbréfi frá 1540 (6) er boðið, að kirkjur skuli njóta tekna sinna og eigna sem áður<br />

hafi verið, og í konungsbréfi frá 1596 (7) eru áréttuð fyrirmæli um viðurlög þeim<br />

prestum til handa, “som lade det dem betroede geistlige Gods forfalde.“ Í bréfi til<br />

beggja biskupanna frá 1556 lætur konungur sér einnign annt um, að eignir<br />

biskupsstólanna gangi ekki undan þeim: (8)<br />

„Vider, at vi forfare, at der skal mangesteds bortkomme frann Domkirken af Kirkens Gods<br />

baade med Maglaug og udi andre Maade, og Kirken ikke skeer der imod Skiel og Fylleste.<br />

Thi bede vi eder og strengeligen biude, at I efter denne Dag tiltenke intet af Domkirkens<br />

Gods at maglegge der frann, eller udi andre Maade tilstede at der noget Gods frankommer,<br />

uden vort Samtykke, meden have god flittig Indseende, at Kirken beholder hendis Gods,<br />

som hun haver eller bör at have med Rette, saa fremt at vi ikke paa Kirkens Vegne ville vide<br />

den Skade hos eder, og I den skulle Kirken igien uprette.“<br />

Það var vilji konungs, að guðsþjónustur legðust af í bænhúsum (capeller) (9) og í<br />

„Bessastaðasamþykkt“ frá 1555, (10) sem að nokkru öðlaðist samþykki konungs, er<br />

jafnframt ályktað í sömu átt varðandi bænhús og hálfkirkjur og þá einnig vikið að<br />

eignum þeirra:<br />

„Í fyrstu grein, það Yðar Kóngl. Majest. Áhrærir um þær hálfkirkjur og bænhús, eða<br />

um þær aðrar kirkjur sem ekki eru nauðsynlegar sóknarkirkjur, þá skyldu með öllu af<br />

takast. Því höfum vér fyrgreindir menn um þann sama articula eptir Yðar Kóngl. Maj<br />

náðrar bréfi, boði og skipan, samþykkir orðið, svo að fyr sagðar kirkjur og saunghús<br />

skyldu með öllu af leggjast, utan þær, sem nauðsyn krefur standa skuli. En þeirra<br />

kúgildi og lausafé skyldi hálfpart leggjast til prestanna uppheldis og spítalanna, sem<br />

hinir sjúku skulu inn leggjast. En annan hálfpart af fyrgreindra hálfkirkna og saunghúsa<br />

kúgildum og lausafé skyldu eignarmenn jarðann eignast, og alla þá fasteignar parta og<br />

ítök, með rekum og skógum, sem þeir og þeirra forfeður, hafa þar tillagt, eptir því sem<br />

verðugur herra Magnús Noregs kóngur, góðrar minningar, hefir í sínum bréfum og<br />

9

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!