12.09.2013 Views

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

aðstæður. Afstaða Hæstaréttar um gagnstæða niðurstöðu er hins vegar afdráttarlaus:<br />

hin forna kvöð stendur enn þótt talið væri, að hún hefði færst yfir á Kirkjujarðasjóð,<br />

og voru hin fyrrgreindu rök um brostnar forsendur eigi tekin til greina. Er ekki vafi á<br />

því, að þessi tiltölulega nýlegi dómur hefur einnig fordæmisgildi á víðara sviði en því,<br />

sem beinlínis varðar þetta einstaka tilvik, og þá ekki einungis varðandi kristfjár- og<br />

fátækrakvaðir (eða aðrar sambærilegar kvaðir fornar) heldur jafnframt um jarðeignir<br />

og ítök kirkna, sem gefna voru þeim til styrktar fyrr á tíð, - gjarna í sáluhjálparskyni<br />

eða svipuðu augnamiði. Um þær eignir mætti vissulega hreyfa því, að þær hefðu verið<br />

gefnar (eða kirkjurnar eignast þær með öðrum hætti) við allt aðrar aðstæður en nú<br />

ríkja um hag kirkna og kristnihalds, en fyrrgreindur dómur gefur nær örugga<br />

vísbendingu um, að eigi verði talið, fyrir endanlegum dómi, að hinar breyttu aðstæður,<br />

einar saman, nægi til að hagga eignarréttinum yfir þeim, sbr. einnig ummæli í þessa<br />

átt í XI. Kafla þessarar álitsgerðar.<br />

3. Niðurstaða<br />

Kristfjárjarðir og fátækrajarðir hafa um margt sérstöðu. Eignarréttarstöðu þeirra er<br />

eigi á einn veg háttað (sem og forræði þeirra) og þarfnast það atriði nákvæmrar<br />

athugunar og úrlausnar hverju sinni. Sumar jarðirnar eru tvímælalaust sjálfseignarstofnanir,<br />

aðrar í eigu sveitar- eða sýslufélaga. Með sumar hefur verið farið sem<br />

ríkisjarðir, enda þótt þær séu það eigi með réttu. Eiginlegar kristfjár- eða fátækrajarðir<br />

teljast ekki til kirkjujarða, en kristfjárkvaðir eða fátækrakvaðir gátu, og geta enn, hvílt<br />

á sumum kirkju- og ríkisjörðum.<br />

Tengsl kirkjunnar við þessar jarðir, sem áður voru mikil, hafa nú um langt<br />

skeið verið lítil, nema í einstaka tilfellum. Hefur yfirstjórn kirkjunnar eigi borið fram<br />

kröfur um aukin áhrif um þessar eignir. Flestar kristfjár- og fátækrajarðir munu nú og<br />

undanfarið hafa þjónað illa því hlutverki að liðsinna bágstöddu fólki, svo um munar,<br />

og er þar m.a. umráðamönnum þeirra um að kenna, þótt ytri aðstæður hafi einnig<br />

valdið nokkru um. Kirkjueignanefnd telur fulla ástæðu til, að komið verði á, með<br />

lagaboði, virkri og samræmdri yfirstjórn þessara jarða, sérstakri stjórnarnefnd, sem<br />

fylgist m.a. með því, að þeir, sem fara með hina venjulegu umsjón jarðanna, sinni<br />

þeirri skyldu að láta jarðirnar bera arð til handa þeim, sem jörðunum var ætlað að<br />

styrkja, - eða í sambærilegu augnamiði ef hinum upphaflega tilgangi verður alls eigi<br />

framfylgt lengur (t.d. vegna eyðingar byggðar eða þ.u.l.). Í þeirri nefnd ættu að vera<br />

fulltrúar þeirra ráðuneyta, sem málið snertir helst, enn einnig fulltrúi þjóðkirkjunnar,<br />

þannig að tryggt sé að tengsl þessara góðu gjafa, flestra hverra, við trúarlíf og<br />

kristindóm rofni eigi. Nefndin leggur áherslu á það, að viðkomandi yfirvöld ættu alls<br />

eigi að hlutast til um eða leyfa breytingar á skipulagsskrám eða gjafaákvæðum þessara<br />

jarða, nema mjög brýnar ástæður krefjist þess. Heimildir til sölu jarðanna ætti Alþingi<br />

eitt að veita með lagasetningu hverju sinni, eins og verið hefur undanfarin ár, en<br />

mikillar varkárni skyldi þó beytt áður en sala sé heimiluð og málið gaumgæft frá<br />

öllum hliðum. Í þess háttar lögum, ef sett verða, þurfa m.a. að vera skýr og ótvíræð<br />

ákvæði um það að andvirði jarðanna verði aldrei lægra en sem nemur mati<br />

dómkvaddra manna og um það hvert það skuli renna, þannig að tryggt sé eftir<br />

föngum, að það nýtist í samræmi við tilgang gjafarinnar og þá að sjálfsögðu undir<br />

yfirumsjá fyrrgreindrar stjórnarnefndar kristfjár- og fátækrajarða.<br />

93

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!