12.09.2013 Views

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

ýmsar útræðisjarðir á 13. og 14. öld, og þegar á <strong>fyrri</strong> hluta 12. aldar keypti Skálholtsstóll<br />

Vestamannaeyjar og hélt þeim þar til um 1400 að konungur náði eignarhaldi á<br />

þeim. Einnig var iðulega um að ræða makaskipti á kirkjueignum og bændaeignum.<br />

Það ýtti mjög undir sálugjafir og aðrar sambærilegar gjafir til kirkna og kirkjustofnana<br />

að gjafaféð var undanþegið tíundarskyldu, sbr. 2. gr. tíundarlaganna frá 1096:<br />

„Þat fé þarf eigi til tíundar at telja, er áður er til guðs þakka lagit ... hvarz þat fé er í<br />

löndum eða í lausum aurum“ (5)<br />

og í Kristinrétti Árna biskups var mönnum auðveldað að arfleiða kirkjur og klaustur<br />

að hluta eigna sinna. (6) Á eignir kirkjunnar var heldur lengst af ekki lögð tíund, en<br />

tíund var hins vegar mikill tekjustofn kirkna og biskupsstóla, svo sem kunnugt er<br />

(kirkjutíund, biskupstíund). Framan af höfðu efnamenn (kirkjubændur) mikinn hag af<br />

því að gefa kirkjum sínum drjúgmiklar eignir, sökum þessara tíundarfríðinda, en þeir<br />

gátu eftir sem áður ráðið yfir kirkjueignum og forráð kirkjunnar gengu þá í erfðir.<br />

Hélst þetta að nokkru eftir lok Staðamála, með þeim breytingum þó, sem leiddu af<br />

auknu kirkjuvaldi. Annað sem studdi mjög að góðum efnahag margra kirkna var, að<br />

biskup gat krafist þess, að áður en kirkja væri vígð, skyldi sá, er kirkjuna lét reisa,<br />

leggja til hennar nægilegt fé í löndum og lausum aurum, og mátti synja víglu ella. (7)<br />

Ef litið er til grannlanda okkar, kemur í ljós, að á <strong>fyrri</strong> öldum mátti greina á<br />

milli tvenns konar kirkjujarða, eftir því með hvaða skilmálum hafði verið til þeirra<br />

stofnað. Annars vegar var um að ræða jarðir, sem kirkjum voru gefnar þeim til<br />

viðhalds og endurbyggingar (fabricia ecclesiae) og hins vegar jarðir, sem afhentar<br />

höfðu verið til uppihalds presti (mensa presbyteri). Þessarar aðgreiningar gætti einnig<br />

hér á landi á miðöldum, en virðist þó aldrei hafa haft neina sérstaka þýðingu hvað<br />

varðaði eignarrétt að þessum jörðum, - og í rauninni eigi heldur um umráðaréttinn,<br />

a.m.k. eftir að Staðamálum lauk. Á síðari öldum virðist þessarar aðgreiningar lítt haf<br />

gætt hérlendis og alls enginn greinarmunur í þessa átt kom til umræðu á fyrstu árum<br />

þessarar aldar, þegar unnið var að endurskipan umráða yfir jörðunum,- þá voru allar<br />

kirkjujarðir lagðar að jöfnu að þessu leyti. Er því eigi þörf frekari umfjöllunar þessa<br />

atriðis í álitsgerð þessari.<br />

Á síðmiðöldum jukust mjög eignir og tekjur biskupsstólanna og sumra<br />

klaustranna. Um eignaaukningu þessa má tilfæra ummæli þeirra Björns Teitssonar og<br />

Magnúsar Stefánssonar í ritgerð þeirra um rannsóknir á íslenskri byggðarsögu: (8)<br />

„Að því er varðar jarðeignir Hólastóls er vitað, að 1388 átti stóllinn 125 jarðir (Dipl.<br />

Isl. III, nr. 352),... Árið 1449 voru jarðir stólsins orðnar 175-80 (Dipl. Isl. V, nr. 35), og<br />

1550 voru þær 350 (Dipl. Isl. XI, nr. 688). Í ljós kemur, að mest af aukningunni 1449-<br />

1550 varð á árunum 1495-1520, þ.e. á árunum næst efitir pláguna síðari (Dipl. Isl. VI,<br />

bls. 727 o. áfr.). Á þessum árum eignaðist Hólastóll að minnsta kosti 100 jarðir. Á<br />

árunum eftir1520 er svo vitað um víðtæk makaskipti, gerð með það í huga að eignast<br />

jarðir nærri stólnum.<br />

Hvort tveggja <strong>–</strong> þessi mikla aukning jarðafjöldans og makaskiptin <strong>–</strong> getur bent til þess,<br />

að mikill hreyfanleiki hafi verið á jarðamarkaðinum fyrst eftir pláguna síðari.<br />

Af því er varðar Skálholtsstól er einnig hægt að sýna fram á mikla eignaaukningu á<br />

síðmiðöldum. Í lok 13. aldar virðist stóllinn hafa átt ca. 1200 hundraða í jarðeignum<br />

(Árna biskups saga, 72. kap.), en við siðaskiptin höfðu jarðeignir stólsins aukist upp í<br />

fyllilega 7000 hundruð.“<br />

Um kirkjueignir (í víðtækum skilningi) rétt fyrir siðaskiptin, þegar þær hafa verið á að<br />

giska 45% allra jarðeigna í landinu, segir Páll E. Ólason: (9)<br />

7

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!